Barnablaðið - 01.12.1992, Page 5

Barnablaðið - 01.12.1992, Page 5
Lúkas 2:8-20 Hirðarnir litu hver á annan. Gat þetta verið satt? Frelsarinn, í nótt, hér í Betlehem! En engillinn hafði meira að segja. - Þið munuð finna nýfætt barn, liggjandi í jötu. Skyndilega var með englinum fjöldi engla sem sungu og lofuðu Guð. - Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu! S íðan hurfu englarnir og hirðarnir urðu einir á ný. - Við verðum að fara til Betlehem og sjá frelsarann! Þeir flýttu sér til bæjarins. Þar fundu þeir Jósef og Maríu og litla Jesúbarnið sem lá í jötunni. Allt var nákvæmlega eins og engillinn hafði sagt. Ó, hvað hirðarnir urðu glaðir. Hugsa sér, þeir höfðu séð frelsarann og Guð hafði sent engla til þess að flytja þeim fagnaðarboðskapinn sérstaklega. Hirðarnir hlupu út og sögðu öllum sem þeir hittu, frá Jesúbarninu. Því næst gengu þeir til baka og þökkuðu Guði fyrir allt saman. - Þakka þér Guð, fyrir að þú sendir son þinn Jesú! Og hirðarnir sneru aftur og vegsömuðu og lofuðu Guð. Lúkas 2:20 p\ il'i 0

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.