19. júní


19. júní - 19.06.1951, Síða 51

19. júní - 19.06.1951, Síða 51
TÍZKAN Viðtal við ungfrú Rut Guðmundsdóttur. „llásumar er nú —|»ótt viS fietum ef lil vill ekki sagt, — „og hvergi fremur“, og allt í kringum okkur i3ar íslenzka náttúran af lífi, síim hógláta lífi, sem lienni er eiginlegl. Slíkt líf ætti okkur Islendingum líka að vera eigin- legt, Jiví að við getum ekki skapað um land okkar, né gengið fram lijá þeirri staðreynd, að við erum Islendingar enda |»ó 11 lieimurinn liafi gripið inn í lifnaðarliáttu okkar nema með slæmri útkomu. En heimurinn liefur gripið inn, og fram lijá |>eirri staðreynd verður heldur ekki komizt, enda hljótum við að beygja okkur undir það að vera liluti af honum, þó að sumum okkar virðisl ýmsir aðrir gera ]»að á miður skynsamlegan hátt og gagnkvæmt, en þannig verður það ef til vill alltaf, því miður, eða eigum við heldur að segja, sem betur fer? Og þegar við spyrjum: Hvað er að gerast í heiminum? meinum við ekki alltaf |>að sama. I'egar fyrir karlmönnunum vakir aðeins stjórnar- myndun í Frakklandi eða Kóreustríðið, viljum við konurnar líka gjarnan fá að vita, hvað er að gerast í París með öðrum orðum, hvað nýtt er uppi á teningunum í tízkuheiminum. Sem sé, enn eitt dænti um alvöruleysi og létt- úð konunnar! En meðan konan getur enn lmgsað um föt ( — og karlmaðurinn um mat), meðan börnin eru börn með bros í auga í slaöinn fyrir alvöm fullorðinsáranna markaða í unga drætti sína, get- ur heimurinn ekki verið lengra kominn en að ramba á glötunarbarmi sinum. Og í þeirri bjart- sýnu von, að enn sé tóm til að velta fyrir sér friðsamlegum málefnum, göngum við á vit ung- frú Rutar Guðmundsdóttur, forstöðukonu fyrir kjólaverzluninni Gullfoss, til að leita forvitni okk- ar úrlausnar. Ungfrú Rut fór til Parísar og Lundúna í vor til að vera viðstödd fyrstu sýningu tízkuhúsanna á sumarfatnaðinum, sem fara fram þar um svip- 19. JÚNl að leyti ár hvert, og Inin svarar af greiðvikni öllum spurningum, skynsamlegum og óskynsam- legum, sem við leggjum fyrir bana varðandi duttl- unga tízkunnar. Það var erfitt að komast þarna inn, megið )»ér trúa, segir hún. Tízkukóugarnir varðveita nýjuslu ,,uppfinningar“ sínar næstum því eins og hernaðarleyndarmál. Það er til dæmis bannað að birta myndir af fyrstu sýningum hverrar árs- tíðar, fyrr en mánuði eftir að þær fara fram. Og |>eir, sem eitthvað eru við riðnir tízkuhús eða fataverzlanir, eru langt frá því að vera þar velkomnir gestir. En ég slapp. Og livað er nýtt? Það eru aðallega smáskreytingar, svo sem í krögum, uppslögum og vösum, annars eru heild- arlínurnar þær sömu og 1950. Axlalínurnar eru eðlilegar og fer eftir byggingu liverrar konu, hvort stopp er notað eða ekki. Mittislínan er eðlileg og á réttum stað. (I raun og veru erum við jafnt klæddar í nýjustu tízku í flík síðan í fyrra og flík keyptri í ár). Það, sem breytzt liefur, eru hattarnir og bár- greiðslan. Stutta liárið er komið úr tízku. Hárið er oftast greitt slétl frá enninu og tekið saman á mismunandi liátt í linút í hnakkanum. Þessi hárgreiðsla klæðir því miður ekki alla, en er mjög falleg á þeim, sem fer hún vel. A3 vísu myndi fólk, sem skryppi til Parísar núna og hefði heyrt mig lýsa þessu yfir, segja: „Þetta er bannsett vitleysa. Frönsku stúlkurnar eru með stutt hár!“ En það er nú einu sinni þannig, að við getum ekki látið liárið á okkur vaxa í einu vetfangi, og ég skýri einungis frá því, sem tízkufrömuðirnir sýndu og mun að öllum líkindum ryðja sér til rúms, því að við erum víst flestar nægilega miklar Evudætur til að elta hvaða vindgust, sem blæs úr ]>eirri áttinni, ef hann stangast ekki allt of mikið við skyn- semina. Hattarnir eru í samræmi við hárgreiðslurnar. 37

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.