19. júní


19. júní - 19.06.1951, Blaðsíða 32

19. júní - 19.06.1951, Blaðsíða 32
jþafí rayndi kosta fyrir lijónaefni, sem líkt væri ástatt fyrir, að láta framkvæma hjónavígslu um leið og sambúðin liæfist. Ég valdi 10. launafl. hjá ríki og bæ, það eru miðlungs laun eða tæp- lega það, (launaflokkarnir eru 15 og sá 1. bæst- ur), en ég vissi, að laun stúlkunnar voru svipuð því sem þar er greitt. Gerði ég svo unnustan henni jafnan að launum og geri ekki ráð fvrir að þar hafi verið of í lagt, þar sem hann tald- ist hafa góða stöðu. IJtreikningar þessir færðu mér heirn sanninn um það, sem ég raunar vissi áður, að það varðar árlega stórum fjárútlátum, að ég ekki segi sektum, að ganga í hjónaband á venjulegan hátt, liafi konan launuð störf. En þó var útkoman verri en ég hafði búizt við. Tekjuskattur lijónaefnanna, hvors um sig, yrði 1169 kr. eða samanlagt 2338 kr., en væru þau gift og hefðu nákvæmlega sömu tekjur yrðu þær samkvæmt gildandi skattalögum lagðar saman og skattlagðar sem eins manns vinna og þá yrði skatturinn 10258 kr. eða með öðrum orðurn hækk- un á tekjuskatti vegna hjúskapar 7918 kr. Hækk- un á útsvari af sömu orsökum yrði kringum 2200 kr. Sem sagt hjúskaparyfirlesturinn myndi kosta þessi umtöluðu hjónaleysi hvorki meira en minna en 10118 kr. árlega, og lái þeim aðrir en ég þó að þeiin finnist hann dýr og umfram efna- lega getu þeirra. Eina ráðið, sem þessi sára- saklausu hjónaleysi hefðu svo til að losna vði að vera féflett svo ósvífnislega, er að búa saman ógift og láta 10 þúsund kallinn lieldur ganga til þess að borga íbúðina. Andstæðingar tóbaksreykinga hafa stundum gert sér það til dundurs, að reikna út, hve miklum verðmætum hjón, sem reyki, séu búin að svæla á tilteknum brúðkaupsafmæhim. Eins mætti leika sér að því að reikna út hjúskaparskattinn. Á tíunda brúðkaupsafmælinu væru þau búin að spara á annað hundrað þúsund krónur, það færi langt með að borga íbúðina. Á gullbrúð- kaupinu? ja, það yrðu svimandi háar tölur fyrir blásnautt fólk. Og ég miðaði einungis við miðl- ungs tekjur, en „dýr mundu Hafliði allur“. Þess er varla nokkur von, að nokkur sætti sig við s!íka meðferð af opinberum aðilum, og liafa ekki annað til saka unnið en að ganga í hjóna- band. Er þá ekki von að fólk grípi til þess ráðs, sem handhægast er, að giftast ekki og búa bara saman, meðan skattalöggjöfin er þannig, að það virðlst refsivert athæfi að gift kona vinni launuð störf. Erlendis eru orðin allmikil brögð að því 19. JÚNj að lijón skilji til að spara sér opinber gjöld. Ekki lief ég enn heyrt getið um slíka skilnaði hér á landi, en verður þeirra langt að bíða að óbreyttu ástandi? Ymisleg andmæli hafa komið fram gegn því að konur verði sjálfstæðir skattþegnar, t. d. það, að sérsköttum allra kvenna sé ekki framkvæm- anleg þar sem konan, sem vinni eingöngu á heimilinu liafi ekki tekjur. Að vísu er ærið umfangsmikið verk að breyta allri skattalöggjöf- inni þannig í fljótu bragði, að allar konur telji sérstaklega fram til skatts, en vitanlega er það lokatakmarkið, sem stefna ber að. En sökum aðsteðjandi vandræðaástands, sem er bein afleið- ing skattalaganna, þarf eins fljótt og auðið er að gera einhverja breytingu á skattaframtölum þeirra giftu kvenna, sem vinna launuð störf. Svo mætti til að byrja með liafa um það frjálst val, hvort konur, sem liafa tekjur sameiginlegar heimilisföðurnum teldu þær fram sameiginlega eða sér. En þar til skattalöggjöfin hefur verið endurskoðuð þarf að finna bráðabirgðalausn, svo að þeim konum, sem vinna launuð störf, sé ekki íþyngt óhóflega með skattaálagi. Aðrir, sem eru andvígir sérsköttun kvenna halda því fram, að gifti kona sig á annað borð eigi þær eingöngu að vinna á lieimilinu, þar sé þeirra skylda að vera og starfa. Við þá, sem þannig liugsa, er eitt að segja, að það þýðir ekki að „stríða gegn straumi aldar“. Og verði ekki bráðlega gerð einbver sú breyting á skatta- löggjöfinni, sem liamlar því að heiðarleg hjú- skaparslofnun geti varðað fjársektum endar með því að engin ber lengur virðingu fyrir þeirri mjög svo virðulegu atliöfn. Valborg Bentsdóttir. Ein sannasta og mesta gleði, sein lífið getur veitt þér er sú, að öðrum vegni vel. Þá gleði getur enginn tekið frá þér. Sannleikselsk er sú kona, sem segir satt um allt annað en aldur sinn, þyngd sína og laun mannsins síns. Áður fy rr roðnuðu ungar stúlkur jiegar þær fóru hjá sér. Nú á dögum fara þær hjá sér Jieg- ar jiær roðna. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.