Fréttablaðið - 09.02.2011, Síða 12
12 9. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR
Þú getur leitað ca. 4000
sinnum á google.is á
Netinu í símanum fyrir 0 kr.
í dag ef þú ert hjá Símanum.
Magnaðir miðvikudagar!
Pssst!
*Notk
un á
Ísl
an
di,
10
0
M
B
in
na
n
da
gs
in
s.
N
án
ar
á
s
im
in
n.
is
VIÐSKIPTI Hundrað sextíu og þrjú verk
voru boðin upp á listaverkauppboði Gall-
erís Foldar sem fram fór á mánudag- og
þriðjudagskvöld.
Að sögn Jóhanns Ágústs Hansen, list-
munasala hjá Gallerí Fold, seldust mörg
verk á eða yfir matsverði á fyrri hluta
uppboðsins. Til dæmis hafi málverkið
„Eyjafjallajökull séður frá Vestmanna-
eyjum“ eftir Ásgrím Jónsson, sem hann
málaði í heimsókn sinni til Vestmannaeyja
árið 1905, verið selt á tæplega 5,2 milljón-
ir króna með uppboðsgjöldum. Söluverð-
ið er töluvert yfir matsverði verksins sem
var þrjár til þrjár og hálf milljón króna.
Þá kemur fram að selst hafi verk eftir
Kristínu Jónsdóttur á 1,2 milljónir króna
sem sé matsverð og verk eftir Jóhannes
S. Kjarval á tæplega 2,2 milljónir króna,
rétt yfir matsverði.
„Fjöldi annarra verka seldist einnig
yfir matsverði og má þar nefna verk eftir
listamennina Steingrím Eyfjörð, Karólínu
Lárusdóttur, Valtý Pétursson og Jóhannes
Jóhannesson.“
Á vef Gallerís Foldar má sjá að af verk-
unum 84 sem boðin voru upp á fyrri hluta
uppboðsins seldust 53 undir matsverði (án
þess að gert sé ráð fyrir uppboðsgjöldum).
- óká
HJÁ GALLERÍ FOLD Húsfyllir var á fyrri hluta uppboðs Gallerís Foldar
sem fram fór á mánudagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Fjöldi listaverka á stóru uppboði Gallerís Foldar seldist á verði langt yfir mati sérfræðinga:
Eyjafjallajökull Ásgríms á 5,2 milljónir
DÓMSMÁL Valtýr Sigurðsson ríkis-
saksóknari ætlar að láta af störf-
um 1. apríl.
„Þegar menn
eru löngu
komnir á eftir-
laun hljóta þeir
að hafa mjög
gaman af vinn-
unni til þess að
halda áfram,“
segir hann.
Hann segir
þetta þó ekki
að öllu leyti eiga við sig, því hann
hafi haft mjög gaman af þeim
verkefnum sem hann hafi fengist
við og sé þakklátur fyrir þau.
Spurður hvað hann hyggist taka
sér fyrir hendur kveðst hann ætla
að ljúka núverandi starfi og sjá
svo til. - jss
Ríkissaksóknari hættir:
Valtýr lætur af
störfum 1. apríl
VALTÝR
SIGURÐSSON
PALESTÍNA, AP Palestínustjórn
skýrði frá því að kosningar verði
haldnar, bæði á Vesturbakkan-
um og á Gasaströnd, hinn 9. júlí í
sumar. Stjórn Hamas-samtakanna
á Gasa segir að Palestínustjórnin
í Ramallah hafi engan rétt til að
efna til þessara kosninga.
Kosningar hafa ekki verið
haldnar á herteknu svæðunum
síðan 2006, þegar Hamas vann
yfirburðasigur. Ágreiningur milli
Hamas og Fatah, tveggja helstu
hreyfinga Palestínumanna, varð
til þess að Hamas-samtökin hrökt-
ust frá völdum á Vesturbakkanum
en tóku sér jafnframt öll völd á
Gaza árið 2007.
Fréttaskýrendur telja sumir
hverjir að atburðirnir í Egypta-
landi og víðar í arabaheiminum
hafi ýtt á það, að Palestínustjórn
boðar til kosninga nú frekar en
að hætta á að almenningur knýi
fram kosningar með fjöldamót-
mælum.
Mahmoud Abbas, forseti Palest-
ínustjórnar, frestaði sveitarstjórn-
arkosningum á Vesturbakkanum
á síðasta ári þegar ljóst þótti að
Hamas myndi vinna sigur.
Sáttaviðræður milli Hamas og
Fatah, sem Egyptar hafa haft
milligöngu um, hafa til þessa ekki
skilað árangri.
Fjögurra ára kjörtímabil Abbas
rann út árið 2009 og kjörtímabil
Palestínuþings rann út á síðasta
ári. - gb
Palestínustjórn boðar til kosninga á Vesturbakkanum og Gasasvæðinu:
Hamas hafnar kosningunum
Ellefu árásir um helgina
Ellefu líkamsárásir voru tilkynntar til
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
um helgina. Átta þeirra áttu sér stað
í miðborginni en hinar í úthverfum
borgarinnar. Að sögn lögreglu voru
líkamsárásirnar að mestu pústrar en í
einu tilviki nef- og kinnbeinsbrotnaði
maður í slagsmálum.
Hross aflífað eftir árekstur
Aflífa varð hross eftir að ekið hafði
verið á það á Landeyjavegi á sunnu-
dagskvöldið síðastliðið. Ekki urðu slys
á fólki. Fjöldi tilkynninga um lausa-
göngu dýra, hrossa og nautgripa kom
inn til lögreglu á Hvolsvelli í vikunni.
Innbrot í gullbúð upplýst
Lögreglan í Vestmannaeyjum greindi
frá því í gær að innbrot í Gullbúðina
væri upplýst. Brotist var inn í
verslunina að morgni gamlársdags.
Verðmæti þýfisins nam hundruðum
þúsunda króna en lögreglu mun hafa
endurheimt það að mestu.
LÖGREGLUFRÉTTIR
MENNTAMÁL Fulltrúar í mennta-
ráði Reykjavíkurborgar hafa
ekki verið hafðir nægilega með
í ráðum í yfirstandandi vinnu
varðandi sameiningar eða sam-
rekstur innan skólastarfs borgar-
innar.
Þetta segir Líf Magneudóttir,
fulltrúi Vinstri grænna (VG) í
menntaráði. „Þau skipuðu starfs-
hópinn um sameiningar í nóv-
ember og nú hafa skólastjórn-
endur fengið bréf um að þeirra
skóli verði mögulega sameinaður
öðrum, en það hefur aldrei komið
inn á borð menntaráðs. Tal um
þverpólitíska sátt í menntaráði í
þessum málum er þess vegna ekki
rétt. Þessi vinnubrögð meirihlut-
ans finnast mér ámælisverð.“
Fyrir helgi óskaði Líf eftir því
að fá að sjá öll bréfaskipti í mál-
inu og lista yfir þá skóla og leik-
skóla sem rætt hefur verið um að
sameina.
„Þau svör sem við höfum feng-
ið frá Oddnýju [Sturludóttur, for-
manni menntaráðs] eru að málið
sé á viðkvæmu stigi og að ekkert
hafi enn verið ákveðið.“
Líf segir VG hafa lýst yfir
óánægju vegna væntanlegs niður-
skurðar í menntamálum á meðan
heimild til útsvarshækkunar
væri ekki fullnýtt í Reykjavík.
Þegar sé búið að ganga á þjón-
ustu við börn og nú eigi enn eftir
að ganga lengra.
„Við erum ekki á móti sam-
einingum sem slíkum, ef það er
vænsti kosturinn og faglegur
ávinningur hlýst af. Það er hins
vegar ekki það sem býr hér að
baki að okkar mati. Ég sé ekki að
það sem á að sparast sé forsvaran-
legt með þeim aðgerðum sem nú
eru í farvatninu.“
Samtök foreldra barna í grunn-
og leikskólum borgarinnar, SAM-
FOK og Börnin okkar, taka undir
gagnrýni Lífar, en Oddný segir
verkið vera á áætlun.
„Borgarráð skipaði starfs hópinn
til að vinna þessa vinnu og nú fær
menntaráð yfirlit yfir málið, á eðli-
legum tíma. Við höfum átt samtal
við foreldra á hverfa fundum og í
rýnihópum og allt í allt hafa því
um 600 starfsmenn og foreldrar
komið að málinu.“
Oddný bætir því við að þrír
borgarfulltrúar eigi sæti í starfs-
hópnum, en VG hafi ekki lagt sig
eftir því að taka þátt.
„VG var velkomið að taka þátt
í þessari vinnu frá upphafi. Það
hefði verið ákjósanlegast ef allir
flokkar hefðu komið að og mótað
þetta verkefni í sameiningu.“
Málið verður einnig tekið fyrir í
borgarráði og á fundi með stjórn-
endum á morgun.
„Það hafa engar ákvarðanir
verið teknar. Á næstunni er svo
enn meira samtal og greining.“
thorgils@frettabladid.is
Krefjast samráðs um
sameiningaráform
Fulltrúi Vinstri grænna í menntaráði kvartar yfir skorti á samráði. Vill sjá
bréfaskipti við skólastjórnendur. Fulltrúar foreldra taka undir gagnrýnina. For-
maður menntaráðs segir málið fara fyrir menntaráð í dag, á eðlilegum tíma.
SKÓLASTARF Fulltrúar í menntaráði í Reykjavík eru óánægðir með upplýsingaflæði
varðandi fyrirhugaðar skipulagsbreytingar í skólamálum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MAHMOUD ABBAS Kjörtímabil forseta
Palestínustjórnar rann út árið 2009.
NORDICPHOTOS/AFP
TRÚARLEGT BAÐ Þessi sikki brá sér
í bað skammt frá Amritsar á Ind-
landi í tilefni af trúarhátíðini Basant
Panchami, sem haldin er þegar vetri
lýkur. NORDICPHOTOS/AFP