Barnablaðið - 01.12.1981, Qupperneq 40
40
Hin tvö reka upp skelfingaróp. Lúövík er vel aö
sér og segir hughreystandi: ,,Húsin eru mjög vel
byggð.“ Viö þessi ummæli róast Gréta. ,,En
segöu mér, hvaö er skammdegi? Ég hef aldrei
heyrt þaö orö áður.“ Lúövík útskýrir: ,,Á sumrin
eru næturnar bjartar á norðlægum slóöum eins
og íslandi, en á veturna er sólargangur mjög
stuttur og nóttin löng. Ég hlakka mikiö til aö vaka
heila nótt á íslandi og horfa á sólina rísa úr sæ,
og varpa geislum sínum á fjöllin.“
Drengirnir eru hvergi smeykir og vilja fúslega
vernda Grétu fyrir öllum illum vættum. Þeir vilja
óöir leggja af staó. ,,Hvenær fáum viö aó ganga
um borð?“ spyr Kalli. ,,Viö eigum aó mæta í
fyrramálið,“ svarar Lúðvík.
Þau hraöa sér nú til baka í braggann. Lúðvík
þarf aó tala viö forstöðumanninn í flóttamanna-
þúðunum. En hann óskar honum innilega til
hamingju og bætir viö: „ísland! Þar eru engar
rústir eftir stríöiö, þar býr gott fólk.“
21. Um borð í íslenska skipinu
„Hressandi gola frá hafinu, finnst þér þaö
ekki?“ Kalli á ekki von á því aö vera ávarpaóur á
sínu móðurmáli. Einn hásetanna gefur sig á tal
viö hann.
„Hvar hefur þú lært þýsku?“ spyr Kalli. „Ég
var í menntaskólanum, en á sumrin vinnum viö
alltaf fyrir okkur.“ Þaö þykir Kalla skrýtiö, því aö
hann er ekki vanur að fá langt skólaleyfi, þó aö
hann hafi ekki gengió í skóla núna síðustu
mánuðina. En þaö var afleiöing stríðsins og
engan veginn taliö eðlilegt ástand. Pilturinn
segir Kalla nöfn helstu staöanna, sem þeir sigla
fram hjá. „Nú siglum viö fram hjá Helgoland.
Þetta er fljótið Saxelfur. Sjórinn við vesturströnd
Þýskalands heitir Noröursjór.“
í þeim svifum kemur Lúövík. Hann snýr sér aó
Kalla og segir: „Viltu nú ekki fara niður í káetuna
og skemmta litlu skinnunum. Þau eru alveg
lystarlaus. Þú ert eins og vanur sjóari.“ Á öðrum
degi á rúmsjó steypast þau Gréta og Gústi út í
bólum. Lúövík hefur orö á því viö skipstjórann.
„Þetta er einkennileg veiki, ég hef aldrei séö
neitt því um líkt á ævi minni. Ekki eru þetta rauðir
hundar, ekki hlaupabóla og ekki skarlatssótt,"
bætir hann viö.
Niöri í káetunni er slæmt loft. Kalli situr á
rúmstokknum hjá Grétu. Hann kennir henni og
Gústa alla þá fingraleiki, sem hann kann. Þeim
þykir sérstaklega gaman aö dúfuleiknum. Hann
límir tvær pappírsræmur á sinn hvorn fingur og
lætur dúfurnar síðan ,,fljúga“ um herbergiö.
Hann þarf aö vera eldfljótur, að skipta um fingur
og fela hina fingurna meö pappírsræmunum í
greipum sér. Dúfurnar hvílast nú á hillunni eöa
einhvers staöar. Gréta er aó gá aö þeim en sér
þær ekki. Einn, tveir, þrír . . . þær koma aftur
fljúgandi. Gústi fær næst pappírsræmur á fing-
urna á sér, og aö lokum kenna þeir Grétu þessa
list. Allt í einu tekur Kalli eftir því, aö hann er líka
aö steypast út í graftarbólum og þessu fylgir
mikill kláöi. Kalli fer eitthvaö aó fást viö bakpok-
ann sinn og kemur þá auga á Nýja testamentið
sitt.
Hann flettir þessari dýrmætu bók og rekst þá á
söguna um lama manninn, og hvernig Jesús
læknaði hann. „Viltu lækna okkur, kæri frels-
ari?“ Huröin opnast gætilega og Lúövík birtist.
Hann talar hughreystandi til þeirra. „Ég er alveg
viss um það, aö þú verður bænheyröur, Kalli
minn.“
22. Gengið á land
Lúðvík er frá sér numinn af hrifningu, aö sjá
sögueyjuna rísa úr sæ meö sínum margbreyti-
legu fjöllum og jöklum. Gylltur roói færist yfir
himininn, já öll hvelfingin logar og birtu slær á
snæviþakta tinda í fjarska. Þessi Ijósadýrö tekur
langt fram yfir þaö, sem hann haföi getað
ímyndaó sér.
Skipstjórinn hefur haft samband viö lækni í
gegnum loftskeytastöóina og gert honum grein
fyrir veikindum barnanna. Þegar þau leggjast aö
þryggju í Reykjavík, eru tvær hjúkrunarkonur til
staöar, til aó liðsinna börnunum.
Sjúkrabifreiöbíöureftirþeim. Þaöerfariö meö
börnin á spítalann. Lúövík þakkar skipstjóranum
veitta hjálp og alúö. Lúövík fær aö skilnaði fjár-
upphæö, sem áhöfn skipsins hefur skotió sam-
an handa börnunum.
Þetta er fallega gert, og Lúövík kveður þá alla
mjög hræröur. Hress og glaður leggur hann nú
land undir fót. Á leiðinni til sjúkrahússins veitir
hann vegfarendum nánar gætur. Hann tekur
eftir pattaralegum smábörnum, velklæddum
konum og lífsglaöri æsku í miðbænum. Þaó
vaknar ósjálfrátt sú spurning í huga hans, hvort
sorg og áhyggjur séu óþekkt fyrirbæri í þessu
þlessaöa landi. Eitt er víst, hann er kominn í
annan heim. Hér eru engar rústir eftir loftárásir.
Hér hefur engin drepsótt geisað. Fólk virðist