Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.02.2011, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 18.02.2011, Qupperneq 22
2 föstudagur 18. febrúar núna ✽ ekki missa af augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Arnþór Birkisson Útlitshönn- un Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is og Sigríður Dagný Sigur- björnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 blogg vikunnar VEL KLÆDD Söngkonan Courtney Love leit afskaplega vel út er hún sótti Elle Style Awards-hátíðina í gólfsíðum kjól frá Helmut Lang. Ungbloggari Það er hin fjórtán ára gamla Fallie sem heldur úti bloggsíðunni www. fallie.blogspot.com. Stúlkan er eistnesk og hefur mik- inn áhuga á tísku og öllu sem henni fylgir. Þrátt fyrir ungan aldur er stúlkan afskaplega smekklega klædd og minnir einna helst á unga Alice Delal. Heimamenn Www.thelocals.dk er haldið úti af fyrrverandi ljósmyndara götutísku- síðunnar Copenhagenstreetstyle. dk, Søren Jepsen. Fyrri síðan var lögð niður skömmu eftir jól, þar sem aðstandendur hennar höfðu ákveðið að snúa sér að öðrum verk- efnum. The Locals er eitt af þeim verkefnum og þar birtir Jepsen myndir af íbúum þeirra bæja og borga sem hann heim- sækir. S tuttmyndin Rabbit Hole, í leikstjórn hönnuðarins Munda vonda, var sýnd á kvikmyndahátíð í Rot- terdam í síðustu viku. Myndin var sýnd í svonefndum Official Select- ion flokki og var uppselt á allar sýningar hennar. Að sögn Hrefnu Hagalín, ann- ars framleiðanda myndarinnar, höfðu aðstandendur hátíðarinn- ar séð umfjöllun um myndina á Netinu og í kjölfarið boðið henni á hátíðina. Myndin keppti í undir- flokki Official Selection sem nefn- ist Signals: Out Of Fashion og fékk myndin mjög góðar undirtekt- ir. Hrefna segir það mikinn heið- ur að hafa fengið boð á hátíðina og að þetta hafi einnig verið góð kynning fyrir myndina. „Það var verið að fagna fjörutíu ára afmæli hátíðarinnar í ár þannig að þetta var sérstaklega mikill heiður. Þetta kemur líka myndum manns frek- ar á framfæri auk þess sem maður kynnist fullt af fólki og myndar sambönd sem gætu nýst manni í framtíðinni,“ útskýrir Hrefna sem rekur framleiðslufyrirtækið Krunk Productions ásamt Kristínu Báru Haraldsdóttur. Hrefna segir dvölina í Rotter- dam hafa verið góða og að hátíð- in hafi verið sérstaklega áhuga- verð. „Hátíðin var frábær og dag- skráin mjög áhugaverð. Í kjölfarið fengum við svo boð á kvikmynda- hátíð í New York sem fer fram í byrjun sumars. Við erum þó ekki búnar að staðfesta komu okkar en það væri rosalega gaman að geta verið viðstaddur þegar myndin verður sýnd, en þetta fer allt eftir peningum og tíma,“ segir hún að lokum. - sm Rabbit Hole sýnd á kvikmyndahátíð í Rotterdam: Seldist upp á sýningarnar Danski hönnuðurinn Stine Goya hefur hannað sér- staka fatalínu fyrir sænsku tískuverslunina Weekday og er hún væntanleg í sölu um miðjan apríl. Goya lýsir línunni sem andstæðukenndri og segir mýkt og ákveðni mætast í henni. „Mýkt efnisins er mætt með flíkum sem lýsa sjálfs- öryggi og ákveðni. Smá- atriði eins og rennilás- ar, mjúkir axlapúðar og litlir vasar gera flík- urnar skemmtilegri en ella,“ sagði hönnuður- inn um línuna. Goya er einn vinsælasti hönn- uður Dana um þessar mundir og því er víst að línan fyrir Weekday mun rjúka út. - sm Stine Goya og Weekday í eina sæng: Mýkt og ákveðni Eftirvænting Stine Goya er einn vinsælasti hönnuð- ur Dana um þessar mund- ir. Línan sem hún hann- aði fyrir Weekday kemur í verslanir í apríl. NORDICPHOTOS/GETTY SÆNSK INNRÁS Í KRON KRON Tískuverslunin Kron Kron hefur tekið inn tvö ný fatamerki, sænska tískurisann Acne og hið franska See by Chloé, sem er undirmerki tískuhússins Chloé. Merkin eru bæði feikivinsæl og flott og eiga tvímælalaust eftir að falla í kramið hjá tískuunnendum á Íslandi. Ánægð Hrefna Hagalín, annar framleiðenda Rabbit Hole, segir það heiður að hafa fengið boð á hátíðina. Myndin er í leikstjórn hönn- uðarins Munda vonda. FR É TT A B LA Ð IÐ /V A LL I Hönnunarverslunin Kiosk hefur fært sig um set og er nú á Laugavegi 65. Verslunin verður með sama sniði og áður og því verður áfram hægt að kaupa fyrsta flokks íslenska hönnun á staðnum. Meðal annars mun hönnuð- urinn Ásgrímur Már Friðriksson kynna sína fyrstu línu undir merkinu Asi of Iceland. Kiosk flutt um set Kiosk Níu ungir og efnilegir hönnuðir reka saman Kiosk. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON e ú

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.