19. júní


19. júní - 19.06.1951, Blaðsíða 40

19. júní - 19.06.1951, Blaðsíða 40
Hve lengi voruð þér á tónlistarekólanuni í Höfn?“ — Ég lærði þar lijá frú Dóru Sigurðsson í 31 ár, frá 1940—43, en þá gifti ég niig og liætti námi um skeið. Þessi ár hjá frú Dóru voru mér ómetanleg, því að Iijá lienni fékk ég trausta undirstöðu, sem ég mun alltaf búa að. Ég ilvahli einnig oft á heimili hennar í Charlottenlund og naut handleiðslu hennar í ýmsu varðandi tón- listarmennt, fyrir utan söngnámið sjálft. Var þá náminu lokið eftir þessi 3 ár á tónlistarskólanum í Kaupmannahöfn? —Nei — ég kom hingað heim til Islands í byrjun ársins 1946 og dvaldi liér lieima í 3 næstu vetur, en fór utan á sumrin til frekara náms. Lærði ég þá hjá Christian Riis, kunnum söngkennara í Kaupmannahöfn, einnig um tíma hjá Anders Brems, föður Elsu Brems. En í ágúst 1949 liélt ég til Parísar og lærði í 1 ár lijá Madame Fourestier, óperusöngkonu. Fram að þeim tíma hafði ég sungið sópran, en Madame Fourestier, og einkum maður hennar, sem er hljómsveitarstjóri við óperuna í París, bentu mér á, að rödd mín myndi „liggja“ enn betur fyrir mezzó-sópran. Hef ég síðan heitt henni eftir því. -— Hve langur námstími álítið þér að nauð- svnlegur sé til að fá örugga undirstöðu í söng? Að mínu áliti þarf maður lielzt 10 ár til þess að undirstaðan verði örugg og liægt verði að byggja á henni til langframa. Það er fleira, sem keniur til greina við söngnám en fólk al- mennt gerir sér ljóst. Að geta sungið er ekki eingöngu að hafa góð raddbönd — það er nauð- svnlegt að kynna sér til hlítar allt það, sem röddin styðst við. öndunaræfingar, æfingar í framburði, bljóðmyndun og ýmislegt annað kem- ur þar til greina. Fyrst er að þjálfa hvert atriði fyrir sig, röddina, hljómmagn hennar og hin mis- munandi hljóð, sein hún hyggist á, þ. e. a. s. stilla hljóðfærið og fullkomna það. Þegar því er lokið, verður að læra að tengja það eftir vild, sem þjálfað hefur verið hvert í sínu lagi: leika full- komlega á hljóðfærið og fá það til að túlka það, sem maður óskar. Allt þetta krefst æfingar og þolinmæði, en enginn listamaður nær þroska í list sinni nema liann hafi tæknina algjörlega á valdi sínu og geti ótruflað gefið sig að listtúlk- uninni sjálfri. 7 ár álít ég nauðsynleg til að öðlast tæknilega þjálfun og síðan 3 ár til að verða alveg óliáður tæknilegum skólafjötrum, geta snúið sér eingöngu að listinni og fá það fram fyrirhafnarlaust, sem maður vill túlka. — Höfðuð þér ekki tiekifæri til að heyra margar frábærar söngkonur í París? Ég heyrði meðal annarra Kristine Flagstad, Doris Porré, negrasöngkonuna Annie Brown og Kathl een Ferrier, sem sérstaklega vakti lirifn- ingu mína. — Og óperur? Ég reyndi að nota þau tækifæri, sem ég gat, til þess að sjá og heyra óperur, en það var oft erfiðleikum biindið, því að verkföll hjá starfsfólki óperunnar voru mjög tíð á þeim tíma, sem ég dvaldi í París. Oft hafði ég staðið í hiðröð til að ná í miða að einhverri óperu- sýningunni og varð svo frá að liverfa um kvöldið vegna verkfalls. Það skeði meira að segja eitt sinn, er ég var að horfa á Monte-Carlo-ballett- inn, að varkfall var gert í miðri sýningu! Það tókst þó að jafna deiluna aftur á bak við tjöldin, svo að sýningin gat baldið áfram eftir um hálf- tíma bið. Höfðuð þér tækifæri til að koma opinber- lega fram erlendis? Ég ætlaði að halda hljómleika í París, en varð að hætta við það af fjárhagslegum ástæðum. — Sumarið 1949 fékk ég tækifæri til að koma fram á tónlistarmóti Norðurlanda, sem haldið var í Osló. Mættust þar tónlistarmenn og kennarar frá öllum Norðurlöndunum. Lenti ég í rauninni þar af tilviljun. Ég var þá stödd í Kaupmannahöfn við nám lijá Christian Riis. Söngkonan, sem átti að túlka dönsk smásögu- ljóð ÍRomaneer) á mótinu, veiktist og gat ekki farið, og var þá farið fram á það við mig, að ég færi í staðinn. Fulltrúi fshinds á rnótinu gat af einhverjum ástæðum ekki mætt, svo að það féll einnig í minn lilut að koma fram fvrir fslands liönd, syngja íslenzka söngva og segja frá tónlistarlífinu hér heima eftir beztu getu. Mætti ég alstaðar frábærri alúð sem fslendingur, svo að mér mun það seint úr minni líða. í veizlu einni, sem haldin var á mótinu, liélt pró- fessor einn ræðu á „fornnorrænu“ fslanili til heiðurs. — Hefur mér verið hoðin þálttaka í næsta móti, sem væntanlega verður haldið í Stokkhólmi á komandi sumri. Hvort liafið þér meiri ánægju af að syngja sönglög eða óperuhlutverk? Ég hef hingað til aðalega fengizt við sörtg- lagatúlkun, og ég býst við, að mér sé það lmg- 19. JÍJNl 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.