Fréttablaðið - 09.02.2011, Side 20
9. febrúar 2011 2
Ferðafélagið Útivist býður upp á 4-5 klukkustunda dagsferðir í
Bláfjöll. Ekið er að gönguskíðasvæðinu í Bláfjöllum. Börn og full-
orðnir fá þar tækifæri til að búa til snjókarla og snjóhús, fara í snjó-
kast og leiki auk þess sem margir kjósa að renna sér á sleðum.
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
· Tekur 12 Kg · Hljóðlát
· Stórt op > auðvelt að hlaða
· Sparneytin
12 kg
Þvottavél
og þurrkari
Góð kennsla, þjónusta við nemendur, íþróttir, afþreying
og skemmtun eftir skóla, sem og gisting eftir þínu vali.
www.namsferdir.is
Klapparstíg 25 • Sími 578 9977
miðvikudag & fimmtudag
frá kl. 9:00 - 18:00.
Fulltrúi frá EF málaskólunum
verður á svæðinu.
GLÆSILEGAR
DANSKAR INNRÉTTINGAR
Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI
EINNIG ÚRVAL RAFTÆKJA
Á FRÁBÆRU VERÐI
OFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR
UPPÞVOTTAVÉLAR - KÆLISKÁPAR
ELDHÚS-BAÐ-ÞVOTTAHÚS-FATASKÁPAR
UPP MEÐ GÆÐIN
NIÐUR MEÐ VERÐIÐ
OG 10%AÐ AUKI
25%AFSLÁTTUR
SÉ PÖNTUN STAÐFEST Í FEBRÚAR
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki Síðasta skáldsaga Yrsu Sigurðar-
dóttur rithöfundar, Ég man þig,
náði í efstu sæti metsölulista fyrir
jól en bókin er hálfgerð hrollvekja,
sem gerist meðal annars í litla
þorpinu Hesteyri á norðanverðum
Vestfjörðum. Staðháttum er lýst af
nákvæmni í bókinni, þar á meðal
gista söguhetjur í hinu svokallaða
Læknishúsi, sem er rekið sem gisti-
heimili á sumrin. Vert staðar ins,
Birna Hjaltalín Pálsdóttir, segist
vera hvergi bangin þótt vin konur
hennar hafi strítt henni – að nú
muni hún aldrei þora að dvelja ein
á eyrinni aftur.
„Jú, ég er búin að lesa bókina
hennar Yrsu og var mjög hrifin.
Þetta er mögnuð bók en það verð-
ur lítið mál að vera ein á eyrinni
enda hef ég aldrei séð eða orðið vör
við neitt,“ segir Birna og býst jafn-
vel við að bókin geti haft jákvæð
áhrif á sókn ferðamanna í litla
þorpið. „Margir sem hafa hringt
til að spyrja um gistingu hafa spurt
mig svona meira í gamni en alvöru
hvort þeir geti átt von á einhverj-
um hamagangi. Það er nú heldur
ólíklegt, en það gengur vel að bóka
fyrir næsta sumar og komið langt.
Yrsa kom hingað sjálf tvisvar og
gisti og það var þægilegt að hafa
hana, fór nú lítið fyrir henni.“
Birna kynntist Hesteyri í gegn-
um eiginmann sinn heitinn, Vagn
Margeir Hrólfsson, sem ólst upp í
þorpinu og var þar meira og minna
til fermingaraldurs. Þau hjón
ólu upp sjö börn og fóru í þorp-
ið hvert sumar. Vagn leit til með
Læknishúsinu á þeim árum fyrir
þáverandi eiganda þess en Vagn
lést árið 1990. Þremur árum síðar
gafst Birnu og fjölskyldu hennar
tækifæri til að festa kaup á húsinu
sem hún og gerði.
„Húsið er byggt árið 1901, var
gjöf frá Norðmönnum og læknir
var á staðnum til ársins 1942.
Þorpið lagðist í eyði nokkr-
um árum síðar, síðasti íbú-
inn kvaddi árið 1952,“ segir
Birna, sem býr á Bolungar-
vík yfir vetrartímann en
segist hlaða batteríin á
Hesteyri yfir sumartím-
ann. „Náttúrufegurðin
og kyrrðin gera það
að verkum að maður
snýr aftur úthvíldur
á líkama og sál.“
Til Hesteyrar
er e i ngö n g u
hægt að kom-
ast sjóleiðis,
frá Bolungarvík og frá Ísafirði,
á tímabilinu júní til ágústloka. Í
Læknishúsinu eru 16 gistirými og
ferðamenn hafa aðgang að eldunar-
aðstöðu. Flestir eru á leið í göngur.
Á heimasíðunni www.hesteyri.net
má finna upplýsingar um staðinn
og hvernig hægt er að bóka.
„Við höfum rekið Læknishúsið
sem gisti- og kaffihús í 13 ár. Byrj-
uðum rólega og ásókn hefur smám
saman aukist. Bátar koma hingað
þrisvar í viku og þá koma ferða-
menn hingað í kaffi eftir að hafa
gengið hring með leiðsögumanni.
Nýlunda er einnig að skemmti-
ferðaskip hafa komið hingað með
ferðamenn, það hafði maður ekki
séð fyrr en fyrir örfáum árum.“
En er aðaldraugahús bókarinn-
ar í alvörunni til? „Á Hesteyri er
ekkert hús í dag þar sem Yrsa stað-
setur húsið samkvæmt sögunni, en
hins vegar er þar gamall húsgrunn-
ur á svipuðum slóðum. Mér hefur
hins vegar verið sagt af amer-
ískum konum sem komu hing-
að fyrir nokkrum árum að
hér fyrir ofan ána sé mikil
álfabyggð,“ segir Birna.
juliam@
frettabladid.is
Ekki skynjað draugagang
Söguumhverfi einnar vinsælustu skáldsögu síðasta árs er þorpið Hesteyri á Vestfjörðum. Vert Læknis-
hússins, sem rekið er þar sem gistihús, hefur fengið nokkur símtöl þar sem spurt er um draugagang.
Læknishúsið á Hesteyri er vinsæll staður meðal göngufólks.
Birna Hjaltalín Pálsdóttir var hrifin af bók
Yrsu, Ég man þig, en Birna rekur gisti-
húsið sem kemur við sögu í bókinni.
í nýjustu bók Yrsu
Sigurðardóttur
kemur Hesteyri
mikið við
sögu.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki