Barnablaðið - 01.08.1982, Page 6

Barnablaðið - 01.08.1982, Page 6
6 „Snðggur fékk aldrei að vera í frtðl tyrir þelm, ef þelr sáu sér færi ð að strfða honum." Srvöggur og krummi [ Mýrdal, V-Skaftafellssýslu, skeði sá atburður fyrir um 60 árum síðan er nú mun greint frá. Á bænum var fallegur og stór heimilisköttur, er öllum þótti vænt um. Þótt mannelskur væri, þá hélt hann sínu kattareðli og var duglegur til veióa, bæði á hagamýs og fugla. Voru þeir furöu stórir er hann lagði í sumir hverjir og ávallt hafði kisi vinninginn. Hann bar nafn með réttu, — Snöggur. Hesthús voru í túni á bænum og bar hól á milli bæjar og hesthúsanna, með hlöðu og heygarði. Snöggur lagði oft leið sína þangað og naut þar margra góðra máltíða. Það var komið haust og heimilishrafnarnir höfðu tekið sér stöðu tveir og tveir á hverjum bæ. Oft var ýmsu kastað út til krumma og voru þeir vanir að vera fljótir til og hiröa ætt og óætt, ef það lá á lausu. Sömu hrafnar virtust vera við bæinn ár eftir ár. Þeir voru búsair og stórir fuglar og krúnkuðu oft mikið, fyrir óveöur og veðrabreytingar. Oft brugðu þeir á leik, hvor viö annan og flugu langtímum saman upp og niður og hvolfdu sér í loftinu á sínu listflugi. Þeim dugði þetta ekki, því oft renndu þeir sér niður að heimilishundinum honum Snata og kötturinn Snöggur fékk aldrei aö vera í friði fyrir þeim, ef þeir sáu sér færi á aö stríða honum. Það er komið fram á dag og greinileg veðra- m

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.