Fréttablaðið - 18.02.2011, Síða 10

Fréttablaðið - 18.02.2011, Síða 10
 18. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR Opnunartími: Mán-Fös. kl: 12-18 Laug-Sun. kl: 12-16 Fossháls 5-7 l 110 Reykjavík Sími 551 5600 l utilegumadurinn.is Sýnum um helgina Eximo 2011 hjólhýsi Létt og meðfærileg hús, • auðveld í drætti. Mjög gott verð.• Sterklega smíðuð hús.• Falleg hönnun.• 91 Lítra ísskápur.• Gasmiðstöð m/ Ultra heat • (rafm. hitun) Litaðar rúður• 12 og 220 Volta rafkerfi.• Verð frá: 2.398.000kr Frábær kaup E xi m o 3 70 Verð: 2.998.000kr Verð: 2.998.000kr E xi m o 5 20 L E xi m o 5 20 B Verð: 2.798.000kr E xi m o 4 60 LÍBÍA, AP Þvert ofan í blátt bann við mótmælum sem Moammar Gaddafí Líbíuleiðtogi hefur sett héldu hundr- uð mótmælenda út á götur í fjór- um borgum landsins í gær og á miðvikudag. Her landsins tók harkalega á mótmælunum og stuðningsmenn Gaddafí héldu einnig út á götur til að slást við mótmælendur. Tugir manna eru sagðir hafa látið lífið í þeim átökum, bæði á miðvikudags- kvöld og í gær. Gaddafí hefur stjórnað Líbíu með harðri hendi í meira en fjóra áratugi og hefur heljartök á fjölmiðlum og allri stjórnmálaumræðu í landinu. „Í dag rufu Líbíubúar múr ótt- ans. Nú er ný dögun,“ sagði Faiz Jibril, útlægur leiðtogi stjórnar- andstöðunnar. Í Barein sendu stjórnvöld öflugt herlið með fjölda skriðdreka til þess að rýma Perlutorgið í höfuðborginni Manama í gærmorgun. Fyrir dögun hafði lögregla beitt kylfum og tára- gasi á mótmælendur, sem sumir hverjir voru sofandi á torginu. Að minnsta kosti fjórir létu lífið. Stjórnvöld höfðu haldið aftur af sér dögum saman og látið mótmæl- endur óáreitta síðan í byrjun vik- unnar, þegar átök kostuðu þrjá menn lífið. Við það tvíefldust mótmælend- ur, sem krefjast þess að konung- ur og valdastétt landsins hætti að mismuna fólki eftir trúarbrögðum og gefi möguleika á lýðræðislegri vinnubrögðum. Í Sana, höfuðborg Jemens, kom einnig til átaka í gær milli mótmæl- enda og stuðningsmanna stjórn- arinnar, sem sveifluðu kylfum og hnífum. Lögreglan reyndi að stilla til friðar en beitti sér aðallega gegn stjórnarandstæðingum. Vitni sögðu bifreiðir merkta borginni hafa verið notaðar til þess að flytja bæði kylf- ur og grjót til stuðningsmanna stjórnarinnar. Mótmælin í Sana hafa staðið yfir í viku og krefjast mótmælendur þess að Ali Abdullah Saleh forseti láti af embætti eftir 32 ára valda- tíð. Óánægjan er sögð stafa bæði af mikilli fátækt í landinu og spillingu stjórnvalda. Mótmælendur létu einnig í sér heyra í Jórdaníu í gær og jafnvel í Írak brutust út mótmæli í gær í borg- inni Basra, þar sem hundruð manna kröfðust afsagnar ríkisstjórans. gudsteinn@frettabladid.is Mannskæð átök í kjölfar mótmæla Ólgan í arabaríkjum Norður-Afríku og Mið-Austurlanda virðist óstöðvandi. Þúsundir manna héldu út á götur í Líbíu, Barein og Jemen í gær og lentu í átök- um við her, lögreglu eða stuðningsmenn stjórnvalda. Tugir létu lífið í Líbíu. RISU UPP GEGN GADDAFÍ Hundruð manna héldu út á götur í fjórum borgum Líbíu í gær. NORDICPHOTOS/AFP Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.