Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 17

Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 17
Barnablaöib Hann réttir þeim brauösneiðar meö fleski og klappar þeim á kollinn. ,,Jæja þá leggum vió af stað í Jesú nafni.“ Mamma situr á milli Gústa og Grétu og þrýstir þeim þétt upp aó sér, rétt eins og hún ætlaði aldrei aó sleppa þeim. Gráni töltir af stað, en skógarvörðurinn lætur svipuna ganga óspart á lendar hestsins. Líf konunnar og barnanna liggur viö. „Mamma, hvað varstu aó gera uppi á lofti áð- an?“ spyr Gréta nú forvitnislega. ,,Ég er með Jesúbarnið handa þér. Geymdu það vel í pok- anum þínum, Gréta mín. Þaó er dýrmætasta eign okkar.“ Gréta lítur glöö á mömmu. Hún er líka hissa, því aö hún hefur aldrei fengiö aó snerta á því, svo viðkvæmt er þaó, og nú má hún bera þaö í poka sínum. „Eru þá jól í dag?“ „Nei, en bráðum.“ „Hvaö ertu annars meó í hinni höndinni?“ Mamma er búin aó rétta Grétu öskjuna, sem Jesúbarnið er í. Telpan tekur varlega við þess- um dýrmæta hlut. „Þaó er von, að ykkur langi líka til að fá eitthvað fallegt í pokana ykkar, drengir." Þeir horfa eftirvæntingarfullir á mömmu. Hún tekur lok af annari öskju og sýnir þeim postulínsenglana. Einn er með fiðlu, annar meö lúður, þriðji með gígju. Tungliö kastar birtu sinni á gylltu kirtlana, sem englarnir eru í. 13. Óskin hennar Grétu og hvíld Alltaf áfram, áfram, endalaus skógur þorp og akrar! Hvaö skyldu þau vera búin að feróast lengi? Austanvindurinn þýtur í trjákrónunum og kuldinn læsir sig um merg og bein. Börnin geta ekki sofnaó. Þau verða óþolinmóð og Gréta er næstum farin að gráta. Ætlar nóttin aldrei aö taka enda? Mamma getur varla haldiö augunum opnum. Framundan þeim blasir endalaus snjóbreióan viö. Mamma má ekki bugast. Hún verður aó vera börnunum stoð og stytta. Þess vegna réttir hún úr sér og klappar Grétu blítt á kollinn. Mamma hvíslar að Grétu sem er hálfkjökrandi: „Elsku litla stúlkan mín, ósk þín frá því í sumar mun nú senn rætast.“ „Hvaða ósk?“ spyr Gréta og lifnar öll við. „Manstu ekki, þegar þú baðst storkinn, sem flaug yfir þakið um lítið barn?“ „Jú, hvort ég man, lifandi barn.“ „Nú á ég von á litlu barni. Finnst þér það ekki gaman?“ Gréta getur varla trúað því og er ákaflega glöð. Drengirnir taka nú eftir fyrstu morgunskím- unni. Hvaó skyldi klukkan vera orðin? Þeir þora ekki að tala upphátt, en hvísla og benda í átt að litlu húsi. Hesturinn nemur staóar við lítió kot við skógarjaðarinn. Hann er alveg uppgefinn. Skógarvörðurinn segir lágt: „Hér verðum við að dvelja í dag. Systir mín á heima hér og skýtur áreióanlega skjólshúsi yfir okkur.“ Hann fer fyrst einn og knýr dyra. Eftir dálitla stund kemur hann aftur. Fullorðin kona stendur í dyrunum. Hún er alúðleg og býður þessa ókunnu gesti velkomna. Hér er allt mjög vistlegt. Á aöventukransinum loga þrjú kerti. Mamma fær heitt te, en börnin stóra mola af skrýtnu óhreinsuðu súkkulaði. Nú á tímum þykir það hnossgæti, því annað er ekki að hafa. Velgerðarmaðurinn þeirra kveikir upp í ofnin- um með sprekum og kolum. Brátt hitnar í litla húsinu, og öllum finnst notalegt þarna inni. Systir hans leggur nokkur epli í hólf sem er í ofninum. Á meóan þau eru aó steikjast, hefur skógarvörðurinn upp raust sína og syngur: Ég opna hlió míns hjarta þér, ó, herra Jesú bú hjá mér, að fái hjálparhönd þín sterk þar heilagt unnið máttarverk. Þau taka öll undir. Eplin skorpna í ofninum og eru ákaflega Ijúffeng á bragðið. „Jæja, nú veróið þið aö halla ykkur. í kvöld höldum vió feröinni áfram,“ segir skógarvörð- urinn. Þau fara öll upp á háaloft. Mamma fær aö sofa í rúmi. Gamla konan býr um börnin í ferða- tösku og tveim stæröar skúffum. Svo læðist hún niöur og lætur lúguna aftur. Enginn má sjá gesti hennar í dag. Um kvöldið kveðja þau gömlu konuna og þakka góðar mót- tökur. „En hvaö við sváfum vel þarna uppi í skúffunum," segja drengirnir, um leið og þeir koma sér fyrir í sætum sínum í vagninum. Mamma horfir áhyggjufull á börnin en segir svo: „Verið nú dugleg, börnin mín, ég ætla aó fara ein til ömmu. En þið verðió í nokkrar vikur á barnaheimili. Þar eru góöar fóstrur, sem hugsa vel um ykk- ur.“ Gréta fer að gráta. Hún hefur aldrei farið fyrr að heiman. En þaö er svo langt til ömmu, og mamma getur ekki tekið börnin með þangað.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.