Fréttablaðið - 09.02.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.02.2011, Blaðsíða 22
 9. FEBRÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR2 ● ferðir Laurence Sterne og Charles Dickens fóru ólíkar leiðir við að tjá upplifun sína af Ítalíu. Allt frá áttundu öld fyrir Krists burð hafa sögur af ferðalögum heillað og kitlað ímyndunaraflið. Fjölmargir frægir rithöfundar hafa fært upp- lifun sína af fjarlægum löndum í letur, þar á meðal Laurence Sterne og Charles Dickens, sem nálguðust Ítalíu hvor út frá sínu sjónarhorni og gáfu tóninn fyrir ferðabókmennta- skrif allt fram á þennan dag. Orðabókarskýringin á ferðabók- menntum er að um sé að ræða skrif byggð á staðreyndum, sem þó lúti lögmálum fagurbókmennta (það sem á ensku kallast creative non- fiction), og byggi yfirleitt á fyrstu persónu lýsingum höfundar á upplif- unum af erlendum löndum og þjóð- um. Sumir höfundar hafa þó brugð- ið á það ráð að skapa hliðarsjálf sem þeir láta segja söguna og fjarlægja þannig sjálfa sig úr jöfnunni. Einna frægust slíkra ferða- sagna er bók enska rithöfundar- ins Laurence Sterne, A Sentimental Journey Through France and Italy, sem út kom árið 1768, mánuði fyrir lát Sternes. Sagan segir frá ferða- lagi Sternes um Frakkland og Ítalíu árið 1765, en í stað þess að nota eigið nafn skapar Sterne sögumanninn séra Yorick og þar sem söguefnið er aðallega ástarævintýri sérans á ferðalaginu er tilgangurinn með því að skapa þetta alter egó næsta ljós. Sagan varð fádæma vinsæl og hafði mikil áhrif, svo mikil að nærri lætur að ferðasögur hafi verið ráð- andi í bókaútgáfu á Englandi á seinni hluta átjándu aldarinnar. Ólíkt því sem áður hafði tíðkast var persónuleg upplifun ferðamannsins í forgrunni, smekkur hans og álit á því sem fyrir augu og eyru bar, auk lýsinga á ævintýrunum sem hann tók sjálfur þátt í. Charles Dickens ferðaðist líka um Frakkland og Ítalíu í nokkra mánuði árið 1844, ásamt fjölskyldu sinni. Ferðabók hans heitir Pictures from Italy og er í allt öðrum stíl en bók Sternes. Í augum Dickens er Ítalía „eins og kaótísk myndasýn- ing“. Hann er heillaður af landinu, einkum fjölskrúðugu götulífinu og um leið heillaður af hlutverki sínu sem áhorfandi sem ekki tekur bein- an þátt í þeim atburðum sem hann lýsir. Bók Dickens varð ekki síður vin- sæl en bók Sternes og með þessum tveimur bókum má eiginlega segja að tónninn hafi verið gefinn fyrir skrif ferðabókmennta allt fram á daginn í dag. Enn skiptast ferða- bækur að megninu til í lýsingar á eigin upplifunum og lýsingar á því sem fyrir augu ferðamannsins ber sem áhorfanda. - fsb Ólík sýn tveggja skálda á Ítalíu Ítalía hefur heillað skáld á öllum tímaskeiðum. Tvö vinsæl bresk skáld upplifðu ferðir sínar þangað með afar ólíkum hætti á átjándu og nítjándu öldinni og færðu reynsluna í letur í tveimur afar ólíkum bókum. Ferðaskrifstofan Vesturheimur hefur síðustu fimm ár staðið fyrir öðruvísi og spennandi ferðum frá Íslandi til Kanada og Banda- ríkjanna á slóðir íslensku vestur- faranna. Vesturheimur var stofnað sumarið 2006 en eigandi þess er Jónas Þór sagnfræðingur sem hefur sérhæft sig í sögu vestur- faranna. Jónas segir áhuga á vest- urferðum Íslendinga mikinn, eins konar vitundarvakning hafi orðið um þennan þátt Íslandssögunnar síðustu árin. „Ferðirnar sem við stöndum fyrir snúast ekki síður um per- sónuleg tengsl en ferðalög og mark- mið ferðaskrifstofunnar er að efla tengsl Íslands og Íslendinga við af- komendur íslenskra vesturfara í Norður-Ameríku. Áhugi Íslendinga er mikill fyrir þessum ferðum og alltaf að aukast. Í sumar munu sex til sjö hundruð manns ferðast vest- ur á okkar vegum,“ segir Jónas. Íslendingar taka því greinilega fegins hendi að hægt sé að kynna sér Íslendingaheiminn í vestri í skipulögðum ferðum og þess má geta að frá Egilsstöðum er einn- ig flogið beint á Íslendingadaga, þaðan munu um 200 manns fljúga í sumar. Ferðir Vesturheims í sumar eru fjölbreyttar. „Nýlendur sértrúar- hóps Amish-fólks verða heimsótt- ar í Minnesota og Iowa, svo og ís- lenska nýlendan í Minnesota sem stofnuð var 1875. Íslendingar í Vesturheimi reyndu mikið til að mynda einhvers konar séríslenska nýlendu, einangraða og afskekkta. Þetta gerðu þeir af þjóðræknis- legum hugsjónum, ekki trúarhita. Amish-fólk, hins vegar, flúði of- sóknir í Evrópu, nam lönd víðs vegar í Norður-Ameríku og fékk þar frið. Íslendingar aðlöguðust norður-amerísku samfélagi smám saman en Amish-fólkið ekki.“ Þá er ferð fyrirhuguð á vestur- ströndina seint í ágúst. Flogið er til Seattle og þaðan ekið um Íslend- ingabyggðir í Washingtonríki, farið á dvalarheimilið Stafholt í Blaine. Áfram norður til Vancouver, upp í fjöllin í Whistler og út í Vancouver- eyju. Stærsta ferð Vesturheims í sumar er hins vegar svokölluð Ís- lendingadagaferð þar sem tvær merkustu Íslendingahátíðir fyrir vestan verða heimsóttar, þjóðhá- tíð í Mountain í Norður-Dakota og Íslendingadagurinn í Gimli en þjóðmenningarhátíðir Íslendinga í Vestur heimi eiga rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1874. Flogið er til Winnipeg og farið þaðan á ýmsa staði, til Gimli, Nýja- Íslands, Árborgar, Ahern, Reykja- víkur og fleiri en ferðin nýtur meðal annars sérstöðu því skoðun- arferðir verða farnar um íslenskar sveitir í Manitoba á staði þar sem enginn íslenskur hópur hefur áður farið. Meginmarkmið hverrar ferðar er að hitta fólk af íslenskum ættum og er ýmislegt gert til að stuðla að nánum kynnum. „Íslendingar sem hafa ferðast til Vesturheims og hitt þar fyrir afkomendur vestur- faranna upplifa ótrúlega tryggð þessara afkomenda við Íslands og ræturnar. Maður finnur það þegar maður dvelur með þeim, snæðir kvöldmat eða annað slíkt, að það má ekki falla styggðaryrði um landið, þeim er sko alls ekki sama um gamla landið, og íslensku ferða- mennirnir koma ekki samir heim og þeir fóru út, upplifunin er mjög sterk,“ segir Jónas. Ferðir til Vesturheims Jónas Þór, stofnandi Vesturferða, segir áhuga fyrir ferðum á slóðir Vestur-Íslendinga mikinn. MYND/ÚR EINKASAFNI Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@frettabladid.is s. 512 5411 Íslendingadagar í Vesturheimi Ferð á merkustu hátíðir Íslendinga í Vesturheimi á vegum Þjóðræknisfélags Íslendinga og Vesturheims sf dagana 24. júlí-7. ágúst. Ferðatilhögun: Flug til Winnipeg sunnudaginn 24. júlí Skoðunarferð um Nýja Ísland Nýjung: Skoðunarferð um Íslendingaslóðir í vestanverðu Manitoba – farið um Voga og til Reykjavíkur!! Minnsta nýlenda Íslendinga í Norður Ameríku heimsótt Hvað er Baldur í Manitoba? Íslendingadagur í Mountain í Norður Dakota Íslendingadagurinn á Gimli í Manitoba Frjálsir dagar í Winnipeg – Gist í miðbænum á Delta Winnipeg Ferðalýsing á www.vesturheimur.is Nánari upplýsingar veitir Jónas Þór í síma 861-1046 eða jonas.thor1@gmail.com

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.