Fréttablaðið - 09.02.2011, Side 24

Fréttablaðið - 09.02.2011, Side 24
 9. FEBRÚAR 2011 MIÐVIKUDAGUR4 ● ferðir Ferðaskrifstofan Express ferðir sem er í eigu Iceland express, er þekkt fyrir skipulagðar ferðir undir leiðsögn þaulkunnugra far- arstjóra. Lilja Hilmarsdóttir veit- ir Expressferðum forstöðu en hún hefur sjálf góða reynslu af farar- stjórn. Hún var innt eftir því hvað bæri hæst hjá Expressferðum um þessar mundir. „Menningarferðir Expressferða eru fyrir löngu orðnar þjóðþekkt- ar. Þar má nefna fjölbreyttar tón- leika- og óperuferðir sem og leik- húsferðir til Berlínar, London og Kaupmannahafnar meðal annars í samvinnu við Wagnerfélagið, Leikfélag Akureyrar og Borgar- leikhúsið,“ segir Lilja. Hún bætir við að Expressferðir bjóði upp á sérlega spennandi ferðir í vor. „Þar má nefna golfferðir til Bonalba og LaSella í Alicante þar sem finna má frábæra golf- velli. Enn eru nokkur sæti laus í vorferðirnar, og verðið eins og best verður á kostið,“ segir Lilja. Áhugaverðar páskaferðir verða líka í boði, meðal annars til Berlínar, Brighton og Varsjár/ Krakár. „Berlínarferðirnar okkar eru mjög vinsælar,“ segir Lilja, sem stýrir páskaferðinni í apríl. „Þá verður komið vor í Berlín. Við skoðum borgina, förum í dagsferð til Dresden og bjóðum fólki að fara á tónleika og í páskamessu í dóm- kirkjunni.“ Lilja segir ferðina til Brighton einnig áhugaverða. Borgin minni um margt á suður-evrópska borg sem stendur við dásamlega strönd. „Þar iðar allt af mannlífi kvölds og morgna og listamenn eru áberandi í nokkrum hverfum borgarinnar.“ Lilja segir einnig páskaferð- ina til Varsjár og Krakár áhuga- verða. „Enda farið á merkilega staði undir afburða leiðsögn Ótt- ars Guðmundssonar læknis.“ Hún minnir að lokum á gríðarlegt úrval af borgar- og sér ferðum allt árið um kring. „Til dæmis verð- um við með skemmtilega ferð til New York í lok apríl með Heru og Siggu Kling,“ segir Lilja. Í til- kynningu um ferðina segir að þær stöllur muni leiða ferðalanga ber- leggjaðar í blíðunni, skoða mann- lífið, klappa buddunni í búðunum, kýla vömbina af mat og drykk, taka lagið með gospelkór og margt fleira skemmtilegt. Nánari upplýsingar er að finna á www.expressferdir.is. Fróðlegar Expressferðir Mikilvægt er að vera vel undir- búinn áður en lagt er af stað í ferðalag. Eftirfarandi ráð er gott að hafa á bak við eyrað. 1. Drekktu nóg af vatni, fyrir og meðan á flugi stendur. Það er ekki aðeins gott fyrir húðina heldur flytur súrefni til heilans. Drekktu hins vegar í hófi eða forðastu áfengi og kaffi, te og aðra drykki sem innihalda koffín þar sem þeir valda vökvatapi. 2. Notaðu tækifærið fyrir flug og hreyfðu þig, til dæmis með því að ganga um flugstöðina. Endurtaktu leikinn eftir flug meðan þú ert að bíða eftir far- angrinum. Í flugi, sérstaklega löngu flugi, er gott að gera létt- ar teygjuæfingar sem auka blóð- streymi um fætur og fót- leggi. 3. Sofðu vel, bæði fyrir og í flugi. Þannig dregurðu tals- vert úr líkum á flugþreytu, sem er meðal ann- ars talin geta vald- ið svefntruflunum, skap sveiflum, pirringi og melt- ingartruflunum. Góð hvíld er líka ávísun á heilbrigðara útlit. 4. Berðu á þig sólarvörn fyrir flug. Ekki dregur úr skaðlegum áhrifum útfjólublárra geisla sólar innar í flugi og sérstaklega eru þeir sem sitja við glugga í hættu. 5. Vertu í þægilegum ferðafatn- aði, til dæmis jogginggalla, og skóm sem ekki þrengja að, þar sem viðbúið er bjúgmyndun verði meðan á flugi stendur. At- hugaðu að sérstakir flug- eða stuðningssokkar draga úr bjúg sem getur myndast á löngum flugferðum. 6. Loftið um borð í flugvélum getur orðið þurrt og því er heillaráð fyrir þá sem nota lins- ur að fjarlægja þær og nota augndropa ef augun eru þurr. 7. Hafðu meðferðis flugkodda í löngu flugi, þeir koma í veg fyrir að höfuðið falli of mikið fram eða til hliðar og draga þannig úr álagi á háls og hryggjarsúlu. 8. Varastu að borða þungar máltíðir í flugi og einnig skömmu eftir langt flug. Fari flugvélamatur illa í þig geturðu alltaf tekið með nesti. Grænmetisætur geta pant- að sérstakt fæði fyrir flug, en það þarf yfirleitt að gera með ákveðnum fyrirvara. 9. Ef þú ert barnshafandi, ný- komin(n) úr skurðaðgerð, átt við heilsubrest að stríða eða tekur lyf að staðaldri ættirðu að ráð- færa þig við lækni áður en lagt er af stað í ferðalag. Við þetta má svo bæta að stundum þarf að láta bólusetja sig með góðum fyrirvara fyrir ferðalög, til dæmis ef leiðin liggur til suð- lægra landa þar sem ýmsir smitsjúkdómar eru landlæg- ir. 10. Ef þú þjáist af flughræðslu er ágætt að leita sér faghjálp- ar til dæmis með því að sækja námskeið gegn flughræðslu. Til að fyrirbyggja kvíða er gott að vera búinn að panta sæti með fyrir vara, mæta tímanlega í flugstöð, láta starfsfólk um borð vita af flughræðslunni og reyna að slaka á í flugi, til dæmis með því að hug- leiða, lesa, ráða kross- gátur eða gera annað sem dreifir huganum. Sólarvörn er gott að bera á sig fyrir flug. Góður undirbúningur er grunnur að velheppnuðu ferðalagi. NORDICPHOTOS/GETTY Mælt er með því að drekka vatn en forðast vatnslosandi drykki. Tíu nytsamleg ráð fyrir ferðalanga Góður lúr getur gert kraftaverk. Lilja Hilmarsdóttir segir margar spennandi ferðir fram undan hjá Expressferðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM F í t o n / S Í A Verð á mann í tvíbýli 123.800 kr. Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í 7 nætur á 4* hóteli ásamt ríkulegu morgunverðarhlaðborði og páskamáltíð. Íslensk fararstjórn. 21.–25. apríl Páskar í Brighton Verð á mann í tvíbýli 98.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í 4 nætur á 4* hóteli ásamt ríkulegu morgunverðarhlaðborði. Fararstjórar: Hera Björk og Sigríður Klingenberg 29. apríl –2. maí New York með Heru og Siggu Kling Verð frá 89.600 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í 3 nætur á 4* íbúðahóteli og íslensk fararstjórn. Fararstjóri: Óttar Guðmundsson 16. –23 apríl Vor í Varsjá og Kraká Verð á mann í tvíbýli 129.800 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í 7 nætur ásamt morgunverði, akstur til og frá flugvelli og akstur á milli Varsjár og Krakár. Íslensk fararstjórn. Borgarferðir Express ferða Borgarferðir Páskar í Berlín 18.–25. apríl Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.