Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 11

Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 11
Barrvablabiö Jason þaut á hjólinu sínu nióur hæöina í ryk- mekki. Hann var á undan hinum drengjunum þegar hann hjólaði síðasta spölinn. Þegar hann kom að trévirkinu steig hann fast á hemlana, svo hjólið snerist í moldinni. Hann hallaói sér fram á stýrið og beið hinna. Todd, Rob og Mike komu saman í markió og hægöu á ferðinni meö því aö draga fæturna. Rob þurrkaði sér um ennió. „Jæja, þú sigraðir okkur aftur," sagði hann meö andköfum. „Já," sagói Todd, „ég get aldrei náð þessum hjólglöðu langlöppum þínum.“ „Þú gætir það,“ sagöi Jason hlæjandi. „Þú þarft bara aó vera ofurhugi." „Hárrétt!" hrópaöi Rob. „Ofurhugar! Þaö er rétta nafnið á klúbbnum okkar.“ „Já,“ sagði Mike, „viö getum málað nafniö á virkiö okkar.“ Þeir stigu af hjólunum og lögöu þau frá sér í moldina. Síðan klifruðu þeir upp tréö inn í virkió. í rauninni var þetta lítill timburkofi, staósettur á nokkrum trjágreinum. Þeir höfðu dregið saman spýtur og nagla úr yfirgefnum timburhrúgum við byggingar í nágrenninu. Úthverfið, sem þeir bjuggu í, haföi eitt sinn verió stórt akurlendi, en nú tóku hús að rísa á því. En þó var það ennþá stórkostlegur ævintýrastaður til hjólreiðakeppni þar sem svæði voru óbyggð. Þeir sátu saman í hring á gólfi trévirkisins. Rob dró ofan af lítilli hillu tekexpakka og krús með hnetusmjöri. Þeir tóku upp vasahnífana sína og smuröu hnetusmjörinu á tekexið. Todd gleypti munnfylli af tekexi og tók óspart til matar síns. „Ég held við ættum að láta fara fram at- kvæðagreiðslu um nafnið á klúbbnum okkar,“ sagði hann. Hinir kinkuðu kolli. „Hvað er athugavert við nafnið Ofurhugar?" spurði Mike. Mér viróist þaó hljóma prýóilega." „Við skulum greióa atkvæöi um þetta,“ sagði Rob. „Allir sem eru hlynntir því segi sammála.“ „Sammála," sögðu þeir allir. „Jæja, ég reikna meö aö við séum ofurhugar núna,“ sagði Rob og setti hnetusmjör á aðra tekexköku. „Við verðum að búa til einhverjar reglur," sagði Todd, „eins og hverjir geti gengið í klúbb- inn og annað í þá átt.“ „Viö erum nú allir meólimir," sagöi Jason. „Við byrjuðum þetta og við byggóum virkið." „Já, hver sem ætlar að ganga í lið meö okkur veröur að vera hæfur í klúbbinn," sagöi Mike. „Og hvernig komumst við að niðurstöðu í því rnáli?" spurði Todd. „Ég veit það. Við greiðum atkvæði um þetta," sagöi Rob. „Þeir sem ganga í klúbbinn verða aö hafa gaman að hjólreióum, og geta keppt með okkur. Og þeir veróa aó gera þaó sem við gerum, ann- ars verða þeir útilokaöir." „Og þeir verða að halda þessu öllu leyndu," sagói Mike, „þá verður þetta allt meó fastara sniði." Svo fór fram kosning um allar reglur og lög og Rob var gerður að forseta klúbbsins. Þegar hér var komið sögu, voru þeir orðnir þreyttir á því aö gæóa sér á hnetusmjöri og tekexi. Rob náði sér í vænan smjörbita meó fingrinum og setti krúsina til hliðar. „Ég fékk stórkostlega hugmynd," sagði Todd. „Það er reiðhjólakeppni í sjónvarpinu á morgun. Viö gætum allir komið saman heima hjá mér til að horfa á hana. Ég hugsa líka að mamma mundi leyfa okkur aö vera við litasjónvarpið í setustof- unni.“ „Já, það yrði góður klúbbfundur," sagði Rob. „Kannski ættum við að greiða atkvæói um þetta." „Æ, þú veist aó við komum allir,“ sagði Mike. Jason leit út um litia hlióargluggann. „Ég kem ekki þangaó," sagði hann hljóðlega. „En Jason! Hvers vegna ekki?" spurði Todd. „Þú verður að gera þaö ef þú vilt vera ofurhugi." Jason kinkaði kolli og starði í gaupnir sér um stund. Síðan leit hann á Rob. „Ég veit það,“ sagði hann. „En ég hef lofað Marty Sullivan aö fara meó honum í kirkju á morgun." „Marty Sullivan!" sagði Rob. „Þú hlýtur aö vera að gera að gamni þínu! Sá leppalúði!" Hann skellihló. „Æ, láttu ekki svona, Jason. Það eru bara smábörn sem fara í sunnudagaskóla," sagði Todd. „Og viö þurfum á þér að halda í Ofurhug- um,“ sagði Mike. „Þú ert besti hjólagarpurinn." Jason kreppti hendurnar og dró djúpt and- ann. „Mér stendur á sama. Ég hef gefið þetta loforð og ég ætla að standa viö það,“ sagði hann. „Hvað er þetta?" spuröi Rob. „Það skiptir Framhald á bls. 19

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.