19. júní - 19.06.1960, Síða 7
•lóii kvænisÉ ug IVr að búa.
Þeir prófastarnir séra Benedikt og séra Halldór
á Sauðanesi voru vinir og skólabræður. Var sagt,
að þeir hefðu gert það með sér ungir, að börn
þeirra skyldu giftast, ef unnt yrði.
Sumarið 1859 fór séra Benedikt ásamt Jóni syni
sínum austur að Sauðanesi og bað Sigríðar einka-
dóttur séra Halldórs og Þóru honum til handa,
og var það auðsótt mál. Stóð brúðkaup þeirra um
haustið, en vorið eftir tóku þau við búi á Hólum.
Séra Benedikt b]ó allavega sem bezt í haginn
fyrir þau. Byggði hann handa þeim bæinn, sem
þá var kallaður „Nýi bær“, en er nú „Gamli bær-
inn“ á Hólum. Hann var mjög vandaður, eftir
því sem þá gerðist.
Una Sigurðardóttir á Kálfsstöðum, systurdóttir
Sigurðar málara, mundi vel eftir því, þegar hún
barn að aldri, kom til kirkju að Hólum, hvað búrið
í Nýja bænum hefði verið fallegt, bjart og þiljað
í hólf og gólf, hvað sætabrauðið og pönnukökurnar
hefðu verið góðar og hvað konurnar, sem veittu
þetta, voru fallegar. Það voru þær madama Þóra
og Sigríður dóttir hennar.
En Hóla-Jóni búnaðist ekki vel. Hann var of-
boðslega eyðslusamur og drykkfelldur og undar-
legur í öllum háttum. Óvandað fólk og lausingja-
lýður fluttist til hans, setti svip á heimilisbraginn
og hjálpaði til við drykkjuskapinn og eyðsluna.
Séra Benedikt fékk eigi að gjört, enda var hann
dulinn þess eins og hægt var.
Sigríður var heldur engin búkona og vildi taka
sér lífið létt. Stundum kallaði hún á stúlkur sínar
til kaffidrykkju, þegar mest var að gera úti eða
inni, og sat með þeim tímum saman og spjallaði.
Þó gekk þetta allt nokkurn veginn, meðan séra
Benedikt lifði. En eftir að hann dó í apríl 1868,
tók fyrst steininn úr. Það var eins og allir gerðu
sér að skyldu að féfletta Jón, enda græddist þá
mörgum vinnumanni hans fé á skömmum tíma.
Þeir sögðu honum til dæmis, að hann væri orð-
inn heylaus, þóttust svo vilja hjálpa honum og
seldu honum síðan hans eigið hey fyrir ærinn
pening. Með öllu hugsanlegu móti var féð rúið
af honum.
Gestagangur var mikill og eyðsla í heimili, því
að Jón var höfðingi heim að sækja og mjög bón-
góður. Jarðir sínar seldi hann sitt á hvað, oft í
ölæði fyrir lítið eða ekkert, eða þá til skuldalúkn-
inga. Er alveg ótrúlegt, hve miklu hann gat eytt
á skömmum tíma, því að vorið 1869 dó séra Hall-
dór tengdafaðir hans, og fá þau Sigriður þá mik-
inn arf eftir hann.
En öllu var sóað, svo að talið var, að árið 1876
eigi Jón enga jarðeign eftir. Seldi hann þá einnig
jarðir þær, sem séra Benedikt hafði gefið sonar-
börnum sínum, en það voru: Reykir, Kálfsstaðir
og Hofstaðasel.
Þnra flvzt til Hóla.
I þetta umhverfi flytur madama Þóra Gunnars-
dóttir haustið 1869. Hún var þá orðin fimmtíu og
sjö ára gömul og hafði misst mann sinn vorið
áður.
Ferðaðist hún landveg að Hólum, og komu með
henni fjórar konur að austan: Guðrún Grímsdóttir
40 ára, Signý Vilhjálmsdóttir, vinnukona, 29 ára,
Sigríður Pétursdóttir, 12 ára, tökubam, og Katrín
Lárusdóttir, 15 ára, fósturdóttir. Þessi Guðrún var
mágkona madömu Þóru, ekkja eftir Lárus bróður
hennar, og Katrín var barn þeirra.
Madama Þóra flyzt þegar í gamla bæinn, sem
stóð neðan við kirkjuna, og bjó þar í litlu húsi
austur af miðbaðstofunni. Bjó hún ávallt út af
fyrir sig, hafði eina kú og nokkrar kindur, og hest
átti hún, sem kallaður var Madömu-Blesi. Þjón-
ustustúlku hafði hún jafnan sér við hönd.
Fljótt eftir að madama Þóra fluttist í Hóla,
fór fólki að þykja vænt um hana. Var annað álit
á henni en Jóni og hans fólki. Hún hlýtur að hafa
haft mikla persónutöfra. En fleira kom til, að hún
vann sér hlýhug manna. Hún var læknir góður
og sat yfir konum, batt um sár og gerði við bein-
brot. Oft kom hún óbeðin til að hjúkra þeim, sem
veikir voru.
Sjálf var þún ekki heilsuhraust. En aldrei var
hún svo lasin, að hún sinnti ekki gestum, ef þeir
komu til hennar að leita lækninga eða lyfja. Þetta
mat fólk mikils á þeim árum, þegar til fárra var
að leita, er veikindi eða slys bar að höndum.
Frá því hefur sagt Jón Sigurðsson frá Skriðu-
landi, að. hann myndi eftir því, er hann hand-
leggsbrotnaði barn að aldri. Eftir að búið hafði
verið um brotið af þar til kvöddum manni, kom
madama Þóra og lagfærði allan umbúnaðinn og
batt um á ný. Þakkaði Jón henni það, að hann
bar engin örkuml eftir þennan áverka.
Umhyggja hennar og samúð var engu minni
með sorgmæddum en þjáðum. Huggaði hún þá,
sem bágt áttu. Einu sinni sat hún yfir Herdísi
19. JtJNl
5