Fréttablaðið - 09.02.2011, Qupperneq 34
22 9. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
BAKÞANKAR
Jóns
Sigurðar
Eyjólfssonar
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
Spænska sjónvarpið sýnir um þessar mundir þætti sem tileinkaðir eru aug-
lýsingum fyrr og nú. Það er afar athyglis-
vert að fylgjast með því hvernig Mammon
hefur verið tilbeðinn fyrr og nú.
AUGLÝSINGAR hafa breyst mikil ósköp á
síðustu áratugum. Tækninni hefur fleygt
fram en svo virðist sem markhópurinn sé
alltaf jafn hégómagjarn og vitlaus.
EIN AF þeim hugmyndum sem flestar
auglýsingar sá í karlakolli er sú að við
verðum svo voðalegir töffarar við það
að eignast hitt og þetta. Ef við kaupum
auglýsta vöru fáum við fallegustu
kærustuna og girndaraugu kvenna
fylgja okkur eins og hundur eiganda
sínum.
ÉG TRÚÐI þessari vitleysu lengi vel
og skipti þá engu þótt ég tæki
ekki eina einustu stúlku á löpp
í rándýra Boss-frakkanum
mínum.
ÉG ER ekki með það á
hreinu hvað ungum
drengjum er kennt
í lífsleikni en mikið
óskaplega held ég
að það gæti spar-
að þeim mikla orku og peninga ef þeim
væri sagt frá alvöru töffara strax á unga
aldri. Þessi alvöru töffari er náttúrlega
Díogenes frá Sínópu og það ætti helst að
segja frá fundi hans og Alexanders mikla
strax í lífsleikni 101.
ÞAÐ VILDI þannig til að Díogenes lá
í sólbaði þegar Alexander mikli kom í
fullum herklæðum, á rauðum dregli og
umkringdur undirlægjum til að hitta
heimspekinginn auðmjúka. Hann tekur
sér stöðu fyrir framan Díogenes sem lá
sólsleginn í moldinni. Alexander gerir
grein fyrir sér og spyr hvort hann geti nú
ekki gert eitthvað fyrir snauðan heim-
spekinginn. Díogenes lítur á hann og
segir; „Jú, þú getur það svo sannarlega.
Þú mátt taka eitt skref til hliðar.“ Þá átt-
aði Alexander sig á því að hann skyggði á
sólina. Ef þetta er ekki töffaraskapur þá
veit ég ekki hvað.
ÞVÍ MÁ svo bæta við að Díogenes var iðu-
lega klæddur í flík sem líktist einna helst
rúmlaki og hann bjó í tunnu sem stóð úti
á miðju torginu. Það hefur örugglega ein-
hver kapítalistinn komið því til leiðar að
Díogenesar er nú helst minnst fyrir heil-
kennið sem við hann er kennt en sá sem
þjáist af því safnar rusli. Það er að segja
rusli sem ekki þarf að borga fyrir.
Dæmi um alvöru töffara
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
LÁRÉTT
2. sælgæti, 6. guð, 8. mjöl, 9. loga,
11. leita að, 12. óbundið mál, 14.
urga, 16. klafi, 17. til viðbótar, 18.
málmur, 20. tveir eins, 21. hófdýr.
LÓÐRÉTT
1. trappa, 3. kringum, 4. græðgi, 5.
skáhalli, 7. sambandsríkis, 10. dolla,
13. atvikast, 15. sál, 16. pota, 19.
ónefndur.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. buff, 6. ra, 8. mél, 9. eld,
11. gá, 12. prósi, 14. ískra, 16. ok, 17.
enn, 18. tin, 20. dd, 21. asni.
LÓÐRÉTT: 1. þrep, 3. um, 4. fégirnd,
5. flá, 7. alríkis, 10. dós, 13. ske, 15.
andi, 16. ota, 19. nn.
Einkennin benda til
þess að þú sért með
XXIV tíma vírus. Taktu
II verkjatöflur á VI tíma
fresti og komdu svo
aftur til mín eftir III
daga.
Sjáumst í kvöld,
Kjartan! „Snáka-
temjarinn“ á að
vera mjög spenn-
andi svo ég gæti
þurft hönd til að
halda í!
Ég býð
mig
fram,
Vitta!
Flott pía!
Leiðinlegt að
hafa látið þig
líta illa út.
Allt í góðu.
Mig langaði
hvort er
eð ekki að
sjá þessa
mynd!
Þannig
að þú ert
rólegur
yfir þessu?
Engin
sárindi?
Nei, rólegur
maður! Vitta er
fín stelpa en ég
er ekki spennt-
ur fyrir henni
þannig! Þar að
auki ætla ég að
gera annað í
kvöld.
Ég skil svo sem alveg
að þú viljir halda í
æskuna...
... en ég held ekki
að ljós brúnar
leðurbuxur séu
rétta leiðin til
þess.
VÓ MAÐUR! HVAÐ
VORU MÖRG NAUT
DREPIN FYRIR
ÞESSAR??
ÞAÐ SEM ÞÚ SÉRÐ EFTIR AÐ HAFA SAGT UM LEIÐ OG ÞÚ MISSIR ÞAÐ ÚT ÚR ÞÉR
Jújú, þið megið alveg fá
ykkur bláberjasósuna!
Leigðu þér nýja
teiknimynd í Sjónvarpi
Símans og fáðu aðra
mynd á 0 kr. í dag.
Magnaðir
miðvikudagar!
Hreyfast
þessir ekki?
Nánar
á s
imi
nn
.is
Auglýsing um starfsleyfistillögur
Dagana 8. febrúar til 9. mars 2011 mun starfsleyfistillögur fyrir neðan-
skráða starfsemi, ásamt tilheyrandi starfsreglum, skv. 1. málsgr. 9. gr.
reglugerðar nr. 785/1999, með síðari breytingum, liggja frammi á skrif-
stofu heilbrigðiseftirlits að Garðatogi 7, Garðabæ og í þjónustuverum
viðkomandi bæjarfélaga, að Strandgötu 6 í Hafnarfirði, að Garðatorgi
7 í Garðabæ og að Fannborg 2 í Kópavogi. Gögn má einnig nálgast á
heimasíðu heilbrigðiseftirlitsins, http://www.heilbrigdiseftirlit.is
Hafnarfjörður
Nafn Starfsemi Staðsetning
Kvartmíluklúbburinn Akstursíþróttabraut Reykjanesbraut 22,
Akstursíþróttafélag
Hafnarfjarðar Akstursíþróttabraut V. Krýsuvíkurveg,
Skotíþróttafélag
Hafnarfjarðar Skotíþróttastarfsemi Iðavellir,
Blendi ehf. Endurnýting úrgangs Íshella 5,
Granít og legsteinar ehf. Steinsmiðja Gjótuhraun 8,
Hraunsteinar. Vinnsla jarðefna Óbrinnishólar,
Garðabær
Nafn Starfsemi Staðsetning
Fjölráð ehf Brennsluofn Lyngás 13,
Málmsteypa
Þorgríms Jónssonar ehf. Málmsteypa Miðhraun 6,
Kópavogur
Nafn Starfsemi Staðsetning
Bragi Sigurjónsson Geymsla og flokkun
jarðefna V. Suðurlandsveg.
Rétt til athugasemda hafa eftirtaldir aðilar:
1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfs
menn tengdrar eða nálægrar starfsemi.
2. Íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum
vegna mengunar.
3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar.
Skriflegar athugasemdir skal senda til heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar-
og Kópavogssvæðis, pósthólf 329, 212 Garðabær. Frestur til að gera
athugasemdir er til 9. mars 2011.
Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis