Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 7
Barnablaöið Hvcr kcrvndi fuglinum? Edvard frændi var nýkominn frá Suöur-Ame- ríku og gat sagt margar skemmtilegar sögur um uppgötvanir sínar. Unga frændfólkið hans var alltaf að biðja hann að segja sögur frá ferðum sínum. Eitt kvöld sagöi hann þeim söguna um höggorminn. Það var fagur morgun er ég, fór út í skóginn til þess að skjóta eitthvað til matar. Þegar ég var búinn að ganga um stund, settist ég á trjástofn til að hvíla mig. Á meðan ég sat þar, tók ég eftir einkennilegu fuglskvaki og sá þá fugl, sem flögraði til og frá yfir stað einum. Ég læddist varlega þangað og sá hreiður fuglsins, og einnig það sem olli skelfingu hans. Einn af eitruðustu höggormum landsins skreið í áttina til hreiðurs- ins. Augu höggormsins reyndu að seiöa fugl- inn sem á hreiðrinu sat. Ormurinn stakk klofinni eiturtungunni út úr sér og var albúinn aö spýta eitrinu um leið og færi gæfist. En þá sá ég einkennilegt atvik gerast. Fuglinn flaug í skyndi á brott. Eftir stutta stund kom hann aftur með lítinn kvist í nefinu, sem var alsettur laufblöðum. Hann flaug til hreiðursins og lagði kvistinn yfir hreiðrið og huldi þannig móðurina og ungana. Síóan settist hann á grein í háu tré og virtist vera mjög rólegur, og beió þess að höggormurinn kæmi. Um sama leyti var höggormurinn kominn á staðinn. Hann skreið upp í tréð og út á grein í áttina til hreióursins. Þar lyfti hann höfðinu og ætlaði aó höggva fuglinn sem lá á ungunum sínum. Með tindrandi, hvössum augum horfði hann á hreiðrið um stund. En svo var alveg eins og hann hefói orðið fyrir höggi. Hann dró höf- uðió til baka og hvarf sömu leið og hann kom, niður úr trénu og inn í grasið. Ég klifraði upp í tréð og rannsakaði hreiðrið og litla kvistinn. Ég tók hann með mér og sagði innfæddum manni frá þessu atviki og sýndi honum kvistinn. Hann sagði mér þá, að fuglinn heföi sótt kvistinn í runna einn, sem er svo lífs- hættulegur höggormum, að þeir koma aldrei nálægt slíkum runnum. Litli hjálparlausi fuglinn notaði kvistinn sem vörn. Guð hafði gefið fugl- inum vit til að vernda sig og fjölskyldu sína í hreiðrinu. í Biblíunni lesum viö að Satan er nefndur hinn gamli höggormur. Og eins og höggormurinn í Suður-Ameríku er hann ákveðinn í því að deyða líf okkar. Við erum eins hjálparvana og litli fugl- inn var gegn valdi höggormsins. En Guð hefur í Oröi sínu sagt okkur frá tré einu, sem getur verndað okkur gegn árásum óvinarins. Þetta tré er krossinn þar sem Jesús Kristur dó fyrir okkur. Sjá fyrra Pétursbréf 2:24. Er það ekki undursamlegt að Guð skyldi kenna fuglinum, hvaða kvist hann gæti notað sem vernd og björgun fyrir sig? En er þaö síður undursamlegt sem Guð hefur komiö til vegar, að í Jesú Kristi fáum viö vernd gegn hinu illa, ef við, eins og fuglinn leitum þeirrar verndar? Hinn mesti sannleiki Biblíunnar er þessi: ,,Son Guðs elskaði mig og gaf sjálfan sig fyrir mig.“ Galatabr. 2.30. Hjálpræði Guös í Kristi er fyrir alla drengi og stúlkur, alla menn sem veita því viðtöku.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.