Barnablaðið - 01.12.1992, Page 13

Barnablaðið - 01.12.1992, Page 13
BARNABLAÐIÐ 13 fu til 'ndaeöqu HVERNIG FER MAÐUR AÐ? Þú getur lært ýmislegt á því að skoða myndasögurnar í blöðunum. Það getur líka verið skemmtilegt að reyna að teikna persónurnar í þeim. Teiknaðu fyrst rammana. Þú getur líka teiknað rúðurnar hérna fyrir neðan í gegn um þunnan pappír. Teiknaðu persónurnar með blýanti. Þá er alltaf hægt að stroka út ef þess þarf. Mundu eftir að skilja eftir pláss fyrir orðablöðrurnar, ef þú ætlar að hafa þær. Þegar þú ert búinn að teikna myndirnar og gera orða- blöðrurnar, nærðu í svartan tússpenna og teiknar ofan í blýantsstrikin. Ef þú vilt getur þú litað myndirnar. Teiknimyndasamkeppni: Teiknaðu þína eigin teiknimyndasögu. Sendu til Bamablaðsins. Bestu teiknimyndasögurnar verða birtar í næsta blaði. Utanáskriftin er: BARNABLAÐIÐ Pósthólf 5135 125 Reykjavík ■■

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.