Barnablaðið - 01.12.1992, Side 34

Barnablaðið - 01.12.1992, Side 34
34 BARNABLAÐIÐ Komið þið sæl og blessuð. Nú ætla ég að segja ykkur sögu af sjálfum mér. Sagan gerðist fyrir nokkrum árum. Ég var að búa til jólagjafir í herberginu mínu. Ég bjó til hálsfesti fyrir mömmu og teiknaði fína mynd fyrir pabba, sem ég setti í ramma. Þegar ég var búinn að þessu fór ég fram. Pabbi og mamma voru að laga til í geymslunni fyrir jólin og voru ekkert að fylgjast með mér. Allt í einu fékk ég góða hug- mynd eða það fannst mér þá. Ég ákvað að leita að jóla- gjöfunum mínum. Ég vissi að pabbi og mamma voru búin að kaupa alla pakkana, en ég vissi ekki hvar þeir voru geymdir. Ég leitaði alls staðar. Ég var að vona að þau hefðu keypt bílabraut handa mér. Mig hefur svo lengi langað í bílabraut. Ef ég fengi nú bílabraut. Hvernig væri hún og hvernig væru bílarnir á litinn? Leiddur áfram af forvitninni, leitaði ég á öllum líklegustu og ólíklegustu stöðunum í húsinu. Allt í einu kom ég auga á pakkana. Þeir voru allirgeymdirundirsófanum í stofunni. Hvaða pakki ætli sé til mín? hugsaði ég og reif örlítið í bréfið á einum pakkanum. í Ijós kom bíla- braut. Ég átti þá að fá bílabraut. Frábært! Ég lá þarna lengi og skoðaði kassann með bílabrautinni. Það var greinilegt að bíla- brautin átti að vera tengd við rafmagn og tveir bílar fylgdu með. Þetta voru svakalega Texti: EJ Teikn.:EJ flottir kappakstursbílar, annar var rauður og hinn blár. Ég var mjög ánægður. Það voru ennþá nokkrir dagar til jóla. Á hverjum degi fóréginn ístofu,skreiðundir sófann og skoðaði bíla- brautina. Ég gætti þess vel að láta pabba og mömmu ekki taka eftir neinu. Loksins kom aðfangadags- kvöld. Við fórum í kirkju, borðuðum góðan mat og ioksins fékk ég að opna pakkann. Pabbi og mamma

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.