Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.02.2011, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 09.02.2011, Qupperneq 39
MIÐVIKUDAGUR 9. febrúar 2011 27 Breska leikkonan Helen Mirren, sem er gift leikstjóranum Taylor Hackford, var með Frakkland á heilanum þegar hún var yngri. „Ég var algjör Frakklands fíkill og mér fannst allt sem var franskt vera ótrúlega flott. Mig dauð- langaði líka í franskan kærasta og það tókst mér,“ sagði Mirren, sem er 65 ára. „Þökk sé netinu þá gúgglaði ég hann og sendi honum tölvupóst og innan sólarhrings vorum við aftur komin í samband fjörutíu árum síðar.“ Fann gamla kærastann HELEN MIRREN Breska leikkonan gúgglaði gamla kærastann sinn sem hún átti fyrir fjörutíu árum. Partídaman París Hilton er farin að taka hrikalega á því í ræktinni og hefur auk þess tekið mataræðið í gegn eftir hvatningu frá kærastanum, Cy Waits. París, sem er 29 ára, neytir 3.500 kaloría á dag til að eiga næga orku fyrir öll átökin. „París hefur alltaf verið í megrun til að halda vextinum sínum. En síðan hún kynntist Cy er hún heltekin af líkams rækt,“ segir vinur Parísar. París lyftir nú lóðum af miklum móð, æfir bekkpressu og hleypur á ströndinni með kærastanum. Ávinningurinn er að hún þykir líta betur út en nokkru sinni fyrr en það er líka óvæntur bónus sem fylgir. „París hefur alltaf elskað skyndibita og nú getur hún leyft sér að láta undan löngunum sínum inni á milli,“ sagði vinkona hennar. París farin að lyfta NÝTT LÍF Hótelerfinginn París Hilton tekur nú daglega á því í ræktinni með kærastanum sínum. Hún þykir aldrei hafa litið betur út. NORDICPHOTOS/GETTY Sálfræðingur leikarans Jesse Eisenberg hefur skipað honum að horfa aftur á sínar eigin kvik- myndir því hann þurfi að bera virðingu fyrir starfi sínu. Eisenberg var nýlega tilnefnd- ur til Óskarsins fyrir hlutverk sitt í The Social Network. Hann þolir ekki að horfa á sjálfan sig leika og finnst hann alveg ómögulegur á hvíta tjaldinu. Þessu vill sálfræð- ingurinn breyta. Eisenberg á einn- ig erfitt með að taka hrósi fyrir frammistöðu sína. „Því fleiri sem segja góða hluti um mig þeim mun meira finnst mér það vera algjört rugl,“ sagði hann. Eisenberg skipað að horfa á eigin myndir JESSE EISENBERG Leikaranum hefur verið skipað að horfa aftur á eigin kvikmyndir. getur þú leigt nýja mynd og fengið aðra á 0 kr. í dag. Nýjar myndir eru merktar með stjörnu. Það er siminn.is Magnaðir miðvikudagar í febrúar! Símanum Ef þú ert með Sjónvarp Símans Ertu ekki örugglega hjá Símanum? Pssst! SkjárBíó næst ekki á einstaka svæðum á landsbyggðinni getur þú hlustað á Bestu lögin í tölvunni fyrir 0 kr. í dag. Þú finnur Bestu lögin á bestulogin.siminn.is. Yfir 80 lagalistar fyrir hvert tilefni. Ef þú ert með Internet hjá Símanum Greidd eru mánaðargjöld skv. verðskrá, nánar á siminn.is Vefverðlaun BESTI AFÞREYINGAR- VEFURINN BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík. Vættaborgir 15-25 og 27-35 Tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags Borgarhverfis A vegna lóðanna nr. 15-25 og 27-35, við Vættaborgir. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni um 40 m² en byggingarreitir haldast óbreyttir. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 9. febrúar 2011 til og með 23. mars 2011. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 23. mars 2011. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 9. febrúar 2010 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.