19. júní


19. júní - 19.06.1951, Page 18

19. júní - 19.06.1951, Page 18
lítiS sé, að frœða og glœSa. Vér væntmn þess einnig, að nafn blaðsins kunni að vek ja oss þann metnað að láta eigi falla í gleymsku og dá minn- inguna um það, að árið 1915 áttum vér svo vitra og víðsýna forráðamenn, að íslenzkar konur voru eftir 19. júní það ár „lagalega rétthæstar allra kvenna í víðri veröld“. íhugun slíkra at- burða hlýtur að lækka „liita æsinganna“, þýða „þurrafrost afskiptaleysisins“ og draga úr „næð- ingum misskilningsins“. Mætti oss, íslenzkum kon- um auðnast að leggja að velli meðal vor þau hin þrjú meinvætti: æsingarnar, afskiptaleysið og mis- skilninginn. Þá mun oss takast að sýna með starfi voru í þjóðfélaginu, að það var vel ráðið að veita oss svo fljótt og baráttulítið fvdlt stjórn- málalegt jafnrétti. Og þótt því væri „ahlrei um Álftanes spáð, að ættjörðin frelsaðist þar“, þá má svo fara, að vor hlutur í viðreisn lands og jvjóðar á þeim válegu tímum, er nú ríkja í heiminum, kunni að verða ósmár. En lil jvess þurfum vér að ganga að störfum án Jvess að hika og leita jafnan hins rétta og fylgja Jvví, hvað senv hver segir. Svafa Þórleifsdóttir. 19. JÚNl

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.