Fréttablaðið - 18.02.2011, Síða 2

Fréttablaðið - 18.02.2011, Síða 2
2 18. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR Eiríkur, kallar þetta ekki bara á ný lög? „Það fer eftir því hvers konar lög það eru.“ Eiríkur Tómasson lagaprófessor og fram- kvæmdastjóri STEFs, segir tónlistarmenn skorta lagaheimild til að banna flutning verka sinna á einstökum miðlum. Jafnt verði yfir alla að ganga. Jóhann G. Jóhannsson tónlistarmaður hefur rætt um að banna Bylgjunni að flytja lög sín. HEILBRIGÐISMÁL Líf, styrktarfélag Kvennadeildar Landspítalans, stendur fyrir landssöfnun á Stöð tvö í mars. Markmiðið er að safna fé til endurbóta og nútímavæðingar kvennadeildar Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum styrkt- arfélagsins hefur rekstur Kvenna- deildar, frá stofnun árið 1975, að mestu leyti verið byggður á gjaf- afé og engar endurbætur gerðar á tímabilinu. Til dæmis hafi deild 22A, þar sem gamla vöggustofan er, ekki verið í notkun um árabil vegna þrengsla og óþæginda. Gangi söfn- unin vel verður mögulegt að opna deildina að nýju. - áe Landsöfnun á Stöð 2 í mars: Safna fé fyrir kvennadeildina ÁTAK KYNNT Landssöfnun fyrir Kvenna- deild Landspítalans verður á Stöð 2 4. mars næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BRETLAND, AP Breskir vísinda- menn segjast hafa fundið þrjár höfuðkúpur sem notaðar voru sem drykkjarílát á ísöldinni. Þær eru taldar vera 14.700 ára gamlar og fundust í helli á Englandi. Höfuðkúpurnar, tvær af full- orðnum og ein af barni, eru taldar þær elstu sem hafa fundist sem hafa verið notaðar sem drykkjar- ílát. Sú iðja að nýta höfuðkúpur manna sem ílát er vel þekkt og sýnir hve menn voru lagnir við að meðhöndla mannslíkamann sér til gagns. - áe Merkur beinafundur í helli: Drukkið úr höfuðkúpum SPURNING DAGSINS IÐNAÐUR Fjörutíu þúsund tonna kísilmálmverksmiðja rís í Helgu- vík samkvæmt samningum sem skrifað var undir í gær. Gengið var frá fjárfestingarsamningum milli stjórnvalda, Reykjanesbæjar og Íslenska kísilfélagsins ehf. Jafnframt hefur verið kláraður orkusamningur við HS Orku og Landsvirkjun, hafnarsamningur við Reykjaneshöfn og viljayfirlýs- ing um orkuflutning við Landsnet. Íslenska kísilfélagið, sem er í meirihlutaeigu bandaríska fyrir- tækisins Globe Speciality Metals, kaupir 35 megavött* af orku frá Landsvirkjun og 30 megavött frá HS Orku. Þar með er mætt 65 mega- vatta jafnaðarorkuþörf verksmiðj- unnar, en hún þarf 550 gígavött af raforku til starfsemi sinnar. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan verði tekin í notkun um mitt ár 2013, en framkvæmdir eiga að hefjast snemmsumars í ár, að því er fram kemur hjá Íslandsstofu. Í byrjun þessa árs rann starfsemi Fjárfestingastofu inn í Íslands- stofu, sem er samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs. Reisa á verksmiðjuhús á 20 mán- uðum og eru um 300 ársverk áætl- uð á framkvæmdatíma. Gert er ráð fyrir að um 90 manns fái vinnu við verksmiðjuna; sérfræðingar, iðnað- armenn og ófaglærðir. Heildarfjár- festing í verkefninu er sögð nema 110 milljónum evra, eða sem svarar rúmum 17 milljörðum króna. Í samningunum er gert ráð fyrir að Landsvirkjun sinni allri raforku- þörf verksmiðjunnar frá ársbyrjun 2016, en í tilkynningu Landsvirkj- unar er haft eftir Herði Arnarsyni forstjóra að samningurinn marki tímamót. Fyrirtækið hafi stefnt að því að auka fjölbreytileika á meðal orkukaupenda og samningurinn beri því vitni. „Um er að ræða nýja iðngrein, magn sem hæfir orku- framboði nú um stundir og iðnað sem greiðir hærra verð en fyrir þekkist á íslenska markaðnum,“ segir hann og kveður mat Lands- virkjunar að áhugaverða vaxtar- möguleika sé að finna í tengdri og afleiddri starfsemi, svo sem hreinsun á kísilmálmi. Globe Speciality Metals er einn stærsti framleiðandi kísilmálms og sérhæfðs kísilblendis í heimi og fer með 85 prósenta hlut í Kísilfélag- inu. Fimmtán prósent verða áfram í eigu Tomahawk Development á Íslandi, sem í fjögur ár hefur unnið að verkefninu. Íslenska kísilfélag- inu var veitt starfsleyfi árið 2009 á grundvelli umhverfismats frá árinu áður. olikr@frettabladid.is Níutíu framtíðarstörf í kísilveri í Helguvík Snemmsumars á að hefjast handa við gerð verksmiðjuhúss 40 þúsund tonna kísilmálmverksmiðju í Helguvík. Verksmiðjan á að taka til starfa um mitt ár 2013. Heildarfjárfesting nemur 17 milljörðum. Til verða um 90 framtíðarstörf. Kísilverið í Helguvík er fyrsta stóra nýfjárfestingin á Íslandi eftir bankahrun, ef undan er skilin stækkun álversins í Straumsvík. Þetta sagði Katrín Júlíus- dóttir iðnaðarráðherra á blaðamannafundi um samninginn í gær. Verksmiðj- an hefði því þýðingu í efnahagslegri endurreisn landsins, auk þess að vera lóð á vogarskálar bætts atvinnulífs á Reykjanesi. Í þeim efnum talaði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, raunar um „algjör umskipti“ og kvað Suðurnes eiga eftir að stíga hratt út úr því „ömur- lega ástandi“ að vera láglaunasvæði með mest atvinnuleysi á landinu yfir í að hafa vel launuð og örugg störf fyrir flesta. Boðberi umskipta á Suðurnesjum FRAMKVÆMDIR HEFJAST Í VOR Reisa á verksmiðjuhús á 20 mánuðum og eru um 300 ársverk áætluð á framkvæmdatímanum. Fjárfestingin nemur 17 milljörðum. LÖGREGLUMÁL Tollverðir á Kefla- víkurflugvelli hafa það sem af er ári tekið fjóra flugfarþega með fíkniefni innvortis. Tveir farþeg- anna komu frá Kaupmannahöfn og tveir frá London. Um er ræða tvo Litháar, Dana og Íslending. Fíkiniefnin sem var smyglað voru 358 grömm af kókaíni, 145 grömm af amfetamíni, 149 grömm af MDMA-mulningi og 98 grömm af kókaínni. Til samanburðar voru sex far- þegar teknir allt árið 2010 með fíkniefni innvortis. - jss Tollverðir á vaktinni: Fjórir teknir með fíkniefni innvortis STJÓRNMÁL Samstöðuhóp- urinn sem safnað hefur undirskriftum gegn nýja Icesave-samningnum mun afhenda forsetan- um um 38 þúsund undir- skriftir klukkan ellefu í dag en undirskriftirnar voru keyrðar saman við þjóðskrá í gær. Alls höfðu rúmlega 40 þúsund skrif- að undir í gærkvöldi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fékk Icesave- frumvarpið, sem samþykkt var á Alþingi á miðvikudag, til staðfestingar síðdegis sama dag. Ólafur íhug- ar nú hvort hann eigi að skrifa undir frumvarp- ið eða hafna að staðfesta það og vísa því þar með í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frumvörp sem sam- þykkt eru á Alþingi eru yfirleitt staðfest af for- seta örfáum dögum frá því að þau berast. Ólaf- ur Ragnar hefur þó tvívegis neit- að að skrifa undir lög sem Alþingi hefur samþykkt. Árið 2004 neitaði Ólafur Ragnar að skrifa undir fjölmiðlafrum- varpið svokallaða en þá liðu rúmir tveir mánuðir frá sam- þykkt Alþingis þar til forseti til- kynnti að hann hygðist ekki skrifa undir þau. Fyrir rúmu ári neitaði Ólafur Ragnar svo að skrifa undir fyrri lög um Icesave en þá liðu sex dagar frá samþykkt laganna. Í báðum tilfellum fékk Ólafur Ragnar afhenda undirskriftalista gegn viðeigandi lögum. Í tilfelli fjölmiðlafrumvarpsins söfnuðust um 32 þúsund undirskriftir en í tilfelli gamla Icesave-samkomu- lagsins um 56 þúsund. - mþl Ólafur Ragnar tekur á móti undirskriftum gegn Icesave-lögunum í dag: Forseti Íslands undir feldi vegna Icesave ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Persónuvernd hefur borist erindi vegna undirskriftasöfnunarinnar á vefsíðunni kjosum.is. Í erindinu er gagnrýnt að einstaklingar geti ekki gengið úr skugga um að kennitala þeirra sé ekki á listanum og því sé hætta á því að þar finnist nöfn sem styðji ekki málstaðinn. Undir erindið skrifar Arnar Guðmunds- son sem nýlega lét af embætti aðstoðarmanns iðnaðarráðherra. Undirskriftir til Persónu- verndar BELGÍA, AP Belgar hafa verið án ríkisstjórnar í 249 daga en í stað þess að örvænta tekur fólk því létt og fagnar heimsmeti í stjórnleysi. Síðan í kosningunum 13. júní síð- astliðinn hefur hver flokkurinn á fætur öðrum skilað Alberti kon- ungi umboði til stjórnarmyndunar. Krafa Belga um heimsmet er vafasöm þar sem stjórnarmynd- un í Írak tók 249 daga ásamt 40 dögum sem fóru í að fá samþykki. Það virtist þó skipta litlu máli í hátíðahöldum gærdagsins. Í Ghent afklæddust 249 manns í tilefni þessara tímamóta var víða um land boðið upp á þjóðarrétt Belga, franskar kartöflur, sem skolað var niður með belgískum bjór. - kag 249 dagar án ríkisstjórnar: Belgar fagna heimsmeti UMHVERFISMÁL Umhverfisráðuneyt- ið og sveitarstjórn Skaftárhrepps hafa náð samkomulagi um stækk- un Vatnajökulsþjóðgarðs innan lög- sögu sveitarfélagsins. Samkvæmt samkomulaginu mun verða unnið að friðlýsingu á Langasjó, hluta Eldgjár og nágrennis eins og lagt er til í Náttúruverndaráætlun 2009-2013. Innan þessa svæðis eru náttúru- minjar sem taldar eru hafa mikið gildi á heimsvísu, auk hins háa úti- vistar-, fræðslu- og vísindagildis svæðisins. Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra segir samkomulagið tíma- mótaáfanga í náttúruvernd hér á landi. Langisjór og nágrenni séu einstakar náttúruperlur sem verði vernduð fyrir komandi kynslóðir samkvæmt þessari ákvörðun. Skaftárhreppur og umhverfis- ráðuneytið hafa jafnframt gert með sér samkomulag um stýrihóp vegna aðgerða gegn gróður- og landeyðingu á áhrifasvæði Skaftár. - shá Samkomulag hefur náðst um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs: Langisjór og Eldgjá friðlýst FRIÐLÝST SVÆÐI Horft yfir Skaftá, Fögrufjöll og Langasjó til suðvesturs. MYND/HELGA DAVIDS/UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ M YN D /VÍKU R FR ÉTTIR ENGIN STJÓRN Líkur eru á að endurtaka þurfi kosningar vegna erfiðleika við stjórnarmyndun. FRÉTTABLAÐIÐ/APF

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.