19. júní - 19.06.1960, Side 9
eitthvað til fyrirstöðu. Gekk hann þá að gi-afreit
Hólafólksins fram af kirkjudyrum. Hafði Una
tengdamóðir hans sagt honum, að þar mundi Þóra
Gunnarsdóttir hvila. Hóf hann að grafa þar og
kom niður á tvær kistur samhliða. Þetta voru
vandaðar eikarkistur og stóðu á grindum. Voru
þær þakktar tróði með torfi yfir, og var allur
umbúnaður hinn bezti. Hafði Árni það fyrir satt,
að þetta mundu vera líkkistur þeirra mæðgna,
Þóru og Sigríðar, því að þær dóu með árs millibili.
Kisturnar voru svo heillegar, að hann gat þokað
annarri þeirra til, svo að þar fékkst einnig gröf
fyrir Siggu Tótu fast hjá þeim. Þannig komst þetta
hrakhólabarn til ljósu sinnar að lokum.
Tilviljun — eða svar við bæn einstæðingssálar?
OÉta-málið.
Margir voru erfiðleikar madömu Þóru á Hól-
um. Þó mun „Otta-málið“ hafa gengið næst henni.
Otti var fæddur að Höskuldsstöðum í Blöndu-
hlíð 1834. Þau voru systrabörn Þóra Gunnars-
dóttir og hann. En ekki líktist hann frænku sinni.
Hann þótti auðnulítill og ístöðulaus gagnvart vond-
um félögum, en ekki slæmur að eðlisfari. Hér
verður aðeins sagt frá lokaþætti lifs hans, eftir
því sem talið var opinbert leyndarmál, þegar at-
burðirnar gerðust.
Otti var vinnumaður á Hólum. Tveim árum
eftir að Þóra Gunnarsdóttir flyzt þangað, hurfu
200 dalir úr læstri kistu í útihúsi á Reykjum í
Hjaltadal. Fór þetta leynt i fyrstu, en svo kom,
að kæra barst Eggerti Briem sýslumanni vegna
stuldsins. Kom sýslumaður heim að Hólum, setti
rétt og stefndi þangað vitnum. Hafði áður fallið
grunur á nokkra Hólamenn. Mun sýslumanni hafa
þótt Otti grunsamlegur, því að hann var fluttur
að heiman á sýslumannssetrið á Hjaltastöðum og
hafður þar í haldi.
Skömmu síðar hvarf hann þaðan og leitaði þá
á náðir Þóru frændkonu sinnar á Hólum. Tók
hún við honum. En brátt kom upp kvittur um
verustað hans, og skipaði sýslumaður hreppstjóra
Hólahrepps ásamt öðrum manni að gera leit á
Hólum. Hreppstjórinn varð að hlýða, en ekki mun
honum hafa verið mjög umhugað um að finna
skjólstæðing madömu Þóru. Hún hafði líknað
barni hans veiku, og hann mat hana mikils. Leitin
bar engan árangur. Var Otti síðan á Hólum og
jafnvel víðar á laun í útihúsum og kom aldrei
til manna. Sýnir það næstum ótrúlegar vinsældir
madömu Þóru meðal heimilismanna og sveitafólks,
að það skyldi þegja um þetta.
Verður nú löng saga stutt: Það líður á vetur.
Otti þolir illa einveruna til lengdar, brestur kjark,
vill gefa sig fram og meðganga. Sáu þá söku-
nautar hans sitt ráð óvænna. Voru þeir honum
bæði harðari og verri og tóku að lokum það ör-
þrifaráð að fylla hann með brennivíni og stytta
honum síðan aldur.
Ekki vissi fólk á Hólum, hvað um Otta varð,
hefur ef til vill vonað, að hann hafi komizt til
annarra landa. Þó mun skjótt einhver leiðinda-
grunur hafa lagzt á um afdrif hans. Tveir menn
voru einkum grunaðir um að vera meðsekir Otta.
Þeir fluttust vestur urn haf um þessar mundir.
Löngu seinna fannst lík, sem grafið hafði verið
í öllum fötum niður í gamalt leiði í Hólakirkju-
garði. Var álitið, að þetta hefði verið lík Otta. Það
leiði hafði verið nýorpið, er Otti hvarf. En þegar
hér var kornið sögu, voru allir þeir dánir, sem við
þetta mál voru riðnir, og þótti því engin ástæða
til að rifja það upp að nýju. Var líkið þess vegna
jarðað i k)rrrþey og sem minnst um þetta talað.
Dauðir hafa sinn dóm með sér.
En erfitt hefur andrúmsloftið á Hólum verið
þennan vetur, og margar andvökunætur hlýtur
Þóra Gunnarsdóttir að hafa átt vegna hins ógæfu-
sama frænda síns.
Síifasla ferðin.
Fátæktin var Þóru erfið síðustu árin, og einkum
var henni þó hugraun að óspilun og vandræðum
Jóns tengdasonar síns. Ég sé það af bréfum henn-
ar til Claessens verzlunarstjóra, að hún hefur átt
í vök að verjast í því efni, að Jón lét stundum
taka út í reikning hennar án leyfis. Var nú svo
langt gengið fyrir Jóni; að sífelldur matarskortur
var á heimili hans. Sagði hann þá stundum: „Ætli
að kerlingin eigi ekki eitthvað ætilegt?“ Átti hann
þar við tengdamóður sína.
Slundum mun hafa verið grunnt á því góða
milli þeirra og madama Þóra þá reynt að tala
um fyrir honum. Á það bendir þessi saga: Tíð-
rætt var um það í veizlu nokkurri, hvað syngja
skyldi. Þá mælti Hóla-Jón og kímdi: „Syngið það,
sem hún madama Þóra vill: Syndugi maður, sjá
að þér“.
Síðasta frásögnin, sem ég hefi heyrt um madömu
Þóru, er eftir önnu Árnadóttur frá Atlastöðum.
Hún kom unglingur sem gestur i Hóla og sat
19. JtJNl
7