Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 19

Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 19
Barrvablaöiö heyröi í honum kom hún út, til að sjá hvaö um væri að vera. Hún var líka reið og flengdi mig.“ Salla leit á Tomma og sagði: ,,Þú ættir ekki að vera reiður út af þessu. Mamma þín gerði þaó sem rétt var.“ ,,En ég gleymdi . . Salla lauk aldrei viö setninguna. Rétt í þessu kom íkorni ofan úr tré og hljóþ yfir götuna. Lappi stökk upp úr fanginu á Söllu og hentist á eftir íkornanum. Skjótur sem örin var íkorninn kominn upp í annað tré. Lappi hljóp að trénu og tók að hamast og gelta við rætur þess. ,,Lappi!“ skammastu þín kallaði Salla þegar hún og Tommi hlupu niöur tröpp- urnar. „Komdu hingað.“ En Lappi lést ekki heyra til hennar. Salla hljóp í áttina aö götunni, leit fyrst til hægri og síðan til vinstri handar. Þegar hún hafði fullvissað sig um það, að engir bílar væru í nánd fór hún yfir götuna. Hún tók Lappa upp og gaf honum tvo væna löðrunga. ,,Þú ert óþekkur seppi,“ sagói hún ávítandi. ,,Þú hefðir getað orðið undir bíl og dáið.“ Lappi hengdi niður höfuöiö og vældi ámátlega. Svo leit hann á andlit Söllu. Hún gat ekki varist brosi og þrýsti honum fastar að sér. Þegar Tommi fylgdist með Söllu og hundinum hennar, gerðisteitthvað með honum. Honum varnú Ijóst, hvers vegnamóðirhanshafði refsaðhonum. Þaö var vegna þess að hún elskaði hann. Tilhugs- unin um það kom Tomma til að fara hjá sér. Drengur átti aó hafa meira vit en hundur. ,,Bíddu eftir mér,“ sagöi hann við Söllu. ,,Ég kem strax aftur." Tommi þaut upp tröppurnar og inn í húsið. Hann fann móður sína þar sem hún var að prjóna í setustofunni. Hann gekk til hennar og stóð fyrir framan hana, meö hendur aftan vió bak. ,,Mér þykir fyrir því, aö ég gætti mín ekki á götunni," sagði hann. ,,Það skal aldrei koma fyrir aftur.“ Síðan hljóp hann út, með sama hendingshraða og hann hafði komið inn. Hann vildi láta Söllu vita að hann væri ekki lengur reiöur. Smávegis til umhugsunar Hvers vegna var Tommi reiður? Hvað geröist hjá Tomma, þegar hann sá aö hundurinn hennar Söllu óhlýðnaöist henni? Hvernig heldur þú, aö Tomma hafi lióið eftir aö hafa beðið móður sína afsökunar? Bible — In-Life Reader Ofurhugiivn — Framhald af bls. 11 engu máli hverju maóur lofar þessum hræsnara, honum Sullivan. Erum viö ekki bestu vinir þínir?“ „Þið eruð vinir mínir, en ég hef gefið besta vini mínum loforö,“ sagði Jason. ,,Er Sullivan besti vinur þinn?“ spurði Todd. ,,Nei!“ svaraöi Jason. „Jesús er besti vinur minn. Ég tók á móti honum sem frelsara mínum sl. sunnudag." Nú var rödd Jasons bljúg. Hina drengina setti hljóóa. Að síöustu rauf Mike þögnina og sagði: ,,Ég get ekki séð hví þessi trú þín er þér svo mikilvæg. Þetta er ekkert annað en hugarburöur og sögurugl." ,,Nei, alls ekki,“ sagöi Jason og hristi höfuðió. ,,Jesús er lifandi, hann er ekki sögutilbúningur. Hann elskar okkur og dó fyrir okkur. Hann fyrir- gaf mér syndir mínar.“ Jason var ekki viss um hvað hann ætti að segja næst, svo hann stefndi í átt til dyra. Hann var hryggur og leiður og meö kökk í hálsinum. Fyrirfimm mínútum höfðu þeir allir verið vinir, en nú vildi enginn þeirra hafa hann. Jason gat ekki horft til þeirra þegar hann klöngraðist til dyra. „Bíddu!" kallaöi Rob. „Jason, faröu ekki!“ Hinir drengirnir störóu á Rob sem tók aö roðna. „Ég erforseti þessa klúbbs. Hann þarf ekki að fara,“ sagði Rob. Hann horfði beint framan í Mike og síðan á Jason. „Ég vil fá aó vita meira um þennan besta vin þinn,“ sagöi hann hljóð- lega. „Allt í lagi,“ sagöi Jason. Hann var spenntur þegar hann skreið aftur inn í virkið og gat naumast beðið með aö segja sínum gömlu vin- um frá nýja vininum sínum. — Bible Guide. 1980. Orösending til áskrifenda Kæri áskrifandi, í vor sendum við út gíróinn- heimtuseðla til þeirra áskrifenda, sem áttu ógreidd áskriftargjöld ársins 1980 og fyrri ára. Nú er hafin innheimta árgjalda 1981. Við biðjum ykkur aö gera skil hiö fyrsta. Með kveóju og þakklæti, Guðni Einarsson

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.