Barnablaðið - 01.12.1992, Side 45

Barnablaðið - 01.12.1992, Side 45
BARNABLAÐIÐ 45 Átti Jesús systur? (sjá Matteusarguðspjall 13: 56) Þegar Jesús og Jósef voru aö vinna, fékk Jesús örugglega aö vita allt sem Jósef haföi lært af fööur sínum um Guð. Guö vissi aö besta leiðin til þess aö kenna börnum var aö láta þau hlusta og læra af foreldrum sínum. Þannig hefur þaö alltaf verið og er enn í dag. A dyrakarmi allra húsanna í Nasaret hékk lítill tréhólkur sem kallaðist mezuzah. í þessum tréhólki geymdu menn mikilvæg biblíuvers sem allir þurftu aö læra. Til dæmis var þetta vers: 5 Mósebók 6:4, 5 “ Heyr ísrael! Drottinn er vor Guö; hann einn er Drottinn . Þú skalt elska Drottin Guö þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum mætti þínum.” Gyöingafjölskyldurnar höföu mezuzah viö dyragættina til þess aö minna sig á aö fylgja boöoröum Guös. Oft snertu þeir hólkinn þegar þeir gengu framhjá. Hvaða iðn lærði Jesús af Jósef? (sjá Matteusarguðspjall 13:55) Hvenær áttu foreldrarnir að kenna börnunum sínum um Guð? (sjá 5. Mósebók 6: 6 - 9). Þann tíma sem Jesús vann, lék sér og læröi meira um Guö, óx skilningur hans. Um tólf ára aldur var Jesús orðinn mjög vitur, ungur maöur. Hann var sérstakur allt frá byrjun. Minnisvers Og Jesús þroskaðist af visku og vexti og náð hjá Guði og mönnum. Lúkas 2:52

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.