Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 16

Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 16
16 hönd henni. ,,Ég heiti Lúðvík. Ég væri yður þakklátur, ef ég mætti hvílast hér smá stund.“ Mamma biður hann hjartanlega velkominn og segir síöan: ,,Ég er svo djúpt snortin af þessum atburði. Ég hef aldrei séð hermann biójast fyrir á víðavangi.“ ,,Nei, þeir gera þaó sjálfsagt oftast í hljóói, en ég má svo sannarlega vera þakklátur. Það bilaói hjá okkur. Ef Guó hefði ekki gripið í taumana, heföi ég eflaust lent í sjónum, eða á klettunum hérna fyrir austan. Þar hefði beóið mín skjótur bani." Drengirnir hafa ekki augun af þessum ein- kennilega manni. Þegar Lúövík hefur hvílst, býst hann til farar. Skyldan kallar. Hann vefur fall- hlífinni saman og kveður börnin og bætir við: ,,Ég ætla að gerast prestur. Guð ætlar mér áreióanlega að vinna ákveðið verk, fyrst hann bjargaði mér.“ Mamma óskar honum alls góðs. Síóan leggur hann af stað til járnbrautarstöðvarinnar. í her- stöðvum sínum verður hann að gefa ákveðna skýrslu um tildrög slyssins. 12. Flótti Nú verður aö fara fljótt yfir sögu. Það er komiö fram í desember og snjór yfir öllu. Meðfram járnbrautarteinunum hefur verió komið fyrir grindum, til að koma í veg fyrir skafla á sjálfri brautinni. Eina nótt er bankað á gluggann hjá mömmu. Hún stendur upp og gætir að hver sé fyrir utan. Það er skógarvörðurinn. ,,Kæra frú, hleypið mér inn. Það er mál, sem varðar yður mjög, sem ég þarf að ræða.“ Mamma veit ekki, hvaðan á sig stendur veörið. ,,Mér var ekki svefnsamt í nótt,“ byrjar gestur- inn. ,,Ég kem á óhentugum tíma, en ef ég gæti orðið að liði, þætti mér vænt um það.“ ,,Hvað hefur komið fyrir? Segið mér það, góði maður. Dragió mig ekki á þessu svona lengi: Engan formála, ég vil fá aó vita, hvað hefur gerst?" „Það hefur komist upp um yður. Það er allt og sumt. Þér eruð talin föðurlandssvikari. Þér hefðuð ekki átt að hjálpa Pólverjanum. Það er búið að handtaka manninn yðar. Hann hefur talað óvarlega og verið of djarfur í gjörðum sínurn." Mamma sest. Hún er föl og kvíðafull. „Hvað á ég að gera?“ „Vekió börnin strax ég skal koma eftir klukkutíma. Kannski tekst mér að koma yður undan." Skógarvörðurinn hefur ráó undir hverju rifi. Hann fer heim og nær í gamla hestinn sinn og vagninn, og snýr svo vió í skyndi til aö hjálpa þessari nauðstöddu konu. Börnin standa ferðbúin við gluggann og skima út í náttmyrkrið. Mamma stingur nýja testa- mentinu niður í bakpokann hans Kalla. „Fáum við þá ekki að hafa neina jötu á jólunum?" spyr Gréta mömmu sína hálfkjökrandi. Mamma er vön að búa til fjöll og hellisskúta úr mosa og steinum fyrir jólin „Betlehemsvelli." Lækir og fossar eru gerðir úr örmjóum silfurpappírsræm- um og tjarnir úr speglabrotum. Mamma á litlar fallegar styttur, Maríu mey, Jósef, Jesúbarnið í jötunni sinni, fjárhirða, vitringana, engla og mörg dýr. Á hverjum jólum er þessu raðað af mestu list og litlu fallegu englarnir látnir svífa yfir. Engl- arnir sungu um friö á jörðu endur fyrir löngu. Hvenær, hvenær verður friöur? Hvenær krjúpa allir hjá jötunni og gefa Jesú dýrðina? Mamma svarar ekki spurningu Grétu en hraðar sér upp á loft í einu vetfangi. Þarna geymir hún allt jólaskrautið. Skyldi hún finna Jesúbarnið svona fljótt, áður en vinur þeirra kemur? Hún tekur fyrstu öskjuna. f henni er asni og Jósef, vandlega vafóir inn í bómull. Nei, það er ekki það sem hana vantar. Mamma tekur næstu öskju. I henni eru fagurlega skreyttar pappa- stjörnur. Nei, hvers vegna einmitt þessar ómerkilegu stjörnur, sem hún límdi og klippti á æskuárum sínum úr marglitum pappír? Mamma þrífur næstu öskju og sér þá sex yndislega postulínsengla. Þaðglaðnaryfirhenni. Þeirspila á ýmis hljóðfæri, og það stafar svo mikill friður af þeim, að mamma verður sjálf rólegri og vongóö. Loks í næstu öskju er Jesúbarnið. „Mamma," heyrist hvíslað, „hann er kominn." Gréta og Gústi standa í stiganum. „Ég er á leiðinni niður, börnin mín, slökktu á kertinu Kalli." Mamma er sjálf meö bakpoka. Hún lokar útidyrunum á eftir sér. Hún veit að hún á aldrei eftir að ganga inn um þessar dyr. Henni er litið á versið sem er málað fyrir ofan hurðina: Drottinn styður alla þá, er ætla að hníga. Skógarvörðurinn hjálpar börn- unum upp í vagninn og dúðar þau með teppum.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.