Fréttablaðið - 18.02.2011, Qupperneq 20
18. 2
Makkarónur frá Líbanon
30 stk.
300 g möndlur, malaðar í matvinnsluvél
2 egg
100 g sykur
1 tsk. lyftiduft
70 g hveiti
100 g flórsykur til að velta upp úr
Hitið ofn í 180°C (170°C á blástur).
Blandið möndlumjöli, eggjum, sykri,
lyftidufti og hveiti saman í skál og
hrærið saman. Setjið bökunarpappír
á tvær ofnplötur. Mótið kúlur á stærð
við litlar valhnetur, veltið þeim upp úr
flórsykri og raðið á ofnplöturnar. Best
að móta allar kökur fyrst og velta svo,
því puttarnir verða annars svo klístr-
aðir. Bakið kökur í 15-20 mínútur, þar
til þær eru ljósbrúnar. Geymast vel.
Þessar kökur eru ekki mjög sætar og því
gott að grípa í með tei á góðri stund.
Möndlur og sesamfræ eru holl og góð,
full af vítamínum og góðum olíum.
Myntute
fyrir 4
2 msk. sykur
stór lúka af myntulaufum
1 msk. græn kínversk telauf, eða 2
tepokar af grænu kínversku tei
Sjóðið lítra af vatni, og látið vatnið
standa í eina mínútu. Setjið kínversk
telauf, sykur og myntulauf í tepott.
Hellið heitu vatni í ketilinn og látið
trekkja í þrjár mínútur. Setjið myntu-
kvist í glös eða bolla og hellið heitu
te í glösin.
Myntute er hollt og gott. Í löndum við
botn Miðjarðarhafs er alltaf verið að
drekka díssætt myntute. Myntan róar
magann og er hressandi. Það má laga
svona te án þess að nota græna teið.
Framhald af forsíðu
Fjórir nemendur í íþróttafræði við
Íþróttaháskólann á Laugarvatni
sýna glímu á Háskólatorgi klukkan
13.30 á morgun og Sigurbjörn Árni
Arngrímsson, formaður náms-
brautar í íþrótta og heilsufræði og
fyrrverandi íþróttafréttamaður,
lýsir glímutökunum fyrir áhorf-
endum á sinn einstæða hátt.
„Upphaflega hugmyndin var
sú að fá sviðaforseta Háskólans
til að keppa,“ segir Sigurbjörn.
„Það hefði nú verið skemmtilegt
að sjá Sigurð Guðmundsson, fyrr-
verandi landlækni, glíma við Ólaf
Harðarson stjórnmálafræðing.
En einhvers staðar í ferlinu var
þessi hugmynd slegin af. Í staðinn
munu fjórir nemendur af íþrótta-
sviði Íþróttaháskólans á Laugar-
vatni sýna glímu á Háskólatorginu.
Tveir strákar og tvær stelpur.“
Kennir Sigurbjörn íþróttafræði-
nemum glímuna sjálfur? „Nei, ekki
geri ég það nú, það er Kjartan Lár-
usson sem sér um það. En ég hefði
alveg getað það, glímdi töluvert á
yngri árum og var í unglingalands-
liðinu í glímu, en hef lítið gert af
því hin síðari ár.“
Sigurbjörn er þekktur fyrir
hressilegar íþróttalýsingar og
flestum er í fersku minni bein lýs-
ing hans á fæðingu sonar síns í
sjónvarpi í fyrra. Mega áhorfendur
glímunnar eiga von á lýsingu í stíl
við það? „Það gæti orðið þannig, ef
þetta verður spennandi, það kemur
bara í ljós. Við byrjum á að sýna
brögðin og svo verður létt glíma og
lýsingin fer náttúrulega alfarið
eftir þeirri spennu sem mynd-
ast í henni. Ef það sem ég er
að lýsa er spennandi þá kemur
það í gegn hjá mér en annars
er ég nú bara rólegur,“ segir
Sigurbjörn.
Glímusýningin er
hluti af dagskrá
Háskóla Íslands í til-
efni af Háskóladeg-
inum, en opið verð-
ur frá 11 til 16 og
fjölbreytt dagskrá
í boði. Gestir geta
kynnt sér náms-
framboð háskólans, starfsemi og
þjónustu, skoðað rannsókna-
stofur, tæki, búnað og húsa-
kynni. Á staðnum verða vís-
indamenn og nemendur úr
öllum deildum skólans sem
svara spurningum um flest
milli himins og jarðar.
Nánari upplýsingar
um dagskrá Háskóla-
dagsins er að finna á
slóðinni haskoladag-
urinn.is.
fridrikab@frettabladid.is
Sé keppnin spennandi
verður lýsingin spennandi
Glíma í beinni lýsingu er meðal þess sem í boði er á Háskólatorgi á Háskóladegi á morgun. Sigurbjörn
Árni Arngrímsson, fyrrum íþróttafréttamaður, mun lýsa glímunni eins og honum einum er lagið.
Tvær stúlkur og tveir strákar sýna gestum Háskólatorgs glímu á morgun.
Sigurbjörn Árni
Arngrímsson
Háskóli Íslands óskar eftir gömlum ljósmyndum úr starfi
skólans í tilefni af aldarafmæli Háskólans, sérstaklega frá
1911 til 1940. Tekið er við myndum á Opnu húsi á morgun.
Myndirnar eru dýrmætur vitnisburður um starfsemi og þróun
skólans á liðinni öld.