19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1960, Qupperneq 13

19. júní - 19.06.1960, Qupperneq 13
LÖGVERNDAÐ LAUNAJAFNRÉTTI Af tilviljun lendir tímaritshefti handa milli, þar er fjallað um ýmis baráttumál kvenna, og þessi orð verða fyrir augum: „Við höfum pappírssam- þykkt um sömu laun fyrir sömu vinnu, enginn veit, hve langur timi líður, þangað til þessi lög verða raunhæf", svo mörg og raunhæf eru þau orð, sem notuð eru um einhvern merkasta áfanga, sem náðst hefur í baráttu íslenzkra kvenna f}rrir viðurkenndu launajafnrétti. En það, sem í nefndri grein er kallað pappírssamþykkt, munu vera lög þau, sem veita konum, sem eru ríkisstarfsmenn, rétt til sömu launa og körlum. Ég verð að játa, að ég verð alltaf dálítið örg, þegar ég heyri konur vera að hnýta í þessa lög- gjöf, að því er oftast virðist án þess að þekkja nokk- uð til málanna. Og það nýyrði pappírslöggjöf, sem orðið er munntamt vissum hópi í þessu sambandi, er jafn ósmekklegt og sá málflutningur, sem því hefur fylgt. Um flest lög mun svo, að þau eru á pappír prentuð. En eigi að hallmæla lögum á þeim for- sendum, að þau séu ekki hagnýtt sem skyldi, mætti oft höggva nærri konum varðandi lög um réttindi þeirra. Hvernig er það t. d. með kjörgengisréttinn, sem í gildi hefur verið um það bil hálfa öld? Er sú „pappírssamþykkt“ raunhæf, fyrst svo fáar kon- ur notfæra sér hana? Lögin um almennt launa- jafnrétti ríkisstarfsmanna em 15 ára gömul, og þó hafa fleiri konur notfært sér þau en kjörgeng- isréttinn á þrefalt lengri tíma. Ég vil leitast við að kynna örlítið, með hvaða hætti þessi lög urðu til og hvaða þýðingu þau hafa haft, ef það mætti verða til þess að auka skilning á því, hvers virði það er að hafa löggjöf til að styðjast við og hve brýn nauSsyn er þess, að þaS verfii hi<5 allra fyrsta sett í íslenzk lög, a'S alger- lega sé óheimilt áS miSa kaupgjald viS þaS, hvort karl eSa kona vinnur. Launalög ríkisstarfsmanna hafa verið samþykkt fimm sinnum á 80 árum frá 1875—1955. f fyrstu voru þau eingöngu miðuð við embættismenn, en það var áður en konur voru farnar að nota rétt sinn til embætta. Það er fyrst árið 1919, að lögin fara að varða fleiri ríkisstarfsmenn, og þá koma konur fyrst við sögu. Sérstök lög eru þá samin um laun barnakennara, þar sem viðurkennt er fullt launajafnrétti og hef- ur sú löggjöf verið raunhæf rúma fjóra áratugi. Hin almennu launalög, sem gildi tóku sama ár, eru ekki eins frjálslynd, þar er t. d. að finna starfs- heiti eins og kvensímritari. Þeir starfsmenn gegndu nákvæmlega sömu störfum og fyrsta flokks sím- ritarar, en höfðu 20% lægri laun, af því að það voru konur. Mér er tjáð, að þessar konur hafi ver- ið afburða starfsmenn, en laganna vegna gátu þær enga leiðréttingu fengið. Þessi launalög eru í gildi á þriðja tug ára, og sú tizka er almenn í landi hér, jafnt hjá ríki sem einkafyrirtækjum, að greiða konum lægri laun en körlum, hvar sem því verður við komið. f byrjun síðari heimsstyrjaldar er farið að ympra á því, að launalög ríkisstarfsmanna séu farin að gerast gömul og úrelt. Nefnd er skipuð til að end- urskoða þau, og að venju eru konur ekki taldar hæfar til slíkra vandaverka. En konur í K.R.F.f. tóku þá til sinna ráða og söfnuðu skýrslum um laun og störf kvenna, sem unnu hjá ríkinu. Þessi athugun leiddi í ljós, að launamismunur karla og kvenna var töluverður, en munur á störfum ekki alltaf mikill. Þegar svo frumvarp að víðtækum launalögum lá fyrir Alþingi á útmánuðum 1945, tóku konur í K.R.F.f. þessar upplýsingar til handargagns og löbbuðu sig með þær á fund alþingismanna. Þessi árás kvenna á Alþingi bar þann árangur, að inn í lögin var skotið ákvæði um jafnan rétt karla og kvenna til stöðu og launa. Þetta lagaákvæði bar svo þann árangur, að for- 11 19. JtJNl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.