Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.02.2011, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 09.02.2011, Qupperneq 42
 9. febrúar 2011 MIÐVIKUDAGUR30 sport@frettabladid.is SVERRE JAKOBSSON fékk ekki sigur í 34 ára afmælisgjöf þegar lið hans Grosswallstadt tapaði með 6 marka mun á heimavelli á móti Magdeburg, 25-31, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. Sverre spilaði allan leikinn i vörnini og fékk tvo brottrekstra frá bræðrunum Bernd Methe og Reiner Methe en kláraði seinni hálfleikinn án þess að fá tveggja mínútna brottvísun. AKUREYRARBÆR Deiliskipulag. Hlíðarfjall, skíðasvæði við Akureyri Tillaga að deiliskipulagi Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 41. gr. skipu- lagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi ásamt umhverfi sskýrslu skv. 7. gr. laga um umhverfi smat áætlana nr. 105/2006. Deiliskipulagið nær til skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir nýjum skíðalyftum, þjónustumiðstöð, gistiskálum og hótelum. Nýjar skíðaleiðir eru skilgreindar og gert ráð fyrir nýju vatnssöfnunar- lóni til snjóframleiðslu. Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í þjónustuand- dyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð og hjá Skipulagsstofnun frá 9. febrúar til 23. mars 2011, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarkaupstaðar: www.akureyri.is undir: Stjórnkerfi ð / Skipulags- og byggingarmál / Auglýstar skipulagstillögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16.00 miðvikudaginn 23. mars 2011 og skal athugasemdum skilað skrifl ega til Skipulagsdeildar Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 9. febrúar 2011 Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar Ef þú ert með Netið í símanum getur þú fylgst með íþróttum á 0 kr. í dag. Magnaðir miðvikudagar! Pssst! *N otkun á Íslandi, 100 MB innan dagsins. Nánar á sim inn. is KÖRFUBOLTI Haukur Helgi Páls- son, 18 ára Fjölnisstrákur, komst að hjá einu þekktasta körfubolta- skólaliði Bandaríkjanna og er nú á fullu á sínu fyrsta tímabili með Maryland-skólanum. Hauk- ur Páll er með 2,4 stig og 2,0 frá- köst á meðaltali á 9,0 mínútum í 22 leikjum en hann hefur komið við sögu í öllum leikjunum nema einum og hefur fengið fleiri og fleiri tækifæri eftir því sem liðið hefur á veturinn. „Mér líst bara vel á þetta. Mín- úturnar eru að fara upp og þetta er allt að koma,“ segir Hauk- ur. Það er þekkt í bandaríska háskólaboltanum að nýliðarnir fá oft lítið að vera með á fyrsta vetrinum. „Ég tók mig bara til og fór að æfa enn meira og enn ákafar. Ég fór á aukaæfingar með þjálfurun- um og þar sáu þeir að maður vildi þetta alveg og í framhaldinu fóru mínúturnar upp,“ segir Haukur. „Ég vissi þegar ég kom hing- að að ég myndi ekki fá að spila eins mikið og ég vildi. Þetta eru samt viðbrigði því ég er vanur að spila 30 mínútur í leik. Ég reyni að nýta þær mínútur sem ég fæ sem best því ef ég geri það fæ ég alltaf fleiri og fleiri mínútur,“ segir Haukur sem fékk 17 mín- útur í síðasta leik á móti Wake Forrest þar sem hann var með 9 stig, 3 fráköst, 1 stoðsendingu og 1 stolinn bolta. Þjálfari liðsins Gary Williams er mjög hrifinn af hugarfari og vinnusemi stráksins. „Vanalega er mitt hlutverk að koma inn á og reyna að rífa menn upp ef við erum orðnir eitthvað flatir. Þá reyni ég að koma með orku inn í okkar lið. Ég finn traust frá þjálfaranum. Hann er svona þjálfari sem er hrifinn af leik- mönnum sem leggja hart að sér og vita hvernig á að spila körfu- bolta,“ segir Haukur en Williams er búinn að þjálfa Maryland-liðið í 22 ár. „Einn strákurinn í liðinu sagði að eini maðurinn sem hræddi hann væri þjálfarinn okkar. Hann er grimmur en samt sann- gjarn. Mér finnst að allir þjálfar- ar eigi að vera svoleiðis, strang- ir en samt sanngjarnir. Ef maður er að gera eitthvað rétt hrósar hann manni en ef maður er að gera eitthvað vitlaust segir hann manni það og tekur mann útaf,“ segir Haukur. Haukur segist hafa fengið skemmtileg viðbrögð frá þjálf- aranum þegar blæddi úr honum í fyrsta leik ársins 2011 á móti Colgate. „Ég man eftir því að þegar ég fékk skurð á hausinn spurði hann mig hvort það væri ekki allt í lagi. Ég sagði bara jú og svo fór hann bara að brosa og þótti mikils til þess koma að ég væri til í að spila áfram þótt það blæddi aðeins,“ segir Haukur, en hann sér líka framfarir hjá sér. „Ég er orðinn betri varnar- maður og ég er líka orðinn sneggri og hoppa hærra. Mér finnst ég vera búinn að bæta mig mest líkamlega og þá sérstak- lega varnarlega. Svo finnst mér ég líka vera orðinn aðeins betri skotmaður,“ segir Haukur. Haukur þarf oft að eiga við menn sem eru miklu stærri og þyngri en hann. „Maður verður alltaf fyrir einhverjum höggum og svo stíga þeir alltaf almenni- lega út. Þeir henda manni í burtu ef maður er ekki tilbúinn. Mér finnst bara gaman að vera að slást þarna undir,“ segir Hauk- ur. Haukur hefur fengið krefjandi verkefni í vörninni og eitt af því var að dekka Kyle Singler, aðal- skorara Duke-háskólans. „Á móti Duke á útivelli hélt ég Singler í núll stigum á meðan ég var að dekka hann. Hann endaði samt með einhver 18 stig. Þjálfar- inn setti mig inn á og hann vissi að ég myndi hlaupa á eftir honum og láta hann hafa fyrir öllu. Hann átti ekki að fá neitt auðvelt,“ sagði Haukur og bætti við: „Mér finnst mjög skemmtilegt að dekka svona góða leikmenn. Það er líka nóg af þeim hérna,“ segir Haukur í léttum tón. Það er einstök stemmn- ing á leikjum Maryland-liðs- ins enda komast tæplega 18 þúsund manns í Comcast Center. „Ég hef ekki spilað í svona miklum hávaða áður og mér finnst það alveg geð- veikt að spila í svona stemmn- ingu. Ef maður gerir eitthvað rétt verða allir brjálaðir í stúk- unni. Það er einstakt að spila fyrir svoleiðis stuðningsmenn,“ segir Haukur, sem á orðið aðdá- endur í hópa skólafélaga sinna. „Það er alltaf fólk í stúkunni með íslenska fánann og ég spurði þau einu sinni hvar þau hefðu fengið fánann. Þau sögðust hafa pantað hann á netinu,“ segir Haukur að lokum. ooj@frettabladid.is Skemmtilegt að fá að dekka svona góða menn Haukur Helgi Pálsson er að stimpla sig inn í hið fræga körfuboltalið Maryland- skólans og hefur fengið að spila meira og meira eftir því sem liðið hefur á tíma- bilið. Gary Williams, þjálfari liðsins, hefur mikla trú á honum. DEKKAR GÓÐA LEIKMENN Haukur fær mjög fjölbreytt verkefni í vörninni og er að dekka allt frá leikstjórnendum í það að dekka stóra framherja. MYND/AP BLÓÐUGUR Í LEIK Haukur Helgi Pálsson fórnar öllu í leikinn og hér hefur hann fengið vænt höfuðhögg. Þjálfari Maryland er mjög hrifinn af dugnaði Íslendingsins. MYND/AP Mér finnst það alveg geðveikt að spila í svona stemmningu. Ef maður gerir eitthvað rétt verða allir brjálaðir í stúkunni. Það er einstakt að spila fyrir svoleið- is stuðningsmenn. HAUKUR HELGI PÁLSSON LEIKMAÐUR MARYLAND Iceland Express deild kvenna Fjölnir-Njarðvík 79-88 (35-30) Stig Fjölnis: Inga Buzoka 26, Birna Eiríksdóttir 15, Natasha Harris 14, Bergþóra Holton Tómasdóttir 11, Erla Sif Kristinsdóttir 6, Bergdís Ragnarsdóttir 4, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 2, Eva María Emilsdóttir 1. Stig Njarðvíkur: Dita Liepkalne 31 (13 frák.), Ólöf Helga Pálsdóttir 18, Shayla Fields 17, Julia Dem irer 10 (11 frák.), Ína María Einarsdóttir 6, Emelía Ósk Grétarsdóttir 4, Anna María Ævarsdóttir 2. STAÐAN Í B-DEILDINNI 1. Snæfell 15 7 8 994-1098 14 2. Njarðvík 16 6 10 1152-1198 12 3. Grindavík 15 3 12 905-1020 6 4. Fjölnir 16 3 13 1015-1273 6 Í kvöld mætast KR-Hamar og Haukar-Keflavík í A-deildinni og Grindavík-Snæfell í B-deildinni. Sænski körfuboltinn Sundsvall Dragons-08 Stockholm 100-67 Jakob Örn Sigurðsson skoraði 19 stig á 25 mínúturm og Hlynur Bæringsson var með 9 stig á 15 mínútum. Hlynur, Jakob og Logi Gunnarsson hjá Solna voru allir valdir í Stjörnuleikinn sem fer fram 21. febrúar. ÚRSLIT Í GÆR FÓTBOLTI Það verða flottir lands- leikir spilaðir í kvöld en þá fara fram fjölmargir vináttulandsleik- ir. Það eru sex vikur í að undan- keppni EM 2012 fari aftur af stað á nýjan leik og er Ísland aðeins ein af fjórum Evrópuþjóðum sem eru ekki að spila í þessari viku. Portúgal (Cristiano Ronaldo) mætir Argentínu (Lionel Messi), Þjóðverjar og Ítalir mætast í Dortmund þar sem Ítalir unnu undan- úrslitaleik þjóðanna á HM 2006, Frakkar og Brasilíumenn mætast á Saint-Denis í París þar sem Frakkar unnu 3-0 sigur þegar þjóðirnar mættustu í úrslita- leiknum á HM 1998 og Danir taka á móti Englending- um á Parken. - óój Vináttulandsleikir í kvöld: Risar mætast

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.