Fréttablaðið - 18.02.2011, Page 4

Fréttablaðið - 18.02.2011, Page 4
4 18. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR Ranglega var farið með heiti Apóteks- ins í Spönginni í Grafarvogi á einum stað í sérblaðinu Apótek, sem fylgdi Fréttablaðinu 16. febrúar. LEIÐRÉTTING SAMFÉLAGSMÁL Úrræðum fyrir þau börn sem verða vitni að heimilis- ofbeldi er afar ábótavant og víða er mikill skortur á verklagsregl- um. Samráð og samstarf skortir hjá þeim stofnunum sem taka að sér slík mál. Þetta er álit Petrínu Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla. Petrína segir að við vinnslu skýrslu Barnaheilla, þar sem fram kom að um 2.000 börn yrðu vitni að heimilisofbeldi á ári hverju hér á landi, hafi sér komið mest á óvart hve lítið hafi verið talað við börnin. „Til dæmis er enginn barna- starfsmaður í Kvennaathvarfinu lengur,“ segir hún. „Það eru mikl- ar væntingar til barnaverndar og okkur finnst stórt bil á milli þeirra væntinga og þess sem raunveru- lega er verið að gera.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að hvorki skóla- sálfræðingar sem rætt var við né starfsfólk Barna- og unglingageð- deildar Landspítalans (BUGL) hafi fengið til sín mál þar sem veita hafi þurft börnum sem hafi orðið vitni að heimilisofbeldi, aðstoð eða þjón- ustu. Enginn af þeim kannaðist við að hafa fengið tilvísanir um mál af þessum toga, hvorki frá félags- þjónustu né starfsfólki skóla. Þau börn sem send eru í skimun eða nánari greiningu virðast almennt ekki vera spurð hvort ofbeldi sé gagnvart móður eða milli foreldra á heimilinu. Þar sé sárlega þörf á frekari úrræðum og úrbótum. Barnaverndarstofa byrjaði á síðasta ári með hópmeðferð fyrir börn sem hafa orðið vitni að heimilisofbeldi en búa ekki við það lengur. Meðferðin er fyrir börn sem eru eldri en fimm ára og skilja og tala íslensku. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir úrræðið mjög þýðingarmikið og hafa gefist vel. Þrír hópar hafa fengið meðferð og í allt eru komnar 34 umsóknir til Barnaverndarstofu. „Ég sé fram á það að þetta verði fastur liður í okkar þjón- ustu og vona að hún geti eflst í framtíðinni,“ segir Bragi. „Á hinn bóginn má segja að hún leysi ekki vandann. Það sem þarf til viðbót- ar þessu er bráðahjálp strax í kjöl- far atvika þar sem heimilisofbeldi á sér stað.“ sunna@frettabladid.is Sjaldgæft að sérfræðingar tali við börnin um ofbeldi Skólasálfræðingar og starfsfólk BUGL virðast aldrei spyrja börn hvort þau upplifi heimilisofbeldi. Skortur er á samráði milli stofnana og verklagsreglum er ábótavant, samkvæmt framkvæmdastjóra Barnaheilla. VIÐSKIPTI „Kjarni málsins er að viðskiptavinir fá sínar kröfur greiddar að fullu á kostnað ann- arra lánardrottna,“ segir Friðjón Örn Friðjónsson, formaður bráða- birgðastjórnar Avant. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest nauðasamning Avant og felur hann í sér að Landsbankinn tekur félagið yfir. Nánast einu eignir Avant eru skuldabréf, auk bíla og tækja. Áætlað virði er tólf milljarðar króna. Hefði félagið farið í slita- meðferð hefðu viðskiptavinir nánast ekkert fengið upp í kröfur. Gert er ráð fyrir að Lands- bankinn greiði viðskiptavinum sem kröfu eiga á Avant eigi síðar en 15. mars næstkomandi. - jab Landsbankinn eignast Avant: Viðskiptavinir fá upp í kröfur Barnaverndarstofa mun setja á fót tilraunaverkefni í ljósi niðurstaðna könnunar um viðbrögð barnaverndaryfirvalda við heimilisofbeldi. Verkefnið á að standa yfir í eitt ár og verður leitað eftir frekara samstarfi barnaverndaryfirvalda og lögreglu. Markmiðið er að leggja mat á líðan, hugsanir og óskir barna með það fyrir augum að veita áfallahjálp og stuðning strax í kjölfar heimilisofbeldis. Sérhæfður starfsmaður verður ráðinn á bakvakt eða til lögreglu og fer með í útköll á heimili þar sem ofbeldi á sér stað og börn eru. Í skýrslu um heimilisofbeldi sem unnin var á vegum lögreglunnar kemur fram að í þrettán prósentum tilvika felst íhlutun lögreglu í því að aðstoða þolanda heimilisofbeldis á slysstað. Í þremur prósentum tilvika er þolanda vísað á Kvennaathvarfið en einungis í einu prósenti tilvika er barnaverndarnefnd kölluð á vettvang. Í könnun Freydísar J. Freysteins- dóttur frá árinu 2004 á tilkynningum um heimilisofbeldi var einungis veitt þjónusta í þriðjungi mála og í einungis þremur tilvikum beindist slíkur stuðningur beint að barninu. Leita eftir frekari samstarfi við lögreglu EVRÓPUMÁL Öll aðildarríki EES- samningsins þurfa að standa við skuldbindingar sínar og það er engin spurning að Icesave-deiluna þarf að leysa, segir sendiherra Ung- verjalands gagnvart Íslandi. Ung- verjar fara með formennsku í ESB um þessar mundir. „Eftirlitsstofnunin hefur sagt að einhvers konar tryggingu þurfi vegna innistæðnanna og á þeim grundvelli hafa viðræður þessara þriggja ríkja farið fram,“ segir sendiherrann, Lajos Bozi. „Icesave hefur vakið upp ýmsar tilfinningar en við vonum að þessu ljúki með skynsamlegri lausn, að þessi samningur sé viðunandi bæði þingi og forsetanum og vitanlega almenningi. Ég held að það yrði til hagsbóta að leysa þetta mikilvæga mál á viðeigandi hátt,“ segir Bozi. Sjálfur hefur hann fylgst með Icesave-deilunni frá því hún hófst og skrifað skýrslur um hana jafn- óðum til ungverskra yfirvalda, frá því að fyrst náðust samningar. Þótt lyktir málsins séu ekki beintengdar aðildarviðræðum Íslands og ESB, segir Bozi, er vonast til að góð niður- staða í því geri Íslendinga jákvæð- ari gagnvart inngöngu í ESB. - kóþ Sendiherra forsætisríkis Evrópusambandsins bindur vonir við Bessastaði: Icesave-deiluna þarf að leysa Forsvarsmenn hinna ýmsu stofnana sátu fyrir svörum í lok málþingsins. Þeir höfðu meðal annars þetta að segja um skýrslu Barnaheilla og þingið í heild: Það sem sló mig mest er hve lítið er rætt við börnin sjálf. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að í öllum þessum kerf- um, þar sem börn verða vitni að svona hlutum eins og ofbeldi, að væri ekki meira talað við þau um þessi mál.“ AUÐUR STEFÁNSDÓTTIR, FYRIR FRÆÐSLUSTJÓRANN Í REYKJAVÍK Það er ljóst að við verðum að bæta þessi mál og taka þau til endurskoðunar.“ ELLÝ ALDA ÞORSTEINSDÓTTIR, SKRIFSTOFUSTJÓRI VELFERÐARSVIÐS REYKJAVÍKUR Ég tek þessar upplýsingar sem áskorun til okkar allra, sem erum fulltrúar þeirra sem vinna með börn, að tala við börnin – ekki bara um þau.“ HALLDÓRA DRÖFN GUNNARSDÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI BARNAVERNDAR REYKJAVÍKUR Orðrétt af málþinginu FULLTRÚAR BARNANNA Forsvarsmenn barnastofnana landsins sátu málþing Barnaheilla í gær og ræddu niðurstöður í nýrri skýrslu samtakanna, Börn sem eru vitni að heimilisofbeldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LAJOS BOZI Sendiherrann er spenntur fyrir hugsanlegri aðild Íslands að ESB og telur að landið geti kennt ESB margt í jarðhitamálum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BÍLAR Viðskiptavinir Avant sem eiga milljón króna kröfu á félagið fá allt sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 10° 1° -1° 7° 6° -1° -1° 19° 9° 15° 16° 27° -8° 11° 9° -6°Á MORGUN 10-18 m/s S- og SV-til, annars mun hægari. SUNNUDAGUR 3-8 m/s. 2 1 -1 0 0 4 5 6 3 -2 2 8 7 18 9 11 5 6 4 7 6 8 5 5 3 23 2 5 6 5 3 MISSKIPT UM HELGINA Það lít- ur út fyrir frábært veður norðan til á landinu um helgina en hins vegar verð- ur hvasst um sunn- an- og suðvestan- vert landið og rigning á morgun. Á sunnudag verður hann hægur víðast hvar og nokkuð milt í veðri. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Hótaði líkamsmeiðingum Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hóta tveimur lögreglumönnum því að koma heim til þeirra og ganga í skrokk á þeim. Hótanirnar áttu sér stað á lögreglu- stöðinni á Egilsstöðum. DÓMSTÓLAR DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt karlmann í 20 mánaða fangelsi fyrir að stinga mann í kviðinn með hnífi. Hann var jafn- framt dæmdur til að greiða fórn- arlambinu, starfsmanni veitinga- húss á Akureyri, rúmlega 400 hundruð þúsund krónur í bætur. Lögreglan fann hnífamann- inn þar sem hann hékk á hvolfi á járngrindverki skammt frá skemmtistaðnum og var flæktur með fæturna í efsta hluta þess. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir fleiri brot. - jss Tuttugu mánaða fangelsi: Hnífamaður hékk á girðingu GENGIÐ 17.02.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,6894 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 117,02 117,58 188,9 189,82 158,84 159,72 21,302 21,426 20,386 20,506 18,165 18,271 1,3993 1,4075 182,26 183,34 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is að senda t ilnefninga r er til miðn ættis þann Frestur til 21. febrúa r SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS visir.is/samfelagsverdlaun

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.