Fréttablaðið - 09.02.2011, Side 38
26 9. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
folk@frettabladid.is
Tónlist ★★★
Fall
Rúnar Þórisson
Metnaðarfullt
og margslungið
Rúnar Þórisson er sennilega
þekktastur sem gítarleikari
hljómsveitarinnar Grafíkur,
þó að hann hafi komið víða
við og verið virkur bæði sem
rafmagns- og kassagítar-
leikari um árabil. Rúnar
sendi frá sér fína sólóplötu,
Ósögð orð og ekkert meir,
árið 2005 og í vetrar byrjun
kom Fall. Rúnar samdi
öll lögin, útsetti þau og
stjórnaði upptökum og sá
að auki um hljóðfæraleik
að stærstum hluta, en kallaði
til aðra hljóðfæraleikara og söngvara eins og þurfa þótti. Arnar Þór
Gíslason trommuleikari og bassaleikararnir Jakob Smári Magnússon og
Gunnar Hrafnsson koma við sögu og söngvararnir Hjörvar Hjörleifsson
og Gísli Kristjánsson. Þá syngja Eliza Numan og Lára og Margrét Rúnars-
dætur bakraddir meðal annarra. Auk þess eru blásarar og strengjasveit í
nokkrum lögum.
Mikill metnaður og natni einkennir Fall. Tónlistin er útpæld og minnir
á þróað og framsækið popp áttunda og níunda áratugarins. Sums staðar
má heyra áhrif frá djassrokkbræðing. Lagasmíðarnar eru ekkert mjög
flóknar, en þeim mun meira er lagt í útsetningarnar. Lögin eru misgóð, en
þau bestu, t.d. When I Was, My Life, Stand Up og All I‘m After eru afbragð.
Upphafs lagið Time, sem er án texta, er líka frábært. Það einkennist af
flottum stíganda og skemmtilegum hljóðheimi. Mitt uppáhaldslag á
plötunni.
Á heildina litið er þetta fín plata sem sýnir að Rúnar fer sínar eigin leiðir
í tónlistarsköpuninni. Aðdáendur metnaðarfullrar popptónlistar ættu að
leggja við hlustir. Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Gítarleikarinn úr Grafík með vandaða og útpælda sólóplötu.
270
Sin Fang rennir sér um á
hjólabretti með heklað skegg
í sínu nýjasta tónlistar-
myndbandi. Fjölskylda
hans hefur veitt honum
dygga aðstoð undanfarið.
Tónlistarmaðurinn Sin Fang,
eða Sindri úr Seabear, rennir sér
um á hjólabretti með heklað, hvítt
skegg í nýju myndbandi við lagið
Because of the Blood. Það er fyrsta
smáskífulagið af annarri sólóplötu
hans, Summer Echoes, sem kemur
út hér heima og erlendis 15. mars
á vegum Kimi Records og þýsku
útgáfunnar Morr Music.
„Þetta er hugmynd sem ég og
bróðir minn unnum saman. Hann
gerði vídeóið og mamma og kær-
astan mín gerðu skeggið,“ segir
Sindri, sem er líka með skeggið
á umslagi plötunnar. „Þær hafa
verið að búa til blúndukraga
fyrir konur og okkur datt í hug
að gera svona skegg. Ég var
með litað skegg á fyrstu plöt-
unni sem ég bjó til úr pappa. Þá
var „koverið“ litríkt en þetta er
meira hvítt og einfaldara.“
Af hverju safnarðu ekki
bara eigin skeggi? „Það
er alveg á mörkunum
að ég geti það. Kannski geri
ég þetta bara af því að ég
er með svo lélega skegg-
rót,“ segir Sindri léttur.
Bróðir hans, Máni,
hefur áður gert myndbönd
fyrir Seabear, Sóleyju
Stefánsdóttur úr Seabear
og Snorra Helgason.
Sindra finnst gott
að vinna með
honum. „Við
erum með mjög
svipaða fagur-
fræði.“
Sindri er gam-
all hjólabretta-
kappi en hefur lítið komið nálægt
íþróttinni undanfarin ár, eða síðan
hann fór í þriðja sinn úr olnbogalið
eftir að hafa dottið á hausinn. „Ég
hef alveg stigið á hjólabretti síðan
en ekkert alvarlega. Ég horfi líka
á hjólabrettamyndir og lag af fyrri
plötunni minni var í hjólabretta-
mynd um daginn.“
Næsta myndband hans verður
lagið Two Boys og því leikstýrði
kærastan hans sem heitir Ingi-
björg Birgisdóttir. Hún hannaði
líka umslag nýju plötunnar, auk
þess sem pabbi Sindra tók ljós-
myndarnar í umslaginu.
freyr@frettabladid.is
Fjölskyldan með Sin Fang
SKEGGJAÐUR Tónlistar-
maðurinn Sin Fang er
með heklað, hvítt skegg í
sínu nýjasta myndbandi.
SIN FANG Sin Fang, öðru nafni Sindri Már Sigfússon, gefur út sína aðra sólóplötu í
næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
METRAR VERÐA AÐ SKILJA AÐ Mark Zuckerberg,
stofnanda Facebook, og eltihrellinn Pradeep Manukonda.
Hann er búinn að fá á hana nálgunarbann eftir að hún elti
hann á Facebook og í raunveruleikanum.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
5
2
3
2
Þú færð meira hjá
Pssst! færðu Netið í símanumá 0 kr. í dag.
Ef þú ert með
GSM hjá Símanum
100 MB innan dagsins. Gildir ekki erlendis.
Þá getur þú t.d. skoðað m.visir.is
4000 sinnum í símanum.
Þú getur sótt forrit
til að skanna kóðann
á t.d. Android Market.
Skannaðu og þú
gætir unnið!
getur þú fengið magnaðan
síma með 40% afslætti í dag.
Panasonic 8012 er frábær stafrænn
sími með auka handtæki.
Ef þú ert með
heimasíma hjá Símanum
Skannaðu hérna
til að sækja
B
arcode Scanner