Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 20

Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 20
20 t>rtr)«rsl Flutivmgur Óli litli var aö flytja, hann stóö í stóreflis flutn- ingum. Hann átti heima í Reykjavík meö mömmu sinni, pabba og litlu systur, sem var bara 3 ára en hann var 7 ára. Hann var aö flytja til Selfossar. Pabbi haföi verið atvinnulaus og fékk vinnu á Selfossi. Þegar Óli var kominn til Selfossar fann hann strák sem las Biblíuna. Óli sagöi viö hann: ,,Hæ, hvaó ert þú aö gera og hvaö heitiröu?" ,,Ert þú aó tala vió mig? Ég er aö lesa Biblíuna og heiti Jónsi." ,,Ég heiti Óli og var aö flytja hingaö." ,,Því lest þú ekki einhverjar aörar bækur en Biblíuna?" ,,Af því aö í Biblíunni lærir maöur um Jesú Krist og öll góóverkin hans," sagði Jónsi. ,,0j bara," sagði Óli og hrækti á götuna. Daginn eftir þegar Óli og Jónsi voru aö leika sér aö bílum sagöi Jónsi: ,,Óli, þú ættir að koma í sunnudagaskólann því aö þar læriðu margt um Guö." ,,Nei,“ sagöi Óli „þangað fer ég aldrei, þar er bara prestur sem talar og talar í lengri tíma." ,,Jæja,“ sagöi Jónsi og svo fór hann heim til sín. BARNATORG Daginn eftir var sunnudagur, en kvöldiö áöur haföi Jónsi beóið Guö aó láta Óla fara í sunnu- dagaskólann. Daginn eftir þegar Jónsi fór í sunnudagaskólann mætti hann Óla sem var aö fara líka í sunnudagaskólann. Óli sagöi aö kvöldið áöur heföi Guö snortið hann. Og Óli fór í sunnudagaskólann á hverjum sunnudegi og var þar meö Jesú sem haföi snortið hann og Óli baö alltaf bænirnar síðar áóur en hann fór aö sofa. Kolbrún Birgisdóttir 11 ára, Birkihlíö 37, 550 Sauðárkróki. Skrýtla Jón gat loksins fengið börnin sín meö sér í kirkju. Eftir messu spuröi hann: „Hvernig líkaöi ykkur?" „Jú, söngurinn var góöur en fréttirnar voru lélegar." Jóhanna F.D. Guðjónsdóttir, 9 ára, Mýratungu 1, Króksfjarðarnesi. BARNATORG I I

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.