Fréttablaðið - 18.02.2011, Side 29

Fréttablaðið - 18.02.2011, Side 29
18. febrúar föstudagur 9 feiminn,“ segir hún og hlær. „Það helgast helst af því hvað þetta fólk er yfirleitt skemmtilegt og opið.“ Hún segir kvikmyndaiðnaðinn hér á landi hafa þróast gríðar- lega eftir samstarfið við allt það erlenda fagfólk sem hingað hefur komið í tengslum við kvikmynda- framleiðslu og því sé mikilvægt að halda áfram að fá slík verkefni til landsins. „Íslenski kvikmynda- bransinn hefur þróast mikið við þetta og þess vegna skiptir það fagið máli að halda áfram að fá verkefni til landsins. Svo má auð- vitað ekki gleyma fjárhagslega ávinningnum sem hlýst af þessu,“ segir hún. Helga Margrét segir mikla vinnu liggja að baki því að fá erlenda kvikmyndaframleiðendur hing- að til lands og fer mikill tími í að kynna og markaðssetja land- ið fyrir erlendum kvikmyndafram- leiðendum. „Helstu kostir þess að taka upp á Íslandi eru landslagið og þær stuttu fjarlægðir sem eru á milli staða. Hér þarf að keyra mjög stutt til þess að skipta um lands- lag. Við höfum þó átt í erfiðleikum með að fá fólk hingað eftir gosið í Eyjafjallajökli þar sem erlend tryggingafyrirtæki neituðu um tíma að tryggja framleiðslufyrir- tækin ef þau ætluðu sér hingað til lands. Það er þó sem betur fer að breytast núna,“ segir hún. EINKALÍFIÐ VIRT Innan kvikmyndabransans starfa margir karlmenn og eru konur í nokkrum minnihluta og segist Helga Margrét ekki vita af hverju svo er. Hún tekur þó fram að breyt- ing hafi orðið þar á undanfarin ár og að sífellt fleiri konur taki að sér störf við kvikmyndagerð. „Það hefur sem betur fer orðið fjölgun á konum sem starfa innan þessa geira. Konur hafa alltaf verið sterkar innan framleiðsludeildar- innar, í búningahönnun og förðun en sótt minna í störf eins og ljósa- hönnun og tæknibrellugerð. Ann- ars tel ég að konur eigi vel heima í þessum bransa þar sem við erum duglegar í að gera marga hluti í einu og það er mikill kostur þegar kemur að kvikmyndagerð,“ segir hún brosandi. Helga Margrét segir starfið vera túravinnu sem geti bitnað á fjöl- skyldulífi fólks en segir starfsfólk Truenorth vera duglegt að aðstoða hvert annað við að láta hlutina ganga upp. „Við hjálpumst mikið að og virðum einkalíf hvert ann- ars og reynum að vinna þannig að allir uni glaðir við sitt. Ég hef alla tíð verið mjög heppin með sam- starfsfólk og á milli okkar hafa myndast sterk vinatengsl.“ GETUR EKKI VERIÐ AÐGERÐALAUS Helga Margrét segist hafa gaman af starfi sínu og á meðan svo er hyggst hún halda áfram á sömu braut. Hún segist þó hafa ýmis önnur áhugamál utan vinnunn- ar og nefnir í því samhengi elda- mennsku og hannyrðir. „Ég hef mjög gaman af því að elda og geri það gjarnan þegar ég vil kúpla mig frá stressinu sem getur fylgt vinn- unni, mér finnst líka mjög róandi að sitja við hannyrðir.“ Hún segist einnig njóta útivistar enda fylgir mikil útivera starfi hennar og ný- verið hóf hún að leika golf. „Ég hef alltaf eitthvað fyrir stafni þegar ég er ekki í vinnu, ætli það megi ekki segja að það eina sem ég er ekki góð í sé að gera ekki neitt,“ segir hún að lokum og brosir. ✽ m yn da al bú m ið Þessi mynd var tekin af okkur vinkonunum í saumaklúbbnum SMA í kringum árið 1990. Við höfum haldið hópinn frá því við vorum saman í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Þarna er ég með tveimur af systkinum mínum og tveimur frændum heima hjá afa. Hundirinn okkar, Snotra, er með á myndinni. Þessi mynd er tekin heima hjá afa og ömmu á Mó- bergi í Hafnar- firði, sem í dag er betur þekkt sem Setbergs- hverfið. Fram að 6 ára aldri ólst ég upp í húsi sem var rétt hjá þeim og fór því oft og iðulega í heimsókn þangað. afsláttur af öllu um helgina15 20%

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.