Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 15

Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 15
Barnablabiö Þegar hann leit út um hallargluggann, sá hann fylkingu kvenna með eiginmenn sína á bakinu halda út úr borginni.'1 ,,Stórkostlegt, við leikum þetta,“ hrópar Kalli upp í ákafri hrifningu. ,,Ég er haröstjórinn og á heima í kastalanum mínum. Gréta verður að leika fyrir allar konurnar og hlaupa fram og til baka til aö bjarga öllum karlmönnunum frá reiði minni. Gústi, þú ríður á bakinu á henni." ,,En er Gústi ekki full þungur fyrir Grétu?“ skýtur mamma inn í. ,,Ég treysti mér vel til þess góða mamma," svarar Gréta og er drjúg meö sig. ,,En Kalli verður að byrja á því aö læra kvæðið. Ég tek til matinn og þú situr hjá mér á meðan." Eftir matinn eru allir í góðu skapi. Kalli var alls ekki eins lengi að læra kvæðið, og hann hafði gert ráð fyrir. En nú er hann að skipta um skoóun og vill fara í annan leik. „Mér datt dálítið í hug,“ segir hann íbygginn. ,,Já, láttu það koma, ég iða í skinninu af for- vitni,“ segir Gústi óþolinmóður. ,,Ég sé, að þið eigið nóg af dýrum frá Afríku, en ykkur vantar alveg allar fuglategundir frá Evrópu. Ég get bætt úr því. Ég ætla að vera fuglafræðingur og útvega ykkur sjaldgæfa fugla fyrir ákveðna fjárupphæö, sem ég tiltek." ,,Já, samþykkt, þá er þetta ákveðið," segir Gréta brosandi. ,,Já, mig vantar nú fyrst og fremst örn, helst arnarfjölskyldu, því að börn á skólaskyldualdri hafa geysimikið gagn af að fylgjast með lífi arna, svona úr hæfilegri fjarlægð,“ bætir Gústi við. Hann erforstjóri dýragarðsins. „Það er ákaflega hættulegt að veiða erni,“ svarar Kalli upp með sér. „Gréta, ef þú vildir nú vera svo góð og lána mér skærin, skal ég reyna að sjá hvað ég get gert. Þið gerið ykkur vonandi grein fyrir því, að ernir búa í hálendinu á af- skekktum stöðum í klettum og björgum.“ Kalli fer í eldhúsið. Nú er hann suður í Alpafjöllum og fær dagblöð hjá frænku sinni. í hverju blaði eru ernir á for- síðunni. Það er þýski örninn, einingartákn Þýskalands. Hann klippir og klippir og fer syngjandi inn í stofu meö þá. Ernir hans eru ákaflega árásargjarnir. Gréta og Gústi hlaupa til og frá og reyna að forða minni dýrum frá þessum grimmu fuglum. Kalli hlær og gerir nýja atrennu. Alltaf komast þeir aftur út úr búrunum og drepa lítil dýr sér til matar: Einu sinni kióling og annaó skiptið gæsarunga. „Þetta er svindl, þú ert búinn að selja okkur þessa fugla og þú mátt þá ekki stjórna þeim lengur. Mamma hjálpaðu okkur.“ Mamma svarar ósköp rólega: „Þið verðið víst aó vængstífa þá.“ „Ég er hættur," segir Kalli, þau klipptu örninn í sundur. Konungur fuglanna er fallinn í valinn. „Á morgun færðu nýjan örn. Nú verðið þiö að taka saman," segir mamma ákveðin. Börnin þora ekki aó andmæla. Þau eru heldur ekki vön því. Þegar þau eru búin að raóa öllum bókunum aftur í hilluna, er oröið dimmt úti. Gréta dregur gluggatjöldin fyrir, og mamma kveikir á litlum olíulampa. 11. Hvít slæða eða hvað? í dag byrjar haustfríið. Kalli er óhemju glaður. Allt í einu kemur hann auga á hvíta slæðu á himninum. Hann hraóar för sinni heim. Síðan kallar hann: „Það er einhver Ijós slæða í loftinu. Komið þið út og sjáið hana.“ Mamma, Gréta og Gústi flýta sér út á hlað. „Mikið rétt, þarna er hún og alltaf stækkar hún." „Mamma, hún svífur hingaó til okkar. En hvaó er þetta svarta, sem hangir neðst í henni?" „Nú veit ég hvað þetta er,“ segir Gústi spek- ingslega. „Já, ég vissi það fyrir löngu," skýtur Kalli inn í. „Þetta er auðvitað fallhlíf." „Sjáið þið, nú nálgast hún okkur óóum.“ „Hlaupið krakkar, hún er bak viö hlöðuna. Ég sé fallhlífarhermanninn alveg greinilega." Mamma fylgir krökkunum hægt og hugsandi. Skyldi þetta vera óvinur? Hún er ekki beint kvíð- andi og þó líður henni ekki vel. Börnin standa hringinn í kringum fallhlífina og grandskoða þetta næfurþunna efni. Hermað- urinn virðist vera vankaður. Allt í einu stendur hann upp og lítur þakklátum huga til himins. Síðan krýpur hann og lætur aftur augun: „Lofaður sért þú Drottinn himnanna." Mamma lýtur höfði og þögul bæn stígur upp frá brjósti hennar. Henni finnst hún þurfa einnig að þakka Guði fyrir björgun þessa manns. Svo segir hún með festu og fullkomnu jafn- vægi. „Þér eruð þá einn af okkar mönnum, ef ég má orða það svo?“ „Já, ég er einnig Þjóðverji." Hermaðurinn kemur til mömmu og tekur í

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.