Fréttablaðið - 18.02.2011, Side 8

Fréttablaðið - 18.02.2011, Side 8
8 18. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR 1. Hversu margir þingmenn greiddu atkvæði með nýjum Icesave-samningum á þingi? 2. Hvaða lið mætast í bikarúr- slitaleik kvenna í handbolta? 3. Hvaða djasstónlistarmaður hlaut Grammy-verðlaun sem besti nýliðinn? SVÖR: 1. 44 2. Valur og Fram 3. Esperanza Spalding LAUGAVEGI 11 | SÍMI: 517 8088 WWW.CINTAMANI.IS Ásdís Dögg gægjist upp úr sprungsveim Fjallsjökulls í Glacier Explorer ævintýraferðinni með Glacier Guides W W W .S TO FA N .IS TÍMARNIR BREYTAST OG BÚÐIN MEÐ 10 - 25 % AFSLÁTTUR DAGANA 18.FEB - 26.FEB ALLAR DÚNÚLPUR Á 25 % AFSLÆTTI VERSLUNIN STÆKKAR OG VERÐUR LOKUÐ FRÁ 28.FEB - 11.MARS MENNTUN Borgarstjóri lagði á fundi borgarráðs í gær fram tillögu Besta flokksins og Samfylkingarinnar um að auka fjárheimildir mennta- sviðs á haustönn 2011 um 200 millj- ónir króna. Tillagan var samþykkt og vísað til borgarstjórnar. Í til- lögunni er lagt til að 135 milljón- um króna verði bætt við úthlutað kennslumagn, 20 milljónum verði bætt við vegna gæslu nemenda í frímínútum og í matartíma og 45 milljónum verði bætt við úthlutað fjármagn til forfallakennslu nem- enda. Útgjöldunum á að hluta að mæta með hækkun útsvars í 14,48 prósent, frá og með 1. júlí næstkom- andi. Gert er ráð fyrir að hækkunin skili borginni 115 milljónum króna í auknar tekjur. Forsvarsmenn grunnskóla kynntu í janúar fyrirhugaðan niður skurð hjá menntaráði og hafa skólastjórnendur í þessum mánuði unnið að nánari útfærslu niður- skurðarins, en úr honum verður væntanlega dregið í samræmi við auknar fjárheimildir. „Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011 var sá fyrirvari gerð- ur á fjárhagsáætlun Menntasviðs að horft yrði til viðræðna sveitar- félaganna og menntamálaráðherra vegna tímabundinna breytinga á grunnskólalögum til að gera sveit- arfélögum betur kleift að standa vörð um gæði kennslunnar. Ekki er útlit fyrir að sú niðurstaða náist. Strax í byrjun árs voru rekstrar- áætlanir skóla grannskoðaðar og í ljós kom að uppsafnaður vandi vegna hagræðingar síðastliðinna ára, sérstaklega í gæslu og forföll- um, var ekki ásættanlegur,“ segir í greinargerð með tillögunni. Félög foreldra grunnskólabarna í borginni hafa mótmælt fyrirhug- uðum niðurskurði harðlega síðustu daga og vikur. Í gær var boðað til sérstaks samstöðufundar og mót- mæla við Ráðhús Reykjavíkur, en mótmælunum lauk með opnum fundi með Jóni Gnarr borgarstjóra og Oddnýju Sturludóttur, formanni menntaráðs borgarinnar. Fulltrúar foreldra hafa gagnrýnt að ekki liggi fyrir með hvaða hætti eigi að hagræða í skóla og frí- stundastarfi barna í Reykjavík og benda á að skólastjórnendur hafi engar upplýsingar fengið um hvað aukin fjárveiting þýði í raun. Töluverður hiti hefur verið í mótmælum foreldra. Þannig hefur Guðrún Valdimarsdóttir, formaður SAMFOK, sagt erfitt að skylmast um tölur við fræðslustjóra eða aðra fulltrúa borgarinnar þegar þeir velji að ræða við foreldra „í þoku blekkingar og leyndarhjúps“. Ragnar Þorsteinsson fræðslu- stjóri hefur hins vegar sagt að misskilnings hafi gætt í tölum sem slegið hafi verið fram um 800 milljóna króna niðurskurð í rekstri grunnskólanna. Hann bendir á að í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir þetta ár hafi verið gert ráð fyrir 290 milljóna króna niður- skurði í grunnskólunum. Með auk- inni fjárveitingu standi nú eftir 92 milljóna króna niðurskurður sem skólastjórnendur fáist við með hagræðingu. olikr@frettabladid.is Skólarnir fá 200 milljónir Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að auka fjárheimildir menntasviðs Reykjavíkur um 200 milljónir króna. Fulltrúar foreldra funduðu í gær með borgarstjóra og formanni menntasviðs. Tekist er á um tölur. Borgarstjórn samþykkti í gær og vísaði til borgarstjórnar hækkun útsvars borgarbúa úr 14,4 prósentum í 14,48 prósent. Tekjur borgarinnar vegna þessa eiga að aukast um 115 milljónir króna og koma í stað niðurskurðar í grunnskólum borgarinnar. Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í borg- arráði, benti í gær á að á undanförnum tveimur árum hefði mátt koma í veg fyrir niðurskurð upp á nærri tvo milljarða króna, hefðu útsvarsheimildir verið fullnýttar. „Það er því fagnaðarefni að meirihluti Besta flokks og Samfylking- ar skuli loks hafa samþykkt að fullnýta útsvarsheimild borgarinnar,“ sagði hún en kvað um leið „afar vandræðalegt“ fyrir meirihlutann í borginni að þurfa að breyta fjárhagsáætlun með svo umfangsmiklum hætti rétt rúmum mánuði eftir að hún hefði tekið gildi. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins létu bóka að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins væru „algjörlega andvígir“ hækkun útsvars á borgarbúa og kváðu þá andstöðu eiga eftir að koma skýrt fram þegar borgarstjórn tæki málið til afgreiðslu. Vandræðaleg breyting fjárhagsáætlunar ATVINNUMÁL Vilmundur Jósefsson hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér sem formaður Samtaka atvinnulífsins (SA). Formaður verður kosinn með rafrænum hætti meðal aðildarfyrir- tækja í aðdrag- anda aðalfund- ar samtakanna sem fram fer 7. apríl. Vilmundur, sem er við- skiptafræðing- ur að mennt, hefur verið for- maður SA frá árinu 2009, en hann var áður varaformaður í þrjú ár. Hann hefur setið í stjórn SA um árabil. Vilmundur var formaður Samtaka iðnaðarins árin 2000 til 2006 og var stjórnarmaður í sam- tökunum frá 1994 til 2000. - sh Kosið um formann SA: Vill sitja áfram VILMUNDUR JÓSEFSSON SAMSTÖÐUFUNDUR Nokkur hundruð manns komu saman við ráðhúsið í gær til þess að sýna samstöðu gegn fyrirhuguðum niðurskurði í skólakerfinu. Efnt var til opins fundar um málið í Ráðhúsinu í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.