Barnablaðið - 01.12.1992, Síða 33

Barnablaðið - 01.12.1992, Síða 33
BARNABLAÐIÐ 33 Nammi, namm! Við skulum bjóða öllum krökkunum í blokkinni í veiðlu. til! Þaö er engin furða aö þiö séuðfarinaðrífast. Þaöerekkert hægt að leika sér í svona miklu drasli! Didda og Halli litu hvort á annað. Þau voru alveg viss um að mamma myndi segja þeim að fara að laga til. Því nenntu þau sko ekki! En mamma bað þau ekki um það. Hún bað þau um að gera svolítið annað. Miklu meira spennandi. Svolítið sem þau höfðu aldrei áður gert. Það var að fara út í búð! Didda hafði aldrei farið ein út í búð fyrr. Það hafði Halli ekki gert heldur. - Þið eigið að fara til hennar Öldu, vinkonu minnar, en hún vinnur í búðinni og láta hana fá þennan miða. Á miðanum stóð: Kæra Alda. Didda á að kaupa einn lítra af mjólk. Hún er með 100 krónur og má eiga afganginn. Didda og Halli fóru í úlpur og kuldaskó. Það var ekki langt út í búð og það þurfti heldur ekki að fara yfir neina götu. Krakkarnir hoppuðu og skoppuðu eftirgang- stéttinni. Þau voru heldur en ekki upp með sér að fá að fara í sendi- ferð. Alveg eins og stórir krakkar. Þó voru þau ekki nema fjögurra ára. Þegar þau komu í búðina, sáu þau Öldu hvergi. Hún átti frí í dag. En Diddavissi alveg hvað hún átti að kaupa. Hún átti að kaupa einn lítra af mjólk. Þau náðu í innkaupakerru og leituðu að mjólkinni. Þau voru lengi að finna mjólkina, en sáu ýmislegtgóðgæti í leiðinni. - Mamma sagði að við mættum kaupa okkur eitthvað fyrir af- ganginn, sagði Didda, og teygði sig í stóra gosflösku. - Taktu líka eina fyrir þig, Halli! Svo vantar okkur líka eitthvað gotterí. Þau fundu súkkulaði og sleikipinna, ís í dollu, lakkríspoka, poppkorn og meira gos. Síðan tóku þau nokkra pakka af tyggjói. - Nammi, namm! Við skulum bjóða öllum krökkunum í blokkinni í veislu. Loksins fundu þau mjólkina. Didda teygði sig í einn lítra af mjólk og setti í innkaupakerruna. - Jæja, nú skulum við borga! Þau fóru að kassanum, þar sem afgreiðslustúlkan sat. - Góðan daginn, sagði afgreiðslu- stúlkan og byrjaði strax að stimpla vörurnar inn í kassann. En Halli og Didda hjálpuðust að við það aðtínavörurnaruppúrinnkaupa- kerrunni. Þegar afgreiðslustúlkan var búin að stimpla inn allar vörurnar, leit hún á krakkana og sagði: Var það eitthvað fleira? - Neitakkisvöruðubörnin íeinum kór. - Þetta verða 5987 krónur. Didda rétti afgreiðslustúlkunni hundraðkallinn. Afgreiðslustúlkan rak upp stór augu. - Þetta er ekki nóg! Hvað áttuð þið að kaupa? - Einn lítra af mjólk. Svo máttum við eiga afganginn. Afgreiðslustúlkan gat ekki stillt sig um að brosa. Hún tók hundrað- kallinn og lét þau fá “bland í poka” fyrir afganginn. Didda og Halli hlupu heim með mjólkina í hvítum plastpoka. Þegarþau komu heim, var mamma farin að undrast um þau. - Ósköp voruð þið lengi úti í búð! Hvað voruð þið eiginlega að gera. Krakkarnir litu hvort á annað. Hvernig áttu þau að útskýra þetta fyrir mömmu. En mamma þurfti engar útskýr- ingar. Hún var fegin að þau voru komin heim. Hún hafði í nógu að snúast fyrir jólin. En Diddaog Halli voru reynslunni ríkari. Núna kunnu þau að fara út í búð. Myndir og texti E.J. SÆLGÆTI

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.