Fréttablaðið - 18.02.2011, Page 1
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
Föstudagur
skoðun 16
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Föstudagur
veðrið í dag
18. febrúar 2011
40. tölublað 11. árgangur
18. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR
1
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
S igríður Björk Bragadóttir, matreiðslumaður og blaða-maður á Gestgjafanum, á orðið dágott safn mat-reiðslubóka sem hún hefur sank-að að sér allt frá unglingsaldri. Í því er að meðal annars að finna eintak af bók Claudiu Rhoden, Arabesque, sem geymir að hennar sögn framandi og girnilegar upp-skriftir frá Mið-Austurlöndum.„Þetta er alveg frábær bók og við lesturinn er engu líkara en maður sé hreinlega kominn í ævintýri úr 1001 nótt,“ lýsir Sig-ríður, sem kveðst almennt vera mjög hrifin af miðausturlen k imatar ð É
Sigríður Björk Bragadóttir er gefin fyrir arabíska matargerð og deilir hér nokkrum uppskriftum
Sesamkökur frá Marrakesh50 stk.
500 g hveiti
150 g flórsykur2 tsk. lyftiduft100 g sesamfræ120 g smjör, brætt1 dl olía
Hitið ofn í 220°C,(200 á blástur). Blandið hveiti, flórsykri og lyftidufti saman í kál
þar til deig er samfellt. Deig á að vera frekar mjölkennt en það gæti þurft ögn meiri olíu; bætið í þar til hægt er að móta kúlu úr deiginu.Setjið bökunarpappír á tvær ofnplötur. Mótið kúlur með því að taka deig á stærð við valhnetu, mótið eins og bolta á millih d
UNAÐSSEMDIR FRÁ MIÐ-AUSTURLÖNDUM
Myntute og sætindi
OPIÐ ALLA DAGA
FRÁ KL. 11.30
Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í dag, klukku-
stund eftir sólarlag, eða um klukkan 19, og mun
lýsa alla nóttina. Hún er tendruð til heiðurs höfundi
verksins, Yoko Ono, sem á afmæli í dag.
Ævintýri úr 1001 nótt
föstudagur
FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS
18. febrúar 2011
Helg
M r ét
Reyk al
e ófeimin
Tjú tjú
Cocoa Puffs!
– Lifið heil
www.lyfja.is
kl. 7-1 í Lágmúla kl. 8-24 á Smáratorgi
Hjá okkur er opið alla daga
langt fram á kvöld
að senda t
ilnefninga
r
er til miðn
ættis þann
Frestur til
21. febrúa
r
SAMFÉLAGSVERÐLAUN
FRÉTTABLAÐSINS
visir.is/samfelagsverdlaun
Sér Dolly Parton í haust
Selma syngur kántrí með
Miðnæturkúrekunum um
helgina.
allt 3
Nýr maður
Friðrik Weisshappel sagði
skilið við áfengi og tóbak.
fólk 26
Skúli var mikilmenni
300 ár eru frá fæðingu
Skúla Magnússonar
landfógeta.
tímamót 20
HVESSIR SYÐRA Fremur hæg
A-átt á landinu en vaxandi vindur
við S- og SV-ströndina til morguns.
Fer að rigna SA-til um hádegi en
annars nokkuð bjart. Hiti 1-6 stig.
VEÐUR 4
5
1
-10
3
MENNING Bókabúð Máls og menn-
ingar á Laugavegi 18 lokaði dyrum
sínum í gærkvöldi og opnar ekki
aftur. Litlar ef nokkrar líkur eru
taldar á því að verslunin verði
endurreist í fyrri mynd. For-
svarsmenn fyrirtækisins funduðu
með starfsmönnum klukkan tíu
í gærkvöldi og greindu þeim frá
ákvörðun sinni.
Jóhannes Sigurðsson, stjórnar-
formaður Bókabúðar Máls og
menningar ehf., segir það mikil
vonbrigði að þurfa að loka versl-
uninni. „En við þurftum að játa
okkur sigraða því við ofurefli er
að etja. Verslun af þessari tegund,
og þrátt fyrir að hún njóti mikillar
velvildar fólksins í landinu, getur
aldrei keppt við bankana meðan
þeir beita afli sínu eins og hér var
raunin á.“
Miklar sviptingar hafa verið í
rekstri verslunarinnar undanfarin
ár. Fyrirtækið Kaupangur, sem er
í eigu Jóhannesar og Bjarka Júlíus-
sonar, keypti húseignina á Lauga-
vegi 18 árið 2007 en þá hafði Penn-
inn, sem eftir gjaldþrot var í eigu
Kaupþings banka, nú Arion banka,
keypt rekstur bókabúðarinnar.
Bankinn og Kaupangur náðu ekki
samningum um leigu á húsnæðinu
og því samstarfi lauk. Þá opnaði
Arion banki bókaverslun í húsnæði
fyrrum aðalútibús SPRON á Skóla-
vörðustíg undir merkjum Pennans
Eymundssonar, en það húsnæði er
einnig í eigu bankans.
Samkvæmt fréttum frá þeim
tíma sló opnun þeirrar verslunar
út af borðinu samning á milli
Kaupangurs, Iðu og fleiri, um að
taka húsnæðið á leigu um mitt ár
2009. Síðan hafa þeir Jóhannes og
Bjarki rekið verslunina en telja
rekstrargrundvöll Máls og menn-
ingar brostinn vegna nálægðar
við bókaverslun sem rekin er af
jafn fjársterkum aðila og Arion
banka.
Jóhannes segir ekkert ákveðið
um framtíð Laugavegar 18 en hann
neitar því ekki að helst vildi hann
sjá bókaverslun í rekstri þar eins
og undanfarna áratugi. Hann sér
hins vegar ekki fyrir sér að slíkt
hugnist nokkrum manni vegna
þess viðskiptaumhverfis sem nú er
í sölu bóka og ritfanga í landinu.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er verslun með bækur
og ritföng í eigu bankanna að níu
tíundu hlutum. - shá
Mál og menning skellir í lás
Einn af máttarstólpum íslenskrar menningar leggst af með gjaldþroti Bókabúðar Máls og menningar.
Starfsmönnum, sem að jafnaði hafa verið 20 til 25, var tilkynnt um fall fyrirtækisins seint í gærkvöldi.
■ Mál og menning, útgáfufélag og bókaforlag var stofnað 1937.
■ Bókabúð Máls og menningar hóf starfsemi árið 1940 en hefur átt fastan
samastað á Laugavegi 18 frá 1970.
■ Bókabúð Máls og menningar var í fyrra valin ein af tólf bestu bókabúðum
heims af Berlingske Tidende. Í umfjöllun blaðsins sagði að búðin hefði
menningarlegt gildi.
■ Húsið var oft nefnt Rúblan vegna tengsla við íslenska sósíalista og orð-
róms um styrki frá Sovétríkjunum á tímum kalda stríðsins.
Menningarfyrirbærið Mál og menning
FÓLK Borunum vegna vatnsveitu
í Perluhvammi á Álfsnesi lauk
um það bil sem ljósmyndara
Fréttablaðsins bar að garði í
gær.
Hjónin sem eiga lóðina og
hyggjast reisa þar íbúðahús,
Ingibjörg R. Þengilsdóttir og
Jón Jóhann Jónsson, hafa átt í
deilu við Orkuveitu Reykjavík-
ur vegna kaldavatnslagnar sem
fyrrverandi eigandi lagði á lóð-
inni. Í október aftengdi Orku-
veitan lögnina og í kjölfarið
ákváðu hjónin að koma sér upp
eigin vatnsveitu í stað þess að
greiða fyrir úttekt á lögninni.
Hjónin bjuggu í litlu húsi á
lóðinni þar til lokað var fyrir
vatnið. „Við höfum leigt hús-
næði af verkalýðsfélaginu
okkar undanfarnar vikur en nú
getum við flutt aftur, fegin að
þetta sé að baki,“ segir Ingi-
björg og bætir við að þau hafi
núna nægt vatn til allrar neyslu
og almennrar notkunar. - mþl
Hjón í deilu við Orkuveituna:
Koma sér upp
eigin vatnsveitu
Akureyri vann FH aftur
Heil umferð fór fram í N1-
deild karla í gær. FH fór
aðra fýluferð til Akureyrar.
sport 30
SIGLINGAMÁL Goðafoss, flutningaskip Eimskipa-
félagsins, strandaði á leið út úr höfninni í Fredriks-
stad í Noregi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Skip-
ið tók niðri um hundrað metra frá landi, gat kom á
skipið og olía lak í sjóinn.
Veður var gott á strandstað og var það mat skip-
stjóra í gærkvöldi að engin hætta stafaði að þrettán
manna áhöfn skipsins sem allir eru Íslendingar. Þeir
voru allir um borð en farið er eftir öryggisáætlun
skipsins.
Þegar Fréttablaðið fór í prentun á ellefta tímanum
var skipið enn fast á skerinu. Nokkur halli var á
Goðafossi á bakborða. Mat norskra fjölmiðla er að
um 500 tonn af olíu séu í tönkum þar sem gat kom á
skipið. Skipið tók niðri um hundrað metra frá landi
en hafnleiðsögumaður hafði þá nýlega farið frá borði.
Ólafur Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, sagði
mat á skemmdum ómögulegt vegna myrkurs í gær-
kvöldi. Þá var norska strandgæslan á leiðinni á stað-
inn með girðingar og annan viðeigandi mengunar-
varnarbúnað.
Goðafoss er gámaskip, 165 metra langt og um
sautján þúsund tonn að stærð. Fredriksstad er í
Oslóarfirði. Strandstaðurinn er skammt frá Ytre
Hvaler, sem er þjóðgarður og vinsæll útivistarstaður.
- shá
Flutningaskip Eimskipafélagsins sat fast á skeri í Oslóarfirði í gærkvöldi:
Goðafoss strandaði við Noreg
SMAKKAÐ Á VATNINU Bormennirnir Kjartan Björnsson og Guðni Davíðsson gátu leyft sér að slappa af að loknu góðu dags-
verki í gær. Þeir boruðu eftir vatni á lóð íbúa á Álfsnesi og luku störfum með því að dreypa á fersku vatninu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA