Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 18

Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 18
18 ÞaÖ sem Tommi læröi af Lappa Tommi sat á tröppunum við fagra gulmálaða húsið sitt. Hann var með samanbitnar varir. Hann nuggaði öðrum hælnum svo fast við eina tröppuna, aó hann sárkenndi til. Allir gátu séð að Tommi var reiður. ,,Hvað er að?“ spurði rödd. Tommi leit upp. Röddin tilheyrði Söllu sem var ein af telpunum í bekknum hans. Salla var að fara í gönguferð meó hundinn sinn Lappa, sem var lítill kjöltu- rakki. ÞegarTommi svaraði ekki tók Salla Lappa í fangið, og settist niður við hlið hans. „Hvað er að?“ spurði hún aftur. Tommi hætti aö nugga hælnum viö tröppurnar. Hann tók að sér Ijósrauða jakkann sinn og kastaði honum á jörðina. ,,Ég er bálreiður," sagði hann. „Við hvað ertu svona bálreiður?1' spurði Salla og hagræddi Lappa í kjöltu sinni. „Við mömmu," svaraði Tommi. „Hvað gerði hún?“ „Hún flengdi mig og ég gerði bara alls ekkert sem var voóa Ijótt." Salla flissaöi. „Hvers vegna gerði hún það þá?“ „Ég var íboltaleik, kastaði boltanum uþp í loftið og greip hann þegar hann kom niður." Salla kinkaði kolli. „Einu sinni missti ég boltann og hann skoþpaði út á götuna, og ég hljóp á eftir honum. Ég stansaði ekki til aö aðgæta hvort bílar væru að koma.“ „Og hvað þá?“ spurði Salla. „Jæja, rétt í því kom bíll fyrir hornið. Þegar bílstjórinn sá mig snarhemlaði hann. Hann stakk höfðinu út um gluggann og hrópaði á mig. Þegar mamma

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.