Barnablaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 17

Barnablaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 17
Bamabl&bib Glóíaxi Einu sinni var strákur sem hét Öli. Hann langaði ofsalega í ^est. Á afmælisdaginn fékk hann hest í afmælisgjöf. Hann hefndi hann Glófaxa. Einn daginn þegar gott var veður hleypti óli Glófaxa út. Svo um kvöldið fór Óli að sofa. Morg- eninn eftir vaknaði hann, flýtti sér í fötin og fór út að gá að Glófaxa. En þá var hann horfinn. Óli hrópaði: Glófaxi! Gló- faxi! En ekki fann hann Glófaxa. Þá fór hann og vakti pabba sinn og sagði við hann: Ég finn ekki Glófaxa. Ég hleypti honum út í gær en nú finn ég hann ekki. Pabbi var ekki lengi aö reisa sig upp og sagði að þeir myndu fara og leita að honum. Þeir fundu hann ekki. Um kvöldið var Óli með tár í augunum. Hann fór með faðirvorið og baö Guð að hjálpa sér að finna Glófaxa. Um morguninn fóru þeir að leita. Þá fundu Þeir hestinn í skurði og fóru með hann heim. Inga V. Jónsdóttir, Túngötu 11, 420 Súðavík. Anna Kapítóla Engllbertsdóttlr. Helga Á. Ámadóttir. Spéhomib Afmælisdagurinn Mamma: — Pétur, þætti þér ekki gott að fá stóra sjö kerta rjómatertu á sjö ára afmælinu þínu? Pétur: — Ég vil frekar fá sjö tertur og eitt kerti! Góð veiði Óli rakst á Lalla vin sinn, þar sem hann var að veiða niður við tjörn og að sjálfsögðu spurði hann Lalla hvernig veiðin gengi. — Ja, ef ég næ þessum sem ég er að eltast við núna, og tveim í viðbót, þá er ég búinn að fá þrjá! BARNATORG BARNATORG

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.