Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 13

Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 13
0 Barnabl&ðiö ,,Hann hefur allt útlit fyrir aó vera undirförull og það er eitthvað einkennilegt við þessa fjöl- skyldu. Móðir hans er í vinnu og faðir hans er stundum að heiman svo dögum skiptir. Þegar hann verður á vegi þínum er alltaf eins og hann sé veikur“. Við kvöldveróarboröið skýrði Cornell foreldr- um sínum frá því sem Mark hafði sagt honum. i Hann fékk óvænt andsvör. ,,Ég er hissa á að þú skulir leggja eyru við þessu slúðri“, svaraði móðir hans. ,,Þetta var alls ekkert slúöur", sagði Cornell órólega. ,,Við vorum bara aó tala saman“. ,,Þú varst að ásaka þennan dreng um þjófnaö", sagöi faðir hans alvarlega. Faðir Cornells sagði ekki meira. Cor- nell var vel kunnugt um skoðun foreldra sinna á söguburöi. Hann setti sjálfan sig í spor Roose- velts, og þaö vár ekki þægileg tilfinning. Honum fannst aö hann yrði að gera eitthvað, til aö bæta fyrir þetta. ,,Ég þarf að fara niður í kirkju á klúbbfund“, sagði Cornell eftir kvöldmat. ,,Væri ekki í lagi að bjóða Roosevelt að koma með?“. Foreldrum Cornells fannst þetta góð hugmynd. Húsið handan götunnar virtist ennþá skuggalegra en venjulega. Frú Summers kom til dyra. Hún var ekki aðlaðandi til fara. Cornell útskýrði stamandi hvernig stæði á komu sinni. ,,Ég veit ekki hvort hann vill koma“, svaraði konan þreytulega. Komdu inn fyrir og bíddu. Ég skal spyrja hann“. Cornell leit kringum sig í setu- stofunni. Fúggalykt var í loftinu og allt virtist óþrifalegt. Cornell var ekki vanur svona um- hverfi. Ekki fékk hann heldur blíðar móttökur hjá Roosevelt. ,,Hvað viltu?“ spurði hann höstugur. ,,Mér datt í hug, aó þú vildir koma meó á fund í drengjaklúbbnum sem viö höfum í kirkjunni", sagði Cornell fljótrhæltur. „Kirkju, uss“, sagði Roosevelt háöslega. ,,Hver baö þig aó siða mig til?“ ,,Hvað?“ ,,Ó. láttu ekki svona. Þú veist aö ég var strákurinn sem stal þessum hlutum í skólanum. Skólastjórinn vildi halda þessu leyndu, en ég vissi aó þaö mundi ekki ganga“. „Hvers vegna gerðir þú það?“ spurði Cornell í hugsunarleysi. „Foreldrar mínir vilja ekki gefa mér allt sem ég vil eignast, og faðir minn eyðir öllum peningum sínum í áfengi. Svo ég verð stundum að stela“. Roosevelt ruddi þessum út úr sér, en nú varó hann þögull. Cornell leið illa. Hann óskaöi þess að Roosevelt hefói ekki sagt aukatekió orö. Hann gat ekki verió að segja satt. Þetta hljómaði eins og skáldsaga eða sjón- varpsleikrit. ,,Komdu“, sagöi Cornell. „Fundurinn byrjar eftir nokkrar mínútur". Hann hraöaói sér út úr húsinu eins og hann væri aö kafna. Nú stóð honum á sama þótt Roosevelt fylgdi honum eöa ekki, og hann vildi gleyma öllu sem Roosevelt hafði sagt honum. En Roosevelt fylgdi honum. Hann var þögull á leiöinni til kirkjunnar. Þegar Cornell kom þangað varó honum fyrst fyrir að losna frá Roosevelt. En í næstu andrá kom sú hugsun til hans, hvers vegna enginn heföi reynt aö hjálpa þessum dreng. Cornell fékk tækifæri til að ræða einslega við klúbbleiðtogann. ,,Það er ekki auðhlaupið Cor- nell“, sagði leiðtoginn. „Herra Summers vill ekki viðurkenna aö hann þarfnist hjálpar, og kona hans er of stolt til að þiggja aðstoð. Ég vissi hvernig ástatt var fyrir Roosevelt, en gat ekkert aöhafst nema vona að einhver drengur á hans reki gerði tilraun til að hjálpa honum. Og viöleitni þín gleður mig“. „Allt sem ég gerði var að bjóóa honum á fundinn í kvöld", sagói Cornell. „Hefóir þú ekki getaö það?“ „Roosevelt er fyrtinn og tortrygg- inn", sagði leiótoginn. „Hann hefði álitið að ég væri að siöa sig til, en vildi ekki vera vinur hans. Hann þarfnaðist einhvers á sínum aldri". Að fundi loknum urðu Cornell og Roosevelt samferöa heim. Yngri drengurinn var þögull sem fyrr, en þó ekki eins fráhrindandi. „Hvernig fannst þér fundurinn?" spurði Cornell. Roose- velt leit snöggt til hans áóur en hann svaraði. „Þaö var allt í lagi meó hann“. „En ég get ómögulega skiliö hvers vegna þú baðst mig aö korna". „Máski sökum þess aö við fáum gullstjörnu fyrir hvern nýjan meólim sem viö höfum meö okkur", sagói Cornell og yppti öxlum. „Og kan- nski af því að ég er hrifinn af gullstjörnum". „Settu þá upp eina stjörnu", sagói Roosevelt meinyrtur en þó án beiskju. „Eina vandamálið er það, að þú verður aö halda áfram aó sækja fundina í kirkjuklúbbnum, annars missi ég stjörnuna", hélt Cornell áfram. „Voðalegt!" sagði Roosevelt í gríni. „Jæja, byrjunin gekk vel og framhaldið ætti aö verða auðvelt". Svo glotti hann. — Looking Ahead.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.