Fréttablaðið - 18.02.2011, Page 46

Fréttablaðið - 18.02.2011, Page 46
26 18. febrúar 2011 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is 3. Friðrik Weisshappel opnar Laundromat Café í Austur- stræti laugardaginn 5. mars. Hann er þroskaðri en hann var fyrir sjö árum þegar hann hélt í víking til Danmerkur. „Ég ætlaði að læra jóga og dönsku. Það voru markmiðin þegar ég flutti út. Nú eru liðin sjö ár og ég er búinn að fara í tvo jóga-tíma. Danskan hefur bara komið smátt og smátt,“ segir Friðrik Weiss- happel og fær sér bita af pitsu frá Horninu með rækjum, þistilhjört- um og gráðaosti. Hann er loks- ins að fara að opna stað í Aust- urstræti, þar sem verslun Egils Jacobsen var, eftir að hafa rekið tvo Laundromat-staði í Kaup- mannahöfn með góðum árangri. Friðrik segist ekki vera orðinn ríkur á kaffihúsarekstri í gömlu höfuðborg Íslendinga, hann sé með ágætis laun en búi í leiguíbúð og eigi Citroën Berlingo sem hann skuldi enn dálítið í. Margir muna eflaust eftir Frið- riki hér áður fyrr þegar nafn hans fyllti „hverjir voru hvar“-dálk- ana, hann var með sjónvarpsþátt, gerði upp gömul hús og rak veit- ingastaðina Kaffibarinn og Kaup- félagið. „Og síðan fékk ég bara nóg af sjálfum mér. Mér fannst ég þurfa ögrun, eitthvað nýtt. Ég þekkti orðið alla og langaði til að kynnast nýju fólki og sjá sjálfan mig í nýju umhverfi.“ Danmörk varð fyrir valinu, jóganám og dönskukennsla átti að vera rétt handan við hornið þegar flug- vél frá Icelandair lenti á Kast- rup-flugvelli. „En ég var varla búinn að taka upp úr ferðatösk- unum þegar ég hafði fest kaup á fyrsta Laundromat-staðnum og var byrjaður að vinna eins og brjálæðingur.“ Friðrik hlær þegar hann er spurður hvort hann sé eins og nýr maður eftir dvölina í Danmörku en hugsar síðan málið, hann á jú danska konu og tvær stelpur. „Ég er allavega þroskaðri. Ég er guðslifandi feginn að hafa ekki orðið pabbi fyrr en fyrir þremur árum, ég hefði ekki verið tilbú- inn í föðurhlutverkið fyrr. Maður lifði svo hratt. En ég elska að vera pabbi og nýt þeirra forréttinda að geta sinnt stelpunum mínum vel. Og mér finnst æðislegt að eldast, að vera að fá grátt hár og svoleiðis.“ Og Friðrik hefur meira að segja sagt skilið við áfengi og sígarettur. „Ég var að koma heim úr mikilli vinnuferð frá Osló fyrir fimm árum og hafði aðeins fengið mér í tána kvöldið áður. Ég opnaði ísskápinn heima og sá tvo bjóra, fékk mér annan en hellti hinum niður og hef ekki drukkið síðan.“ Sígaretturnar og nikótínið hurfu þremur mánuðum seinna þegar góðvinur hans Indriði klæðskeri féll frá. „Ég hugsaði með sjálfum mér að ef maður sem hafði allt- af hugsað jafnvel um heilsuna og hann gerði gat farið svona snögg- lega, þá væri ég að leika mér að eldinum.“ Friðrik segist alltaf hugsa um sig sem Íslending þótt hann sjái það ekki fyrir sér að hann flytji til Reykjavíkur í bráð. „Enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Ég er mikill miðborgarmaður og ég elska að opna þennan stað. Það er mikill heiður fyrir mig að vera að vinna í þessu húsi og fá tækifæri til að skapa fólki atvinnu. Dan- mörk er heima hjá mér núna en Ísland verður það líka alltaf.“ freyrgigja@frettabladid.is Nýr Frikki Weiss snýr heim FJÖLSKYLDUMAÐUR Friðrik með konunum í sínu lífi, eiginkonunni Tine og hinni þriggja ára gömlu Irmu. Yrsa, sem er þriggja mánaða, hvílir sig í vagninum inni á nýja staðnum hans pabba síns við Austurstræti sem verður opnaður 5. mars. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bandaríski blúsarinn Pinetop Perk- ins varð elsti Grammy-verðlauna- hafi sögunnar þegar hann tók á móti verðlaununum á sunnudag fyrir plötuna Joined at the Hip: Pinetop Perkins & Willie „Big Eyes“ Smith. Perkins, sem er 97 ára, bætti met grínistans George Burns sem vann Grammy árið 1990, 95 ára gamall. Perkins, sem spilaði á Blúshátíð í Reykjavík árið 2009, hefur tvívegis áður unnið Grammy-verðlaun. Fyrst var hann heiðraður fyrir ævifram- lag sitt til tónlistarinnar árið 2005 og tveimur árum síðar hlaut hann verðlaunin fyrir blúsplötuna Last of the Great Mississippi Delta Blues- men: Live in Dallas. Pinetop Perkins elsti sigurvegarinn PINETOP PERKINS Blúsarinn Pinetop Perkins er elsti Grammy-verðlaunahafi sögunnar. Nýtt byrjendanámskeið á morgnana Nýtt byrjendanámskeið hefst mánudaginn 6. september. kennt verður mánudags og miðvikudagsmorgna kl. 7.30 - 8.30 Nánari upplýsingar og skráning í símum 772 1025 og 695 8464 og á heimasíðunni jogastudio.is Nýtt chakradansnámskeið hefst föstudaginn 18. febrúar. Chakra dans er nýtt og spennandi tækifæri til að finna sinn eigin rythma og opna fyrir orkustöðvarnar 7. Chakradansinn hjálpar til við að slaka á spennu og stuðlar að vellíðan á líkama, huga og sál. Kennari er Þórey Viðarsdóttir, leiðbeinandi í jógadansi frá Kripalu jóga- og heilsusetri í Bandaríkjunum. Skráning á jogastudio.is og í síma 695-8464 Drífa og 772-1025 Ágústa. Seljavegur 2 - 101 Reykjavík www.jogastudio.is - jogastudio@hotmail.com www.nyherji.is FLEIRI KONUR Í TÆKNIGREINAR Nýherji leggur áherslu á að auka þátttöku kvenna í tæknigreinum. Stelpur! Kynnið ykkur spennandi tölvunarfræðinám á Háskóladeginum 19. febrúar, kl. 11.00-16.00, í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands (Askja). E N N E M M / S ÍA / N M 4 5 4 3 1 TOMB RAIDER-MYNDIN um hina klóku Löru Croft ku vera á teikniborðinu. Angelina Jolie túlkaði harðjaxlinn eftirminnilega í fyrstu myndinni árið 2001, en Olivia Wilde er orðuð við hlutverkið í þetta skipti. Ég er guðslifandi feg- inn að hafa ekki orðið pabbi fyrr en fyrir þremur árum, ég hefði ekki verið tilbúinn í föðurhlutverkið fyrr. Maður lifði svo hratt. FRIÐRIK WEISSHAPPEL VEITINGAMAÐUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.