Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 3

Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 3
B&rrvablaöiö 44. árg. 2 tbl. 1981 Útgefandi: Blaða-og bókaútgáfan, Hátúni 2,105 Reykjavík. Sími: 25155 og 20735 Framkvæmdastjóri: Guðni Einarsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Einar J. Gíslason, Sími 24156. Ritnefnd: Daníel Glad, Hallgrímur Guðmannsson. Blaðamaður: Matthías Ægisson. Utanáskrift: BARNABLAÐIÐ, Pósthólf 5135, 125 Reykjavík. Póstgíró: 77780-3 Setning og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Uppsagnir miðast við áramót. Vinsamlegast tilkynnið breytingar á áskriftum og heimilisföngum til skrifstof- unnar. Árgjald 50 kr. Gjalddagi 1. apríl. Forsíðumynd: „íslensk æska" (Arnar Arnarsson, Vestmannaeyjum). Ó, Faðir, germig lítið ijós, um lífs míns stutta skeið. Til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefur villst af leið. Ó, Faðir, ger mig blómstur blítt, sem brosir öllum mót, og kvíðalaust við kalt og hlýtt, er kyrrt á sinni rót. Ó, Faðir, ger mig Ijúflingslag, sem lífgar hug og sál, og vekur sól um sumardag, en svæfir storm og bál. Ó, Faðir, ger mig styrkan staf, að styðja hvern sem þarf, uns allt það pund, sem Guð mér gaf, ég gefsem bróðurarf. Ó, Faðir, ger mig sigursálm, eitt signað trúarlag, sem afli blæs í brotinn hálm og breytir nótt í dag.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.