Fréttablaðið - 09.02.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.02.2011, Blaðsíða 18
 9. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR18 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Okkur hefur lengi fundist skorta tengingu við þessa einu alíslensku hefð og ákváðum að bæta úr því,“ segir Steinunn Þorvaldsdóttir, sem ásamt Ragnhildi Gísla- dóttur hefur sent frá sér geisladiskinn Þorralögin, sem inniheldur fjögur ný lög eftir Ragnhildi við texta Stein- unnar. „Við sendum frá okkur bókina Velkominn þorri í fyrra,“ segir Steinunn, „og nú kemur diskurinn sem við- bót við þorrastemninguna.“ Þær Steinunn og Ragnhildur ganga reyndar skrefinu lengra en flestir í þorra- fögnuðinum því þær hafa hannað ýmislegt þorraskraut sem þær skreyta hús sín með hátt og lágt. „Við vildum bjóða þorranum inn til okkar,“ segir Steinunn. Lögin á diskinum eru fyrstu sérsömdu þorralögin sem vitað er um, því textar sem tengjast þorranum hafa yfirleitt verið samdir við alþekkt lög sem auðvelt er að fá fólk til að taka þátt í að syngja á þorrablótum. Ragnhildur segir lögin á diskinum líka vera hugsuð til fjöldasöngs og þau séu þannig í laginu að flestallir ættu að geta sungið þau með smáæfingu. „Laglínan er einföld, ekki nema fjögur grip og ætti að vera auðvelt fyrir hvaða gítarleikara sem er að læra. Það er reyndar aðeins haldið í fimmundarhefðirnar gömlu og migið utan í íslensku þjóðlögin, en þessi fjögur lög eru mismunandi og reyna að fylgja efni textans í hverju lagi fyrir sig.“ Fyrsta lagið á diskinum ber heitið „Velkominn þorri“ en það byggir á þeirri hefð sem tíðkaðist hér áður fyrr að húsfreyja færi út kvöldið fyrir bóndadag og biðlaði til þorra um að vera ekki of grimmur. Því næst er lag um hið stórskemmtilega og furðulega „Bóndadagshopp“ en sagan segir að húsbændur hafi haft þann sið að fara fyrstir á fætur að morgni fyrsta dags í þorra og hoppa kringum húsið í annarri buxnaskálminni. Þriðja lagið er óður til nútímaþorrablóta þar sem farið er að bera á „grænmetisgikkjum“ og öðrum skringileg- heitum á fyrri tíma mælikvarða. Að lokum er svo lagið „Þorrinn er kominn“ þar sem vetrarvætturinn mætir á svæðið, en það tíðkaðist á þorrablótum að einhver færi í gervi þorra og héldi haldgóða ræðu. Textinn byggist á lýsingu sem þær stöllur fundu í þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins þar sem þorra- búningnum er lýst í smáatriðum. Í bókinni Velkominn þorri er að finna nótur og texta að tveimur laganna og Ragnhildur segist gera ráð fyrir því að hin lögin tvö verði aðgengileg fljótlega á sama formi, á netinu eða annars staðar. Flytjendur ásamt Ragnhildi eru tónlistarmennirnir Sigurður Guðmundsson, Helgi Svavar Helgason, Ómar Guðjónsson, Davíð Þór Jónsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson. Ragnhildur segir aldrei að vita nema þau troði upp saman í tilefni útkomunnar, en það sé þó ekki frágengið. fridrikab@frettabladid.is VELKOMINN ÞORRI: DISKUR MEÐ NÝJUM ÍSLENSKUM ÞORRALÖGUM KEMUR ÚT Í DAG Bóndadagshopp, vetrarvætt- ur, bænir og grænmetisgikkir ÞORRAVINKONUR Ragnhildur Gísladóttir og Steinunn Þorvaldsdóttir eru miklar áhugamanneskjur um þorrann og hafa hannað sérstakt þorraskraut til viðbótar við geisladisk og bók. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Merkisatburðir 9. febrúar 1827 Kambsránið. Brotist er inn og peningum rænt á Kambi í flóa. Ránsmennirnir eru síðan handteknir og dæmdir að loknum umfangsmiklum réttarhöldum. 1832 Baldvin Einarsson lögfræðingur deyr, 31 árs að aldri. Hann gaf út ársritið Ármann á Alþingi. Í erfiljóði um hann segir Bjarni Thorarensen: „Ísalands óhamingju verður allt að vopni!“ 1946 Maður hrapar í djúpa gjá í Aðaldalshrauni í Þingeyjarsýslu. Hann finnst eftir þrjá daga „heill og hress“. 1959 Togarinn Júlí frá Hafnarfirði ferst við Nýfundnaland og með honum þrjátíu manns. 1984 Iðnaðarbankaránið. Maður með lambhúshettu rænir á fjórða hundrað þúsund krónum í útibúi Iðnaðarbankans í Breiðholti að starfsfólki viðstöddu. Málið upplýsist ekki. Bítlarnir komu í fyrsta sinn fram í skemmti- þætti Eds Sullivan á CBS-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum hinn 9. febrúar 1964. Sjötíu og þrjár milljónir áhorfenda fylgdust með þættinum, sem þá var met í bandarísku sjónvarpsáhorfi, og hefur hann síðan verið álitinn marka tímamót í sögu popptónlistar vestra sem upphaf bresku innrásarinnar í tónlist. Áhorfendur í sjónvarpssal voru aðallega ungar stúlkur sem slepptu sér gjörsamlega, veinuðu og grétu á meðan goðin fluttu lögin „All My Loving“, „Till There Was You“ og „She Loves You“. Nöfn þeirra birtust á skjánum með nærmyndum af andlitunum og Sullivan skaut að hinni frægu setningu: „Mér þykir það leitt stelpur, en hann er giftur“, þegar John var kynntur til sögunnar. Seinna í þættinum komu Bítlarnir aftur á svið og fluttu þá lögin „I Saw Her Standing There“ og „I Want to Hold Your Hand“. Heimild: wikipedia.org ÞETTA GERÐIST: 9. FEBRÚAR 1964 Bítlarnir hjá Ed Sullivan 67 ALICE WALKER RITHÖFUNDUR er 67 ára. „Enginn er eins valdamikill og við teljum hann vera.“ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma Aðalheiður Samsonardóttir Hofteigi 18 Reykjavík, lést 4. febrúar síðastliðinn. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 14. febrúar kl. 15.00. Hörður Sigurjónsson Haraldur Heimir Harðarson Samson Bjarnar Harðarson Sigurjón Harðarson og fjölskyldur Móðursystir okkar og mágkona, Þorbjörg Andrésdóttir Bólstaðarhlíð 44, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir 31. janúar síðast- liðinn, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 10. febrúar kl. 13.00. Andrés Svavarsson Kristín Svava Svavarsdóttir Guðni Birgir Svavarsson Rannveig Beiter Svavar Guðnason og fjölskyldur MOSAIK Óp-hópurinn verður með tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld klukkan 18 þar sem flutt verða atriði úr þekktum óperum. Hópurinn samanstendur af sjö söngvurum sem hafa haslað sér völl í íslensku tónlistarlífi með nærri tuttugu tónleikum á aðeins einu og hálfu ári. Á tónleikunum leitast hópurinn við að færa tónleikaformið eins nærri óperuforminu og auðið er með leikrænum flutningi atriða úr óperum. Efnisskrá tónleikanna samanstendur af atriðum úr óperum eftir Mozart, atriðum úr Carmen eftir Bizet, Normu eftir Bellini, Spaðadrottningunni eftir Tsjaíkovsky, La Favorita eftir Donizetti og úr Porgy og Bess eftur Gershwin. Tónleikarnir hefjast eins og áður sagði klukkan 18 og standa í um það bil klukkustund án hlés. Miðaverð er 1.500 krónur. Óp-hópurinn í Salnum í kvöld ÓPERUTÓNLEIKAR Óp-hópurinn er skipaður sjö söngvurum sem hafa haslað sér völl í íslensku tónlistarlífi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.