Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 9

Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 9
Barnabl&öiö Eitt sinn fóru þeir Magnús og Pétur eftir ströndinni, eftir að kennslu lauk í skólanum. Stormur hafði geysað og umrót var bæði í lofti og á legi. Ekki langt frá landi sáu þeir félagarnir sel. Virtist hann sjálfur í veiðihug og kom úr kafi meö fisk í munninum, sem hann var fljótur aö renna niður, nema fiskurinn væri því stærri. Selurinn var nú lengi í kafi og þar sem þeir reiknuóu með að sjá hann næst, þeir Magnús og Pétur, verður sjórinn hvítfyssandi öldubrot, á litlu svæði. Smám saman kyrrðist þetta og kom þá kobbi í Ijós og var með miðlungs lúöu í kjaft- inum. Tökum sínum sleppti selurinn ekki. Hann var alltaf að reyna að koma hreifunum á lúðuna, en hún var hál og sleip. Loksins sigraði sá sterkari og selurinn fékk mjög góðan málsverð, sem hefði dugað fólki í marga daga. En þetta var skammgóður vermir. Þaö var annar sem var á undan drengjunum þarna viö ströndina. Það var hann Binni, sem skaut í matinn handa sér og heimili sínu og öldruðum foreldrum sínum. Binni hafði fylgst með þessum hamagangi hjá lúðunni og selnum. Hann beið rólegur bak við stein og lét ekki á sér bera. Skotvopnið hans Binna var hlaðið og beið hann eftir því aó selurinn kæmi í færi. Saddur og mettur naut selurinn lífsins og var hann nú ekki lengur í veiðihug, heldur synti hann nær land og lék ýmsar kúnstir bæði á baki og maga. Stundum kom hann meira en hálfur upp úr. Allt í einu er hann mjög nærri landi, beint fram af þar sem Binni lá undir steininum. Næst þegar hann kom upp, þá var hann aðeins nokkra metra frá fjöruborðinu. Þá skeði það. Skotið reið af og hæfði mjög vel, selurinn nærri þurrk- aðist upþ úr sjónum. Sjórinn varð blóðlitaður og eftirleikurinn var auðveldur. Mikill fengur var í kjöti og sþiki og skinnið var líka verðmætt. Þetta fannst þeim Magnúsi og Pétri mjög spennandi. Hugsuðu þeir nú sitt ráð og dugði þeim naumast að vera áhorfendur. Eftir nokkurn tíma komust þeir yfir pakka af skotum, sem voru fyrir riffil. Þeir höfðu ekki leyfi fyrir slíku, en ævintýraþráin varð öllu yfirsterkari. Þeir vissu að Siggi gamli í sjóbúðinni átti riffil, gamlan og ekki nákvæmt verkfæri. Svo átti þessi riffill það til að klikka, eins og sagt var. Hann hleypti ekki skotinu frá sér, þegar tekið var í gikkinn. Einn dag fengu þeir Magnús og Pétur lánaðan riffilinn hjá Sigga í Sjóbúðinni. Magnús var með skotapakkann og Siggi skrúfaði riffilinn í sundur og skipti honum til helminga. Magnús fór með skeftið vafið í poka og langt á eftir honum kom Pétur með hlaupið inni íbuxnaskálminni. Þannig gengu þeir án athygli annarra í hvarf frá mannabyggð og þá gat Pétur tekið hlaupið úr buxnaskálminni og hélt þvíeins og staf eða priki. Niður við ströndina hittust þeir, skrúfuóu riff- ilinn saman og var nú allt tilbúiö til veiöanna, skotin og byssan. Skotin voru 50. Ákváðu þeir Magnús og Pétur að skjóta 5 skotum, hverju á eftir öðru og skiptast á. Magnús byrjaði og þarna voru skammt frá flæðarmálinu nokkrar teistur. Þær voru skotmarkið. Magnús skaut sínum 5 skotum og hæfði aldrei. Teisturnar rétt hreyfð- ust vió, þegar skotið hljóp af og svo búiö. Nú átti Pétur að skjóta sínum 5 skotum. Taldi hann aó Magnús hefði ekki verið nægjanlega nærri sjónum og fór hann því að stórum þara- vöxnum steini, rennblautum og þaðan miðaði Pétur og skaut, árangurslaust. Hingað til hafói hvert skot hlaupið úr byssunni viðstöðulaust. Nú voru þarna þrjár teistur í sigti, Magnús stóð alveg aftan við steininn og Pétur vandaði sig vel. Þá skeður það. Alda kom hvítfyssandi og hvolfdi sér yfir steininn. Pétur fór á bólakaf og gegn- blotnaði. í skelfingunni snéri hann sér að landi og þar var Magnús líka gegnblautur. í óðagotinu og fuminu, stoppar Pétur rétt fyrir framan Magnús og nemur hlaupið við maga Magnúsar. Skiptir þá engum togum, að Pétur hleypir af og byssuhlaupið fast við maga Magnúsar. Þeir heyrðu báðir er gikkurinn small, — en byssan klikkaði, ekkert skot kom úr henni. Drengirnir urðu sem felmtri slegnir. Ekki fyrir bleytuna. Það er enginn verri þó hann vökni. Heldur yfir því aö hér hlífði hönd, svo ekki varó stór slys. Skotunum var fleygt fyrir kletta. Byssan tekin sundur og læóst heim til Sigga í Sjóbúð- inni. Fengurinn var enginn í veiöi. En ríkur lær- dómur fékkst af þessari feró. Magnús og Pétur voru báðir sunnudagaskóladrengir og þökkuðu þeir Drottni Jesú Kristi fyrir vernd hans og varö- veislu. Engum þorðu þeir að segja frá þessu. En báðir hlutu þeir Magnús og Pétur lærdóm fyrir lífið, í meðferð og umgengni skotvopna. Þau eru hvorki barna eða unglinga meðfæri og allrar varúðar skal gætt hvar sem slík tæki eru. Óaó- gætni getur leitt til hörmunga og stórslysa, eins og nærri lá hér hjá Magnúsi og Pétri. Einar J. Gíslason.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.