Barnablaðið - 01.12.1992, Page 12
12 BARNABLAÐIÐ
Hefurðu gaman af teiknimynda-
sögum eins og ég?
Hver er uppáhalds teiknimynda-
sagan þín?
Andrés önd? Grettir? Ferdínand?
Eða eitthvað annað?
Stundum teikna ég mínar eigin
teiknimyndasögur.
Pað finnst mér skemmtilegt. Þú
ættir að reyna það líka!
HVAÐ ERU TEIKNIMYNDASÖGUR?
Það eru litlar myndaraðir með nokkrum
römmum. Þú hefur áreiðanlega rekist á
þær í dagblöðunum. Stundum eru sög-
urnar framhaldssögur, en stundum ekki.
Það er hægt að segja ýmislegt í teikni-
myndasögu. Það er hægt að segja frá
því sem hefur gerst í raunveruleik-
anum, eða frá einhverju sem við látum
okkur detta í hug.
í flestum teiknimyndasögum kemur
það fyndna í síðasta rammanum. Hér
koma nokkur góð ráð.
EIGIN SÖGUHETJA
Það getur verið skemmtilegt að búa til
eigin söguhetju. Einhvern sem enginn
hefur teiknað áður. Þú getur reynt að
teikna einhvern hlaupandi eða gang-
andi, liggjandi eða sitjandi. Glaðan
eða reiðan, óheppinn, eða heppinn. Þú
getur meira að segja skoðað sjálfan
þig í spegli og séð hvernig svipurinn
breytist þegar þú brosir, grenjar, ert
hissa og svo framvegis.
ORÐABLÖÐRUR
Myndasaga þarf ekki endilega að hafa
texta. En þegar söguhetjurnar tala
teiknar þú orðablöðrur. Þær geta verið
með ýmsu móti.