Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 22

Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 22
22 DÝRMÆTA PERLAN Við erum öll aö leita. Sumir leita að gulli og aörir leita frægðar og frama. En ég vona að við leitum öll Guös. Kafteinn Scott leitaði að Suðurpólnum og týndi lífi í stórhríðarbyl, eftir að hafa fundió hann. Kólumbus leitaöi að nýrri sjóleiö til Indlands en fann nokkuð sem var stórum verðmætara. Vís- indamenn hafa leitast við að ráða niðurlögum sjúkdóma og fagna þegar lausnin hefur fundist. Hugdjarfir karlar og konur hafa lagt út á brenn- heita og veglausa eyðimerkursanda og ísauðnir Alaska, í leit að gulli. Ævintýramenn hafa leitað að gimsteinum, demöntum og perlum og ferðast land úr landi og farist í leit sinni. En sumir hafa fundið fjársjóði. Jesús hafði einmitt slíkan ferðalanga í huga, þegar hann sagði eina af þessum stuttu hugljúfu sögum. Kannski þekkti hann manninn. Sá var perlukaupmaður. Hann var að leita dýrustu og bestu perlu sem til væri. Perlan er fegurst allra eðalsteina. Þegar Kleópatra drottning sló upp veislufagnaði fyrir Markús Antóníus, er sagt að hún hafi borið tvær perlur, sem voru milljón dala virði. Þessi kaupmaöur hafði heyrt um eina slíka dásamlega perlu, og var staöráðinn að eignast hana. Þú getur séó hann fyrir þér þegar hann leggur upp í hina löngu ferð. Hann klæðist eins og betlari, því hann vill ekki aó nokkurn gruni að hann sé auðugur og beri á sér digran sjóð. Hann lagði leið sína til ákveðinnar borgar og heimsótti verslanir og markaðstorg. Hann fór snuðrandi búð úr búð, tók þennan og hinn tali, athugaói gimsteina og gersemar og áætlaði verðmæti þeirra — bretti upp á nefið og fór svo burt meö lítilsvirðingarorð á vör. Og engan grunaði að í belti hans væru faldir dýrgripir eins og safírar, rúbínar, ameþýst, ópalar og einn eöa tveir demantar. Því að þessi kaupmaður, dulbúinn sem betlari, var í miklum viðskiptaerindum. Hann þóttist aldrei vera í leit að perlum, því að perla er ekki eins og demantur, rúbín eða safír- steinn. Þeir koma úr myrku djúpi jarðar, en pelnan kemur úr tæru, köldu djúpi hafsins og líkist einna mest lifandi hlut. Aö lokum, heyröi kaupmaður um óviðjafnan- lega perlu. Hann heyrði hennar fyrst getið á laun. Því var hvíslað að einhver tiltekinn maður, á þessum og þessum stað ætti afar verðmæta og dýra perlu. Kaupmaðurinn leitaði hann uppi og aö síðustu fann hann mann, sem var jafn tötra- lega klæddur og hann. Þarna mættust tveir förumenn. Þeir horföu hvor á annan án þess að mæla orð af munni. Þeir yfirgáfu aleinir götuna og á fáförnu götuhorni spretti ókunni maðurinn af sér belti sínu. í hendi hans gat að líta þá feg- urstu perlu sem þeir höfðu nokkru sinni séð. Það var sannarlega ,,dýr perla“ eins og Jesús sagði. Þeir áttu ekki langar samræöur, því að kaupmaðurinn hafði leitað slíks dýrgrips um langa vegu í mörgum löndum. Hann samdi samstundis um kaupverð hennar, lét alla fjár- sjóði sína og allt sem hann átti af hendi, til að greiða perluna. Nú var hún orðin eign hans að lokum. Sumir sem fást við kaupsýslu og verslun, segja að kaupmaðurinn hafi verið lélegur kaup- sýslumaður. Og það séu heldur þunn viðskipti þegar þú setur öll eggin þín í eina körfu, því vera má að þú hrasir og brjótir öll eggin. Ef kaup- maðurinn hefði nú glatað þessari einu perlu, hefði hann orðið blásnauður betlari í orðsins fyllstu merkingu. Andrés Carnegie sagði: ,,Láttu öll þín egg í eina körfu og gættu síðan körfunn- ar.“ Þú skilur að kaupmaðurinn hrasaði ekki og hann týndi ekki perlunni. Fögnuður hans átti sér engin takmörk og hann var vellauðugur. Þú veist að Jesús var ekki að tala um perlur. Hann var að tala um Guö og fagnaðarerindið, um kærleika Guðs. Jesús áleit, að fagnaðarerindið væri í sannleika sagt, dýrmæta perlan sem við eigum að láta allt fyrir til að eignast. Aö eiga Krist, er að eiga þennan ómetanlega fjársjóð. — Hugh T. Kerr. Þýtt HSG.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.