19. júní


19. júní - 19.06.1960, Side 6

19. júní - 19.06.1960, Side 6
Þetta hafa verið yndislegir dagar í lífi Þóru, hún ung og ástfangin á ferð með unnustanum í björtu sólskinsveðri um fagra fjallvegu íslands. Ekki er vitað, hvort Jónas Hallgrímsson hefur vitjað meyjarmálanna framar. Hann fer til Reykja- víkur rnn haustið, tekur stúdentspróf vorið eftir, verður skrifari hjá landfógeta og aflar sér fjár til utanfarar. En norður í Laufási var Þóra Gunn- arsdóttir heimasæta hjá föður sínum, sem enn var ókvæntur. Gifting «g glcym-mér-ei. Haustið 1834 giftist Þóra Halldóri presti Björns- syni á Eyjardalsá í Bárðardal, siðar á Sauðanesi. Hann var ekkjumaður og sonur hans af fyrra hjónabandi var séra Björn í Laufási, faðir Þórhalls biskups. Séra Halldór var ekki nema fjórtán ár- um eldri en Þóra, fæddur árið 1798. Aldursins vegna gat því sambúð þeirra orðið góð, en ósk- hyggja fólksins vildi láta Þóru sakna Jónasar til hinztu stundar. Á það bendir sagan, hversu henni varð um, þegar hún las Ferðalok í fyrsta sinn. Var það tíu árum eftir að hún giftist. Á hún að hafa verið stödd í fjölmennri brúðkaupsveizlu, er hún sá kvæðið, og hafi henni þá orðið svo mikið um, að hún lagðist upp í rúm og sást ekki, það sem eftir var veizlunnar. Það sagði mér frú Jóhanna Hemmert, dóttir séra Arnljóts Ólafssonar, sem fluttist ung austur að Sauðanesi með föður sínum, að þær sagnir hefðu geymzt þar í sveitinni um frú Þóru, að hún hefði verið mjög hlédræg og gefið sig að fáum í fyrstu, öðrum en þeim, sem bágt áttu og veikir vora, því að hún var hneigð til lækninga eins og Gunn- ar faðir hennar. Einnig hafði fólk austur þar haft orð á því, að hún hefði iðulega verið á ferli fram eftir nóttu, og var þetta lagt þannig út, að ekki mundi hún vera með öllu hamingjusöm. En merkust þykir mér frásögn Katrínar hálf- bróðurdóttur hennar. Ólst hún upp í skjóli frænku sinnar á Sauðanesi. Sagði hún það dóttur sinni, að Þóra frænka sín hefði átt einn þann hlut, sem henni þótti vænzt um allra gripa sinna. En það voru þurrkuð munablóm í umgerð undir gleri. Mundu þetta hafa verið blómin, sem Jónas Hall- grímsson kveður um: Hlóðstu mér að höfði hringum ilmandi bjartra blágrasa, einn af öðrum, og að öllu dáðist og greipst þá aftur af. í>au séra Halldór og Þóra áttu eina dóttur barna, sem Sigríður hét. Hún var alin upp í eftirlæti, fríð sýnum og glaðlynd. Upphaf Hola-Jóns. Víkur þá sögunni vestur að Hólum í Hjaltadal. Þar bjó á þessum tíma séra Benedikt Vigfússon. Hann var greindur maður og merkur á marga lund, en harðstjóri við hjú sín og landseta, og því ekki vinsæll meðal sóknarbarna sinna. Hann var auðugur og átti meiri hluta jarða í Hólahreppi og margar eignir aðrar. Á miðjum aldri varð hann fyrir þeirri sáru sorg að missa þrjár dætur sínar svo að segja allar í einu. Var það að haustlagi 1837. Hefur það að líkindum verið óðatæring, sem að þeim gekk. Þetta voru einu börnin hans. En 11. febrúar vet- urinn eftir eignaðist frú Þorbjörg Jónsdóttir kona hans son, sem skírður var Jón eftir séra Jóni Konráðssyni á Mælifelli, afa sínum. Hann var seinna kallaður Hóla-Jón. Eftirlætið á þessu barni var allt of mikið. Dreng- urinn fékk allt, sem hann vildi og hægt var að láta eftir honum. Hann fékk að leika sér að pen- ingum. Ijömb og kálfar og jafnvel folöld vom sótt og látin upp á pallinn til hans honum til leiks, og að sumarlagi var snjór sóttur hátt upp í Hóla- byrðu, ef drengurinn bað um það. Hefur séra Benedikt sennilega raskazt að einhverju leyti á geðsmunum við missi hinna fyrri bama sinna, þó að ekki kæmi það fram nema í þessu taum- lausa eftirlæti við drenginn, og svo í því, að nú gerðist hann enn harðdrægari í fjármálum en áður, safnaði alltaf meira og meira fé handa þess- um eina syni. Eitt sinn, þegar Jón var átta ára gamall, komu þeir feðgar að Reykjum í Hjaltadal. Var þar bam nýfætt. Jón langaði til að sjá það, en faðir hans þorði ekki, að hann færi inn í bæinn, vegna þess að hann var gamall orðinn og hrörlegur. Var hann hræddur um, að bærinn mundi hrynja ofan á drenginn, og bað þess, að barnið yrði heldur borið út á hlað, svo að Jón fengi að sjá það. Þetta var gert, og gaf Jón barninu stóran sykurmola. I þess- um og þvílíkum anda var Jón alinn upp, enda varð hann undarlegur maður. 4 19. JtJNl

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.