Fréttablaðið - 09.02.2011, Blaðsíða 21
Suðrænar strendur með sól
og yl í bland við menningar-
borgir með ótal möguleikum
til afþreyingar eru í boði á
áfangastöðum Úrvals Útsýnar í
ár. Stærsta ávaxtakista Evrópu
og eini regnskógur álfunnar
eru og innan seilingar.
Eftir að hafa komið landsmönnum á
skíði í Alpana lítur Þorsteinn Guð-
jónsson, framkvæmdastjóri Úr-
vals Útsýnar, fram á vorið og sum-
arið og er inntur eftir nýjungum í
ferðaframboði. Hann nefnir fyrst
Orlando. „Það er svolítið nýtt fyrir
Íslendinga að fá pakkaferð til Flór-
ída. Þarna erum við með farar-
stjóra sem tekur
á móti fólkinu á
flugvellinum og
þaðan bjóðum
við upp á akst-
ur í gistinguna
sem bæði getur
verið á hótel-
um í miðbænum
eða í húsum utan
borgarinnar en
þá mælum við með að fólk hafi bíl
til að geta farið í búð að versla,“
lýsir hann.
Lloret de Mar er nýr áfangastað-
ur hjá Úrvali Útsýn. Sá tilheyrir
gullnu ströndinni Costa Brava við
Barcelona. „Staðurinn er þægi-
legur, frekar lítill og þar eru engin
risahótel,“ segir Þorsteinn. „Matar-
gerðarlistin er í hávegum og óvíða
fyrirfinnast fleiri Michelin-staðir.
Að hafa svo hina heillandi borg
Barcelóna í bakgarðinum býður
upp á mikla möguleika.“
Önnur nýjung er Almería á
Spáni, „falda perlan við Miðjarðar-
hafið,“ eins og Þorsteinn orðar það.
Ekki langt frá Costa del Sol. „Þetta
er gríðarlega skemmtilegt svæði
sem við bindum vonir við,“ segir
hann og nefnir að ávaxta- og græn-
metiskista Evrópu sé á svæðinu í
kring.
Tenerife er staður sem Íslend-
ingar kunna vel að meta að sögn
Þorsteins. „Þarna er svo jöfn veðr-
átta, hitinn kringum 30 gráðurnar
allt árið enda temprar golfstraum-
inn niður hitann á sumrin og hitar
upp á veturna. Maturinn er góður
og það er hellingur við að vera.“
Hæsta fjall Spánar með athyglis-
verðum þjóðgarði og eina regnskógi
í Evrópu er meðal þess sem setur
svip á Tenerife. „Þar er líka mikil
afþreying fyrir alla fjölskylduna,
vatnagarðar og fleira slíkt,“ segir
Þorsteinn og heldur áfram. „Svo
er gaman að kynnast andstæðum
eyjanna. Lansarote er eldfjalla-
eyja með eintómum vikri en ekki
tekur nema hálftíma að fljúga yfir
til Tenerife og þaðan eru bananar
fluttir út. Bara að keyra hringinn í
kringum Tenerife, sem er góð dags-
ferð, er frábær upplifun.“
Faldar og fjarlægar perlur
Þorsteinn er
framkvæmdastjóri
Úrvals Útsýnar.
Ekki er að efa að Tenerife er staður sem Íslendingar kunna vel að meta eins og Þorsteinn segir.
● Sala á ferðum í sólina fer
einstaklega vel af stað hjá
Úrvali Útsýn og mun meiri
eftirspurn er eftir þeim í ár
en í fyrra.
● Nýir áfangastaðir Úrvals Út-
sýnar á Spáni vekja athygli
landsmanna. Annar þeirra
er Almería í austurhluta
Andalúsíu. Þar eru heima-
menn í meirihluta og einn-
ig meðal gesta svo sérkenni
spænskrar menningar, hvít-
kölkuð hús, elskulegt fólk og
seiðandi flamenco-tónlist ein-
kenna staðinn.
● Annar nýr staður sem Úrval
Útsýn er með ferðir til í
sumar er Lloret de Mar á
Costa Brava ströndinni. Að-
eins tekur klukkustund að
fara með lest þaðan beint á
Römbluna í Barcelona svo
auðvelt er að sameina sólar-
og borgarferð.
● Tenerife er vinsælasti sólar-
áfangastaðurinn hjá Úrvali
Útsýn. Hitastigið á eyjunni er
28 til 32°C árið um kring.
● Apríl er yndislegur mánuður
í Orlando á Flórída. Hitinn
kringum 30 gráður og raka-
stigið við hæfi Íslendinga.
Pakkaferðir eru í boði þang-
að á vegum Úrvals Útsýnar.
Eftirtektarvert
Suður um höfin – að sólgylltri strönd.
MIÐVIKUDAGUR 9. FEBRÚAR 2011 | KYNNING
Áfangastaðir:
á mann m.v. 2 fullorðna.*
Eitt stærsta og mikilfenglegasta skemmtiferðaskip heims!
Nokkur sæti laus í þessa frábæru siglingu!
* Innifalið í verði ferðar. Flug til og frá Orlando.
Gisting á The Florida Mall Hotel í Orlando með morgunverð í
eina nótt. Skemmtisigling með fullu fæði og afþreyingu í 7 nætur.
Þjórfé um borð í skipinu. Allar ferðir milli flugvalla, hótels og skips
Ferðaskrifstofa
SKEMMTISIGLING: AUSTUR-KARÍBAHAF OG FLÓRÍDA 9.-17. APRÍL