Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 2

Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 2
2 Störf bama og tmgliaga Við sumarkomu, pegar skólum lýkur, vaknar sú spurning hjá fjölda barna hvað þau eigi að gera í sumar. Hjá þorra barna er þetta ekkert vandamál, þeirra erheima eiga í sveit, eða heimilum sem vinna að framleiðslu til lands eða sjávar. í stœrri kaupstöðum er lögð áhersla á unglingavinnu og viðkomandi bœj- arfélög nota starfskrafta œskunnar til hreinsunar og garðyrkjustarfa. Iðjuleysið er verst og leiðir til ills eins. Til eru œskumenn og stúlkur, sem spyrja: „Hvað get ég gert fyrir Guð Föður skapara minn og Ríki Hans?“ Er þar nokkurt verkefni fyrir œskufólk? Er það ekki einungis hlutverk presta og hinna fullorðnu? í Matteusarguðspjalli 21. kafla og 16. versi stendur: „Af munni barna og brjóstmylkinga hefir þú tilbúið þér lof. “ Er það nokkurt starf að lofa Drott- inn? Þegar Naaman yfirhershöfðingi Sýrlendinga, réðst með her sinn inn í ísrael, þá tók her hans hernámi unga stúlku. í framandi landi og fjarri foreldrum og systkinum, mátti hún sœtta sig við að vera heimilis- hjálp hjá konu yfirhershöfðingjans. Vegna œsku sinnar gekk henni vel að lœra málið og iðjusöm hefir hún verið. Hún eignast trúnað húsmóður sinnar. Öll framkoma þessarar stúlku ber með sér vinsœld og góðvild. Lœrdómur hennar i barnaguðsþjónustum hefur ekki farið út í bláinn. Húsfrúin trúir ungu stúlkunni frá ísrael fyrir því, að maður sinn gangi með ólœknandi sjúkdóm. Hann er líkþrár. A llt hafði verið gert til að fá bata. Skorti hvorki fé né tilraunir í þá átt. En sjúkdómurinn hélt tökum sínum og jók þau. Unga stúlkan fœr nú samúð með húsbónda sín- um. Hún hefur djörfung til að segja húsmóður sinni frá guðsmanni, (ekki miðli). Guðsmaðurinn hét Elísa og með bœnum lœknaðist fjöldi manna, er til hans kom. Vœri nú ekki rétt af Naaman hershöfðingja, að heimsœkja Elísa? Elísa var ekki starfandi lœknir sem slíkur, því tók hann ekki laun fyrir bcenir sínar og ráðleggingar. Sjúkrasamlög voru þá ekki til og ekki þýddi að leita hjálpar hjá Almennum Ríkistryggingum, eins og gert er í dag. Allt þetta var ekkert mál fyrir Naaman. A ðeins að heilsan gœti komið, þá var hún þess virði að leggja allt í sölurnar hennar vegna. Það er eins í dag! Naaman fór nú af stað, með c.a. tíu talentur af silfri, sem var mjög þungt, sex þúsund sikla af gulli, sem voru ógurleg verðmœti og svo tíu alklœðnaði. Verulega vönduð föt kosta nú í búð um 2000 kr. eða 20 þúsund í fataverðmœtum, sem munu gera um 2 milljónir gamlar krónur. Almenningur hefur ekki ráð á slíku. Naaman var með hesta og vagna og föruneyti, líf- vörð og hermenn. Fór hann beint til kongungshallar- innar. Konungurinn var óttasleginn. Hann gat ekki lceknað líkþrá. Elísa kom nú til hjálpar og Naaman var beint frá konungshöllinni, til heimilis guðs- mannsins og nam staðar við húsdyr hans. Guðsmað- urinn tók til veg trúarinnar og fyrsta sporið á þeim vegi heitir hlýðni. Naaman átti nú mjög bágt. Hann var vanurað láta hlýða sér, en hlýðnisspori Naamans fylgdi auðmýking. Það eru peiri en hershöfðingjar sem eiga bágt með að auðmýkja sig. Naaman hafði reynt allt, án árangurs. Þetta átti hann bágast með. Það virðist það sama hjá þorra fólks í dag hlýðni og auðmýking, er það síðasta, sem samþykkt er. Naaman auðmýkti sig og hlýddi og uppskar al- gjöra lœkningu. Orð hernumdu stúlkunnar virkuðu svo vel, að furðu vekur. Hún kom sér vel á vinnustað. Stolti hershöfðinginn beygði sig. Þá skeði krafta- verkið. Naaman var alheill og fór heim lœknaður af sjúkdómi sínum. Hamingja og óblandin gleði ríkti í heimilinu. Allt horfði til betri vegar. Þýðingarmikill hlekkur í þessu öllu, var unga stúlkan, sem notaði tœkifœri sitt. Kœri lesandi Barnablaðsins! Hvað vilt þú gera fyrir guðsríki á þessu sumri? Tœkifœrin eru mýmörg. Áreiðanlega þekkir þú einhvern sem er orðinn aldraður og getur ekki lesið. Hvernig vœri nú að heimsœkja hann og lesa fyrir viðkomandi úr Nýjatestamentinu? Kannski er það afi og amma, hví ekki sinna þeim, meðan þau eru hér. Bráðum eru þau farin. Sá er þetta skrifar las fyrir háaldraðan og , sjóndapran, passíusálma Hallgríms Péturssonar. Skólalœrdómurinn gekk mjög vel og leslaunin voru Washinhús Biblía frá árinu 1747, sem varð grund- völlurað merku biblíusafni. Kceru börn! Stundiðþað sem fagurt er fyrir sjónum allra manna. Þá veldur iðjuleysi ekki tjóni og þið leggið grundvöll fyrir fögru mannlífi. Ritstjórinn.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.