Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 12

Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 12
12 Nágratv drengur Cornell Davis hélt á mjólkurglasinu sínu inn í stofu. Hann ýtti gluggatjöldunum til hliðar og horfði á sendiferðabílinn á götunni. ,,Hver ætli vilji búa í þessu hreysi?“ hugsaói hann með sér. Eigendur húsanna í nágrenninu héldu þeim vel viö, en húsið handan götunnar var í mesta ólestri. „Kannski hefur einhver keypt það vegna lóö- arinnar“, svaraöi faóir hans. En það var samt greinilegt að einhver ætlaði aö setjast að í hús- inu. Og af gömlum húsgögnum að dæma hlaut að vera knappt um peninga, hugsaði Cornell. En húsið hélt ekki lengi athygli hans. Hann átti annasama helgi í vændum. ,,Ekki veit ég hvernig þau komast af“, sagöi móöir hans.“ Það hefur ekki verið búið í þessu húsi árum saman“. „Hvers vegna flutti fólkið í húsið ef það er svona lélegt?“ spurði Cornell forvitinn. Foreldr- ar hans litu á hann eins og þau væru aö vega með sér, hve mikið þau ættu að segja honum. Þaö var augljóst að þau höfðu ákveðiö aó segja honum ekki allt, því faðir hans sagði aöeins að nýju nágrannarnir væru félitlir. Síðan breytti hann um umræðuefni. En á næstu dögum varö Cornell Ijóst að eitthvað var að. Nýju nágrannarnir áttu dreng sem var ári yngri en Cornell. Roosevelt Summers var grannvax- inn, ólundarlegur drengur sem virtist ekki eiga neina vini. Dag einn varö Cornell samferða honum í skólann. Það var hundleiðinleg feró. Roosevelt gekk alla leiöina meö niöurlútnu höfði og með hendur í vösum. Cornell varð dauðfeg- inn þegar kennslan byrjaði. En nú var hann orðinn forvitinn í meira lagi um hagi nýju fjöl- skyldunnar. Hví bjó Summersfólkið í þessu gamla húsi? Hvað gekk að Roosevelt? Hvers vegan átti hann enga vini? En enginn virtist kunna svar við þessum spurningum. Hlutirnir gengu sinn vanagang í skólanum. En svo fór allt í háaloft. Einhver haföi orðið var við þjóf í skólanum! Góðvinur Cornells, Mark sagði honum alla söguna. „Það var stolið peningum frá einni stúlku og íþróttaskórnir hans Leroy Parker hurfu“. í meira en þrjár vikur héldu peningar og persónulegir munir áfram að hverfa. En svo hætti þjófnaður- inn jafn skyndilega og hann byrjaði. Sá orðróm- ur var á kreiki að þjófurinn hefði verið gómaöur, en Cornell var engu nær. „Það hefur sennilega verið nýji strákurinn Roosevelt Summers", sagði Mark.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.